Jón á Bægisá - 01.02.2007, Page 78
W.H. Auden
(Þakkargjörð þessa orti Auden á efri árum til að minnast nokkurra helstu
áhrifavalda sinna á lífsleiðinni. Er kvæðið því að vonum hnýsilegt þeim
sem leikur hugur á að þekkja þess konar skáldlegan skyldleika eða rittengsl
kvæða hans við verk eldri höfunda. Eru þar nefndir ensku skáldin Ihomas
Hardy og Edward Thomas, bandaríska skáldið og góðvinur Thomass,
Robert Frost, þá írska skáldið William Butler Yeats, írska skáldið og rit-
höfundurinn Robert Graves, þýska skáldið og leikritahöfundurinn Bertolt
Brecht, danski guðfræðingurinn og heimspekingurinn Soren Kierkegaard,
ensku rithöfundarnir Charles Williams og C.S. Lewis, rómverska skáldið
Quintus Horatius Flaccus og síðastur þýska skáldið, leyndarráðið og menn-
ingarvitinn Johan Wolfgang von Goethe. Ugglaust munu hér einhverjir
sakna þeirra T.S. Eliots og Rainers Maria Rilke, sem báðir höfðu augljós
áhrif á kvæðagerð Audens, einkum á fyrra skeiði, en kannski hefur Auden
talið þau áhrif svo augljós að óþarft væri að nefna þau.)
Ögmundur Bjarnason íslenskaði og ritaði skýringar.
76
á .ýðjfíífr/oá - Tímarit þýðenda nr. ii / 2007