Lifandi vísindi - 04.04.2016, Síða 13

Lifandi vísindi - 04.04.2016, Síða 13
Loft innan fárra mínútna Ilmur af mentól og eukalyptus Andaðu með nefinu Otrivin Menthol ukonserveret, nefúði, lausn. Inniheldur xýlómetazólínhýdróklóríð. Ábendingar: Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Otrivin Menthol 1,0 mg/ml er ætlað fullorðnum og börnum eldri en 12 ára. Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum, lengst í 10 sólarhringa og ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring. Fyrir fyrstu notkun á að ýta 4 sinnum á úðarann til að undirbúa dæluna. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Frábendingar: Ofnæmi fyrir xýlómetazólíni eða einhverju innihaldsefnanna. Ekki má nota Otrivin Menthol eftir heiladingulsnám, skurðaðgerðir um nef/munn, hjá sjúklingum með þrönghornsgláku eða nefslímubólgu með óeðlilega þurri nefslímhúð eða með slímhúðarvisnun. Varnaðarorð og varúðarreglur: Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, ert með skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, hjarta og æðasjúkdóma, slagæðargúlp, erfiðleika við þvaglát, æxli í nýrnahettum, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Má ekki nota handa börnum yngri en 12 ára og ekki lengur en í 10 sólarhringa. Sérstaklega skal gæta þess að fara ekki yfir ráðlagðan skammt hjá börnum og öldruðum. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Otrivin-Andadu-A4.indd 1 03/02/16 11:26 | Lifandi vísindi | 4 · 2016 NÝTT ERINDI BÆTIST VIÐ ÆVAFORNT KVÆÐI Það hljóp á snærið hjá safni í Írak, þegar ákveðið var að kaupa 2.500 ára gamla leir- töflu af smyglara. Fleygrún- irnar reyndust varðveita óþekkt erindi af hinu fræga Gilgameshkvæði sem telst elsta bókmenntastórvirki sögunnar. Erindið lýsir dýralífi og hljóðum í skóg- um guðanna. Þorskar gleypa fugla í heilu lagi Kyrrahafsþorskurinn hefur komist upp á lag með að hrifsa sjófugla á borð við dvergálku í köfunarferð. Þorskur, ufsi og krabbar Dutch Harbor ALASKA KANADA DÝRAFRÆÐI Fuglar éta fiska en hitt er óvæntara að fiskar skuli éta fugla. Verkafólk í fiskvinnslu í Dutch Harbor í Alaska uppgötvaði fyrir nokkru bæði fjaðrir og fuglabein í þorskum sem verið var að vinna í vinnslunni. Strax var brugðist við, magainnihaldið fryst og síðan afhent vísndamönnum hjá sjávarlíf- fræðistofnun Alaska og Alaskaháskóla og þeir hafa nú slegið því föstu að Kyrrahafsþorskurinn sé sólginn í fiðurfé. Alls fundu vísindamennirnir leifar 74 fugla í þorskamögum. Þetta reyndust alls fimm fugla- tegundir sem allar kafa eftir fæðu. Algengust var dvergálka, lítill, svartur sjófugl og duglegur kafari. En köfunarferð eftir átu reyndist sem sagt stund- um snúast upp í köfunarferð niður í þorskmaga. ERFIÐAR AÐSTÆÐUR Í BARENTSHAFINU Fiskarnir veiddust utan við Dutch Harbor, lítið þorp á eyjunni Amaknak í Barentshafi. Þorpið byggir tilvist sína nær eingöngu á fisk- og krabbaveiðum en þarna eru gjöful mið. Aðstæður eru þó erfiðar og þetta eru meðal hættu- legustu fiskimiða í heimi. 1.000 m undir yfirborðinu fann Microsoft-stofnandinn Paul Allen loksins herskipið Musashi sem sökk 1944. SA DI E UL M AN /A LA SK A SE AL IF E CE N TE R OS AM A SH UK IR M UH AM M ED A M IN PE TE R W AR D/ UN IV ER SI TY O F W AS H IN GT ON – Papúa Nýja Gínea Sjaldgæfur, lifandi steingervingur Þegar líffræðingurinn Peter Ward kafaði nýlega undan strönd Papúa Nýju Gíneu í Vestur- Kyrrahafi, rakst hann á afar sjaldgæfan kolkrabba. Nautilus er eini núlifandi kolkrabbinn sem enn býr í sams konar kuðungsskel og forfeðurnir notuðu þegar risaeðlurnar voru uppi. Á ÞESSUM HNETTI 12 NÝ ÞEKKING

x

Lifandi vísindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lifandi vísindi
https://timarit.is/publication/1174

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.