Jón á Bægisá - 01.02.2007, Blaðsíða 68
W.H. Auden
guðshús, prímadonnur,
orðabækur, hjarðljóð,
greiðasemi borgarinnar:
án þessara ráðvísu munna
(sem mestan part tilheyra
purkunarlausum þrjótum)
hversu soralegu lífi myndum við þá ekki lifa,
tjóðraðir fyrir lífstíð í lágreistu smáþorpi,
hræddir við snákinn í garðinum
eða drauginn við bæjarvaðið,
talandi þorpsmállýskuna
með forða um það bil þrjú hundruð orða
(ímyndið ykkur íjölskyldurifrildin og
eitraða pennana, ímyndið ykkur innræktina)
og, á þessu miðdegi, skorti okkur alla valdhafa
til að skipa fyrir um þetta líflát.
3-
Hvar sem ykkur þóknast, einhvers staðar
á þessari breiðaxla og líffrjóu jörð,
einhvers staðar á milli þorstlendnanna
og ódrekkandi úthafsins,
stendur mannfjöldinn fullkomlega kyrr,
augu hans (er virðast sem eitt) og munnar
(sem virðast óendanlega margir)
tjáningarlaus, fullkomlega tóm.
Múgurinn sér ekki (það sem allir sjá)
hnefaleikinn, flakið af lestinni,
66
á .ffiaydiá - Tímarit i>ýðenda nr. ii / 2007