Jón á Bægisá - 01.02.2007, Side 66
W.H. Auden
Úr „Horae Canonicae“
III. Miðdegissöngur
i.
Þú þarfr ekki að sjá hvað maðurinn aðhefst
til þess að vita hvort það er atvinna hans,
þú þarft aðeins að horfa á augun í honum:
matsveinn sem hitar sósu, skurðlæknir
sem tekur fyrsta skurðinn,
skrifstofumaður sem útfyllir farmmiða,
allir bera þeir sama uppnumda svipinn,
niðursokknir sem þeir eru í starf sitt.
Hversu þekkilegt það er
þetta einbeitta verknaðartillit.
Að leiða fýsilegar gyðjurnar hjá sér,
að yfirgefa ægilega helgidóma
Rheu, Afródítu, Demeter, Díönu,
og tigna í staðinn heilagan Fókas,
heilaga Barböru, San Saturnino
eða hvern þann dýrling sem maður kýs sér
og helgað getur iðn manns,
hvílíkt feikna-skref hefur maður þá tekið.
Það ættu að vera minnismerki, það ættu að vera óðir
um hinar nafnlausu hetjur sem fyrstar tóku þetta skref,
um þann sem fyrstur neri saman tinnusteinum
og gleymdi kvöldverðinum,
um hinn fyrsta sjávarskeljasafnara
sem varðveitti skírlífi sitt.
64
á — Tímarit i>ýðenda nr. ii / 2007