Jón á Bægisá - 01.02.2007, Qupperneq 90

Jón á Bægisá - 01.02.2007, Qupperneq 90
Ragnar Jóhatmesson Sennilega hefir hann ekki verið ýkja fjáður maður, enda lagði hann nokk- uð í kostnað vegna tíðra langferðalaga, og fast starf hafði hann ekki með höndum, þegar hér var komið sögu. Auk þess var maðurinn sparsamur, eins og enn mun sagt verða. Lögð var áherzla á það, þegar við vorum ráðnir til Audens, að við ættum að vera félagar hans og samfylgdarmenn fremur en túlkar, og má til sanns vegar færa, að það urðum við líka og furðu þol- inmóður var hann líka, þótt enskukunnáttan reyndist stundum af skorn- um skammti. En smeykur er ég um, að einhvern tíma hefði hann lent í vandræðum á ferðalagi sínu, algerlega ókunnugur íslenzkum samgöngu- háttum, kunnandi ekki annað í íslenzku en: „Hvað er klukkan?“ Þrátt fyrir það, að lítil íjárvon væri í Auden, gekk nokkuð greiðlega að útvega honum fylgdarmenn úr hinum fámenna hópi norrænustúdenta. Varð það að ráði, að Olafur Briem færi með honum austur fyrir fjall, en ég norður og austur. (Ólafur hafði lokið meistaraprófi þá fyrir fáum vikum). Mér gekk ýmislegt til að taka þessu tilboði, þótt ekki væri það févænlegt: Hér gafst tækifæri til að kynnast þekktu útlendu skáldi, en hugurinn var mjög við skáldskap á þeim árum: kostur gafst á að hitta gamla kunningja á fornum slóðum og kanna nýjar á Austurlandi; loks var ákveðin stúlka þá austur á Fjörðum, sem mér lék mjög hugur á að finna, og var það ekki sízta ástæðan. Varð að samkomulagi, að ég færi með Auden, dveldist með honum á ýmsum stöðum, en austur á Fljótsdalshéraði áttu leiðir að skiljast, enda ætlaði Auden þá til Reykjavíkur aftur, án viðdvalar. Ólafur Briem kynnti okkur Auden á Stúdentagarðinum eitt sólbjart kvöld, þegar þeir voru komnir úr ferð sinni um Suðurlandsundirlendið. Ekki fannst mér skáldið ýkja mikill fyrir mann að sjá við fyrstu sýn. Hann var að vísu sæmilega hár vexti, en grannur mjög, mátti kallast renglulegur; toginleitur, ekki svipmikill, en þó sérkennilegur, hárið ljóst og lýjulegt. Skáldið tók mér ljúfmannlega, og tókust strax með okkur léttar og óheftar samræður. Hann bauð til wiský-drykkju að Hótel Borg, en áfengissölufyrirkomulagið á Islandi olli honum ekki hvað minnstri furðu og heilabrotum, en þá var ekki hægt að fá keypt vín með löglegum hætti nema í þessu eina húsi á öllu landinu, Hótel Borg, og svo í pottatali í Áfengisverzluninni. — Þetta kvöld ákváðum við Auden ferðaáætlun okkar og brottfararstund. [...] Þegar fundum okkar Audens bar saman, hafði hann nokkuð kynnzt Reykja- vík og fannst lítið til borgarinnar koma, þótti hún lágkúruleg og fábreytileg, bæði að útliti og menningarbrag. Hann hafði að vísu hitt ýmsa þekkta og gáfaða menn, sem honum þótti gott að ræða við, en hann var stöðugt að leita að einhverju sérkennilegu og einkennilegu, mönnum og menningu, og 88 á .í/3r/y/há — Tímarit þýðenda nr. ii / 2007
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.