Jón á Bægisá - 01.02.2007, Blaðsíða 101
W H. Auden
Ferð til íslands (1936)
Og sæfarinn óskar: Æ, sé nú hver læknir mér fjarri!
og sjávarnöfn skáldanna fylgjast með honum um borð:
Borgleysa, Otryggur, Svörfuður, Sorgin.
Og Synjun er Norðursins orð.
Og ómælissléttur hins blóðkalda veiðifisks blika,
og brim er í lofti af vængjum svífandi flokks.
Og undir þeim þjótandi, iðandi fána
sér eyjavinurinn loks
hilla undir von sína: og fannblikið nær honum færist,
fjöllin, nakin og seiðsterk, um vornætur dag.
Og undir þeim sandflæmi í ósum fljóta,
sem árskrímsl með blævængslag.
Svo megi hinn ágæti borgari furður hér finna:
íjöll eins og hófspor, eimgos, sem bergrifa spýr,
gljúfur og fossa og hornbjargsins háu
höll, þar sem sjófuglinn býr.
Og höfundur sá, er vill kynna sér kjör manna og háttu:
kirkjustað biskups, sem troðið var niður í sekk,
laug mikils sagnfræðings, klettaey kappans,
sem kvíða langnættið fékk.
Og munið hinn seka, er fákur hans féll og hann mælti:
„Fögur er hlíðin og aftur um kyrrt ég sezt,“
konuna gömlu sem vitnaði: „Eg var þeim
verst, er ég unni mest.“
á .Hdœyáá - Hann gat ekki hætt að ríma
99