Jón á Bægisá - 01.02.2007, Page 75
íslandsfór og fleiri kvœði
„Nýárskveðja“
(Byggí á grein eftir Mary J. Marples í Scientific American í janúar
1969)
I dag, þegar venja er að víkja
að vinum nær og fjær,
þá kasta eg á yður kærri
kveðju, þér sýklaþöld,
loftsæknu og loftfirrðu gerlar
sem lifið á húðinni á mér,
og sannlega óska nú yður
öllum gleðilegs árs.
Orlitlum skepnum sem yður
er eg víst kjörlendi gott;
veljið því yður vistar-
verur að smekk: ýmist vötn
og hæðir í svitaholum,
hársverði, nára og þjó,
höfuðsins skuggsæla skóga
eða skrælþurra framhandleggs auðn.
Byggið héruð. Eg skaffa hentugt
hita- og rakastig,
þá fjörva og fitu er þér kjósið,
svo fremi þér gætið þess
að vera sem góðir gestir
og gefa yður ekki á vald
frunsum og fílapenslum,
flösu og bólum og svepp.
Eru veðraföll innan í mér
yður til gagns eða tjóns?
Eru óþrotleg ofviðrin vottur
um andlegar sveiflur mín sjálfs
frá gleði og hástemmdu geði
með grípandi hugsanaflug
til sorgar, þá þungt er í sál mér
og sviplítil tilveran öll?
á - Hann gat ekki hætt að ríma
73