Jón á Bægisá - 01.02.2007, Page 102
W.H. Auden
Því Evrópa er fjarri, og einnig þá raunveruleikinn.
Við öræfa- og sögufrægð landsins þeir kaupa sér dvöl,
sem dreymir sitt líf vera í óþökk, til einskis,
og andlitin fölu, sem böl
of heitra tálkossa tærði, á þess öræfum laugast.
En tekst það? Því Heimur og Nútími og Lygi eru sterk.
Og hin örmjóa brú yfir beljandi ána
og bærinn í fjallsins kverk
eru eðlileg virki og herstöðvar héraðarígsins,
sem hollustu þegnsins bindur við merkjastein.
Og í bóndanum þarna, sem berst á hesti
út bakkans vallgrónu hlein,
sig þumlungar líka blóðið á bugðóttum leiðum
og biður um svör, eins og þitt: Finnst ei trúnaður neinn?
Ó, hvað dvelur réttlætið? Hver er gegn mér?
Ó, hví er ég stöðugt einn?
Svo kynnum þá heiminum eyna, hans eltandi skugga,
með oflæti í búningi og versnandi fisksölukjör.
I afdal hvín jazzinn, og æskunnar fegurð
fær alþjóðlegt filmbros á vör.
Því hvergi á vor tími vé þau, er allir unna.
Vor æska ekki neina staðhelgi, verndaðan reit.
Og fyrirheitið um ævintýraeyna
er eingöngu fyrirheit.
Tár falla í allar elfur og ekillinn setur
aftur upp glófa og bíl sinn á vegleysur knýr
í æðandi blindhríð, og emjandi skáldið
aftur að list sinni flýr.
Magnús Asgeirsson þýddi
ioo
á .Ád/'íyájá — Tímarit týðenda nr. ii / 2007