Lifandi vísindi - 04.04.2016, Page 18

Lifandi vísindi - 04.04.2016, Page 18
 4 · 2016 | Lifandi vísindi | Mikkel Meister Vitvélmaurar líkja eftir maurum og leysa verkefnin sameiginlega. Maurar eru vinnualkar náttúr- unnar og taka allir saman þátt í nákvæmlega skipulagðri vinnu maurabúsins. Þessi sérstaða veitti þýskum vísindamönnum innblástur til að skapa vélmaur- inn BionicANT. Vélmaurarnir vinna vel saman og geta t.d. sameinast um að flytja hlut úr stað. Algoriþmi, sem stýrir maurun- um, ákvarðar hegðun hvers og eins út frá stöðu hans við til- teknar aðstæður. Hver maur fylgist með eigin staðsetningu og hlutnum sem á að færa með þrívíðum steríó- myndavélum í augum og sjón- skynjara á búknum. Vélmaurarnir tjá sig hver við annan með útvarpsboðum og skýra þannig frá eigin staðsetn- ingu. Þannig geta maurarnir sjálfir ákvarðað hvernig auð- veldast sé að færa hlutinn með samstilltu átaki. Þannig geta tveir maurar togað og sá þriðji ýtt en þeir gætu líka allir togað eða allir ýtt. Vísindamennirnir gera sér vonir um að samstarfshæfni vélmauranna megi í framtíðinni nýta í iðnaðarþjarka sem þannig gætu leyst fleiri og flóknari verkefni. Vélmaurar leysa verkefni saman Tölvuflaga reiknar staðsetningu maursins. Tvær hleðslurafhlöður með 7,2 volta straum duga í 40 mínútur áður en maurinn þarf að fara í hleðslu. Maurar færa hlut úr stað. Einn togar og tveir ýta. LÍKAMSLENGD: 15 sentimetrar. ÞYNGD: 105 grömm. VIÐFANG: Að skapa greindaralgoriþma. TILGANGUR: Hópefli maura gæti aukið samstarfs- hæfni iðnaðar- þjarka. FESTO MAURAR Innblástu r: Print: stkp Status: 5 - InDesign Tem plate Layout: Red.sek:  17

x

Lifandi vísindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lifandi vísindi
https://timarit.is/publication/1174

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.