Jón á Bægisá - 01.02.2007, Side 100
Ragnar Jóhannesson
sér í sígarettu, dró að sér nokkra djúpa reyki og lognaðist svo út af aftur, án
þess að hafa vaknað til fulls, að því er virtist.
Nú fór að styttast í samfylgd okkar Audens, eins og ráð hafði verið
fyrir gert. Hann varð eftir á Egilsstöðum, en ég hélt áfram niður á Fjörðu.
Hann dvaldist nokkra daga á Egilsstöðum og kveður sig hafa fengið þar
beztan mat á þessu landi. Kaupsýslumaður nokkur og fólk hans, sem var
þarna samtímis honum, fór nokkuð í taugar hans; segir hann, að maður
þessi hafi átt nóga peninga, en enga mannasiði. Auden fór fram að Hall-
ormsstað, en síðan niður á Seyðisfjörð og tók sér fari með „Nóvu“ tíl Ak-
ureyrar, og urðum við þá enn samferða.
Hann dvaldist enn nokkuð fram eftir sumri hér á landi, fór ásamt
félaga sínum, MacNeice, upp í Borgarljörð og vestur á firði, en frá þeirri för
kann ég ekkert að segja umfram það, sem stendur í bók þeirra.
Og lýkur hér söguþætti af Auðuni skáldi.
Greinin birtist íyrst íAndvara, 3. hefti 1960.
98
d ,93ay/->á - Tímarit þýðenda nr. ii / 2007