Jón á Bægisá - 01.02.2007, Síða 65
Islandsfbr ogfleiri kvœði
(Skjöldur Akkilesar er vitanlega skjöldur sá sem smíðaguðinn Hefestos gerði
handa hinum gríska kappa fyrir bænastað móður hans, gyðjunnar Þetisar,
og segir frá í átjánda þætti Ilíonskviðu, svokölluðum „Vopnasmíðaþætti“:
„Fyrst gerði hann stóran og sterkan skjöld, og vandaði hann alla vega
sem mest; í kring um skjöldinn lagði hann fagra rönd, þrefalda og ljóm-
andi, og silfurbúinn fetil út úr skildinum; í skildinum sjálfum voru fimm
lög; en á skildinum gerði hann mörg hagvitsbrögð af hugviti sínu.“ (Þýð-
ing Sveinbjarnar Egilssonar).
Þegar Þetisi eru sýnd vopnin, lætur Auden hana búast við að mega
sjá á skildinum þær haglega gerðu myndir af fögrum borgum, ljómandi
herflokkum, frjósömum vínlendum og dansandi fólki sem lýst er í kvið-
unni, en þess í stað einungis koma auga á andhverfu alls þessa: gróðurlausa
sléttu, litlausa mannmergð, sálarlausa harðstjórn, opinberar aftökur og til-
gangslaust ofbeldi. Og til lítils koma öll hagvitsbrögð hins hugkvæma völ-
undar. Þegar gyðjan stekkur sem haukur ofan af snjóvgum tindi Olymps
með ljómandi vopnin handa „illvígum Akkilesi" má öllum ljóst vera að hin
ágæta og fóthvata hetja á „skammt líf fyrir höndum“. Stríð eru sannkallað
mæðraböl, eins og Hóras sagði forðum, og einatt sprottin af sinnu- og
andvaraleysi í stjórnmálum, siðferðisefnum, menntun og uppeldi. Þetta
gerir Auden lesaranum ljóst með eftirminnilegum hætti í kvæðinu, sem
margir hafa - ekki að ófyrirsynju - kallað einhverja voldugustu ádeilu á
stríð og ofbeldi í kvæðisformi sem um getur.)
á — Hann gat ekki hætt að ríma
63