Lifandi vísindi - 04.04.2016, Blaðsíða 35
LÍFEÐLISFRÆÐI
Blóðflokkur 0 sigrar
M Ó T E F N I S VA K A R Á R A U Ð U M B L Ó Ð K O R N U M
B L Ó Ð F L O K K A R
M Ó T E F N I Í B L Ó Ð V Ö K VA
E I N K E N N I B L Ó Ð F L O K K A
0 er ofurgjafi
Blóðflokkur 0 hefur fengið
nafn sitt þar sem rauðu
blóðkorn hans bera enga
mótefnisvaka sem er að
finna í AB0-kerfinu. Því
eru gjafarar með blóðflokk
0 gulls ígildi fyrir blóð-
banka sem geta gefið rauð
blóðkorn þeirra öllum
sjúklingum.
AB tekur við öllu
Ef þú ert með blóðflokk AB
hefur þú ekkert að óttast
þurfir þú einhvern tíma á
blóði að halda. Á rauðu blóð-
kornunum er að finna bæði
mótefnisvaka A og B og því
myndar blóðið ekki mótefni
gegn öðrum blóðflokkum.
A og B passa ekki saman
Rauðu blóðkornin þín hafa meira í farangrinum en súrefni. Á
yfirborði þessara skífulaga frumna sitja mótefnisvakarnir –
prótín og sykrur – sem ráða blóðflokkinum. Segja má að rauðu
blóðkornin séu þakin fjórum mögulegum gerðum af sykrum
sem mynda blóðflokkana A, B, 0 eða AB. Ónæmiskerfi líkamans
myndar mótefni gegn öllum sykrum sem það þekkir ekki sjálft
frá eigin rauðu blóðkornum. Því getur verið lífshættulegt að fá
blóð frá gjafara með framandi sykrur. Flokkur A hefur mótefnis-
vaka A á sínum frumum og myndar mótefni gegn blóðflokki B.
Mótefnisvaki B
Mótefnisvaki B
Mótefnisvaki A
Mótefnisvaki A
Engir mótefnisvakar
Manneskjur með blóðflokk AB
mynda ekki mótefni gegn hinum
þremur afbrigðunum og geta því
tekið við blóði frá bæði A, B og 0.
Mótefni gegn
blóðflokki B
Mótefni gegn
blóðflokki B
Mótefni gegn
blóðflokki A
Mótefni gegn
blóðflokki A
A B AB 0
| Lifandi vísindi | 4 · 2016
SHUTTERSTOCK
SH
UT
TE
RS
TO
CK
K rabbamein, minnistap og hjartasjúk-dómar er nokkuð sem getur hrjáð menn eftir því sem þeir eldast. En ef
blóðflokkur þinn er 0 getur þú varpað
öndinni léttar. Vísindamenn hafa nefnilega
útnefnt blóðflokk 0 þann öflugasta af blóð-
flokkunum. Skiptingin í AB0-kerfið byggir á
því að rauðu blóðkornin eru með yfirborð
þakið af mismunandi sykrum. Læknarnir
greina á milli þeirra þegar þeir velja blóð til
blóðgjafar. Nú hafa byltingarkenndar rann-
sóknir leitt í ljós að fólki með blóðflokk A, B
og AB er 15% hættara við að deyja úr hjarta-
og æðasjúkdómum heldur en þeim sem eru
með flokk 0. Og sá virðist einnig veita nokkra
vörn gegn krabba. Önnur athyglisverð rann-
sókn sýnir að fólki með blóðflokk AB er allt
að 82% hættara við að fá minnisglöp en fólki
með aðra blóðflokka. Skýring vísindamanna
er sú að blóðflokkurinn ákvarði hvernig
blóðið storknar og myndar blóðtappa og að
sumir blóðflokkar setji ónæmiskerfið í yfir-
vinnu þannig að líkaminn myndar smám
saman krabba.
Blóðflokkarnir hafa verið nokkur ráðgáta allt frá því að þeir uppgötvuðust árið 1901. Nú sýn-
ir rannsókn nokkur að blóðflokkur manna skiptir máli varðandi hvort viðkomandi sé hætt
við tilteknum sjúkdómum. Og einn blóðflokkur er magnaðri en allir aðrir.
34