Lifandi vísindi - 04.04.2016, Page 36

Lifandi vísindi - 04.04.2016, Page 36
BNA OG EVRÓPA GEFA MEST BLÓÐ Lönd þar sem tekjur eru miklar gefa að jafnaði meira blóð en fátækari lönd. BNA og Evrópa gefa næstum 37 skammta af blóði fyrir hverja þúsund íbúa meðan Brasilía, Rúss- land og Ástralía gefa um 12 skammta á hverja þúsund. Í Indlandi og flestum Afrískum löndum eru einungis 4 gjafarar fyrir hverja þúsund íbúa. BLÓÐFLOKKAR DREIFAST Á ÓLÍKAN HÁTT UM LÖNDIN Blóðflokkarnir fjórir dreifast ekki jafnt yfir heiminn. Í Suður-Ameríku er að finna marga með blóðflokkinn 0 meðan tiltölulega margir Asíubúar eru með blóðflokk B. SJALDGÆFIR BLÓÐFLOKKAR REYNA Á LÆKNANA Fyrir langflest okkar er nóg fyrir læknana að vita hvernig blóð okkar passar inn í blóð- flokkakerfið AB0- og rhesus-kerfið. En hjá afar litlum hluta íbúa getur blóð- gjöf reynst mjög örðug. 0,04% af íbúum heims eru nefnilega með hinn sjaldgæfa blóðflokk Vel og fái þeir blóð frá gjafara sem tilheyrir hinum 99,96% er líf þeirra í hættu. Ef einn af þessum óheppnu einstak- lingum þarf á blóði að halda þurfa læknarnir að leita í alþjóðlegum skrám yfir birgðir blóðbanka sem geta jafnframt sent milli landa. Í norðurhluta Svíþjóðar eru tiltölu- lega margir íbúar með þennan fá- gæta blóðflokk. Vísindamenn upp- götvuðu Rhesuskerfið árið 1937 þegar þeir sprautuðu blóði úr rhesusöpum í kanínur. DREIFING BLÓÐ FLOKKA Í HEIMINUM AB 5% O 41% B 22% A 32% 4 · 2016 | Lifandi vísindi | SH UTTERSTOCK Print: m v Status: 750 - Sprog godkendt Layout:M V Red.sek:RIJ  35

x

Lifandi vísindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lifandi vísindi
https://timarit.is/publication/1174

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.