Jón á Bægisá - 01.02.2007, Page 73
Islandsfór ogfleiri kvœði
ar, lofgjörð og blessunarbæn til náttúru, dýra og manna: „guð blessi víða
veröld alstaðar“.)
„Bátssöngur“
(Aría úr The Rake’s Progress)
Fley mitt, bárum blá
nú blítt þú vaggar á
og froðufaldinn klífur;
en loks er í vest-
ri sólin fær sest:
dríf, dríf, dríf
til eyja þar sem yndi er best.
Grænleit grösin þar
svo gróa um eyjarnar
að sorgmædd sálin fer að
minnast í draum,
hve margan straum
ber, ber, ber
að strönd með bernskum stefjaflaum.
Ljón og lamb og geit
án lasta í fögrum reit
og grænum lund þar glettast;
og ljúflega þá
má laufgreinar sjá
létt, létt, létt
þeim strjúka um vonarbjarta brá.
(1952)
(Smákvæði þetta, bátssöngur eða barkaróla, er eitt af íjölmörgum söng-
ljóðum í fornum stíl sem prýða librettó þeirra Audens og Chester Kallmans
að óperu Igors Stravinsky, The Rake’s Progress {Lífiferillglaumgosans eða Rás
hins reikula. Uppfærsla Islensku óperunnar nefnist Flagari í framsókn), og
hið eina þeirra sem Auden tók upp í kvæðasafn sitt.)
fftó/t. á .FSœg/oá - Hann gat ekki hætt að ríma
7i