Jón á Bægisá - 01.02.2007, Page 69
Islandsfór ogfleiri kvæði
herskip sem ýtt er úr vör,
og veltir því ekki fyrir sér (eins og allir gera)
hver fer með sigur af hólmi, hvaða flaggi það tjaldar,
hversu margir munu brenna lifandi,
lætur ekki trufla um fyrir sér
(eins og allir eru alltaf truflaðir)
af geltandi rakka, lyktandi fiskflaki,
moskítóflugu á sköllóttum kolli:
mannfjöldinn sér aðeins einn hlut
(sem aðeins manníjöldinn getur séð),
opinberun þess
sem gerir hvaðeina sem gert er.
Hver sem trú manns er,
og hvernig sem hann trúir því
(engir tveir eru nákvæmlega eins),
trúir hann því sem einn af manngrúanum
og trúir því einu
sem aðeins er einn möguleiki á að trúa.
Fæstir viðurkenna hver annan og flestir
munu aldrei vinna nokkurn almennilegan hlut,
en mannfjöldinn hafnar engum, að slást í fjöldann
er það eina sem allir menn geta gert.
Einungis þess vegna getum við sagt
að allir menn séu bræður okkar,
og þess vegna æðri hinni
ytri félagslegu stoðgrind: hvenær
hafa þeir afrækt drottningar sínar,
lagt um stundarsakir niður vinnu
d Æœýedá - Hann gat ekki hætt að ríma
67