Jón á Bægisá - 01.02.2007, Blaðsíða 64
W.H. Auden
úr fjarska og hreyfði hvorki legg né lið
er þrír menn voru færðir fram á svið
og festir upp við gráa timburstaura.
Vegsemdir þessa heims og allur auður,
allt það sem gefur vald og stefnumið,
var hinum léð; þeir voru ósköp aumir
og áttu ei von um hjálp né minnstu grið:
fjendurnir fengu sitt; og smátt og smátt
þeir létu þarna manndóm sinn og mátt
og misstu lífið áður en þeir dóu.
Afrenda íþróttakappa
átti hún von á að finna,
karla og dömur að dansi
dillandi mjúkum limum
þrálátt við þýðlega hljóma; en
þarna á skildinum fægða
var í stað velsléttaðs dansgólfs
vanhirtur illgresis-akur.
Ræfilslegt strákgrey, eitt og engum bundið,
eigraði þar um sviðið; lítið dýr
forðaði sér frá steinabyssu stráksa:
að stúlku er nauðgað, laminn sá sem flýr
af hólmi, voru lögmál hans sem hafði
aldrei kynnst veröld þar sem heit er heit
og harmur eins að annars glaðværð veit.
Hrökk þá inn haltrandi fótlamur,
Hefestos, staulandi’ í burtu;
Þetis, hin gljábrjósta gyðja,
grét nú með sárum trega
það, sem hinn griphagi guð hafði
gert handa syni hennar,
illvígum Akkillesi, sem
átti skammt líf fyrir höndum.
(1952)
62
jZó/i á . jSt'/yáá - Tímarit þýðenda nr. ii / 2007