Lifandi vísindi - 04.04.2016, Blaðsíða 12
1
2 3
ÓSONGATIÐ NÁLGAST METIÐ
Gatið í ósonlaginu yfir suðurskautinu
fer heldur minnkandi, til allrar lukku.
En það sveiflast eftir árstíðum. Í
október 2015 mældist það 26 milljón
ferkílómetrar en varð stærst 27 millj-
ón ferkílómetrar árið 2006. Þetta
sýna tölur frá loft- og geimferðamið-
stöð Þýskalands.
Þörungaátvél
hreinsar vatnið
Row-Bot hreinsar sjókvíar eða mengað drykkjarvatn með
brunasellu sem vinnur orku úr þörungum.
TÆKNI
Tvær árar, fjórir flotfætur og ein brunasella.
Þannig útbúinn rær nýr smáróbóti, nefndur
Row-Bot, um yfirborðið og hámar í sig þörunga,
án þess að þurfa nokkru sinni viðbótarhleðslu.
Þetta er hugmynd breskra vísindamanna
um hvernig megi hreinsa vatn sjálfvirkt og án
utanaðkomandi orku. Inni í tækinu eru bakteríur
sem gleypa í sig alla þörunga sem til þeirra ber-
ast með vatnsstraumnum.
Bakteríurnar skila orku úr þörungaátinu í
formi rafmagns sem tækið nýtir til að hreyfa
árarnar og þannig er Row-Bot nokkurs konar
eilífðarvél sem getur endalaust haldið áfram að
hreinsa, t.d. tjarnir í almenningsgörðum eða sjó-
kvíar, án þess að þurfa nokkurn tíma að taka
eldsneyti.
Opinn „munnur“
Gegnum opinn munn
streymir vatn óhindrað inn.
Rafmótorinn rær
Lítill rafmótor fær orkuna frá
bakteríum í brunasellunni.
Brunasella
Innan við munninn er bruna-
sella full af bakteríum sem
éta þörunga og framleiða
rafmagn.
ÁR
OPINN „MUNNUR“
FLOTHOLT
UN
IV
ER
SI
TY
O
F
BR
IS
TO
L
DL
R
Row-Bot flýtur á fjórum flotholtum og
árar knýja hann áfram.
LOKAÐUR „MUNNUR“
Print: steenh Status: 750 - Sprog godkendt Layout:SH
Red.sek:KKI