Lifandi vísindi - 04.04.2016, Blaðsíða 41

Lifandi vísindi - 04.04.2016, Blaðsíða 41
arg min S k ∑∑ i = 1 x ∈si || x - μi || 2 TÖLVUR stungið upp á nýjum myndum, tónlist eða bókum. Uppástungurnar grundvallast á fyrri áhugasviðum þínum og taka þær meira að segja mið af því hvernig áhugi hvers og eins breytist með tímanum. Afraksturinn er sá að tölvuforritin eru nú langtum flinkari við að róta í gegnum feiknarlegt magn upplýsinga og finna tilteknar niðurstöður eða mynstur í hundrað þúsundum eða milljónum afbrota. Þau forrit sem sjá um veðurspárnar og sem fyrirtæki nýta sér á fjármálamarkaði virka með sambærilegum hætti. Öll kerfin nýta upplýsingar úr fortíðinni til þess að segja fyrir um hvernig eitthvað kerfi – t.d. af- brotin – muni haga sér á morgun. Algrím flokkar atburðina Í New York einni saman voru árið 2014 framin meira en 100.000 afbrot; þ.e. rán, líkamsárásir, nauðganir, bílþjófnaðir og önnur lögbrot. Forvirka lögreglueftirlitið spáir fyrir um framtíðina með því að flokka heilt haf af gögnum: Auk gerðar lögbrotsins þurfa kerfin einnig að þekkja til kyns afbrotamannsins, aldurshóps, kyns fórnarlambsins og jafnvel þjóðarbrot, ásamt tíma afbrotsins og stað- setningu í borginni. Vopnað öllum þessum upplýsingum getur algrímið flokkað gögn sem minna hver á önnur innan tiltekinnar landfræðilegrar afmörkunar. Fyrir hvert upp- lýsingamagn munu finnast punktar – sam- svarandi lögbrotum – sem liggja sérlega ná- lægt hver öðrum í tíma og rúmi og mynda því eins konar heitan reit: Stað þar sem tiltölu- lega mörg afbrot hafa átt sér stað innan til- tekins tímaramma. Svæðið er þá merkt sem Algrím finna miðju afbrotsins Jöfnurnar á bakvið forsagnirnar flokka gerðir afbrota með því að reikna út miðju á tilteknu svæði með hliðsjón af t.d. þjófnaði. Það þarf gríðarlega reiknigetu til að finna miðpunkta í heilum skóg af því sem virðist vera tilfallandi upplýsingar. Þegar afbrotin eru flokk- uð í hópa afhjúpar fjöldi þeirra í hvaða hópi hættan er mest á nýju afbroti. S er magn af K hópum k er fjöldi hópa. Hópur er stað-bundinn fjöldi af tiltekinni gerð afbrota, t.d. innbrotum, þjófnaði eða nauðgunum. i er fjöldi útreikn-inga sem byrja með 1 og enda með k. ∑∑ Sigmatáknin vísa í allar þær fjarlægðir sem algrímið finnur. Fyrir hvert X reiknast fjarlægð til óþekktrar miðju, µi. Algrímið færir µi til þar til samanlögð fjarlægð frá öllum afbrotunum til miðjunnar er eins lítil og kostur er (arg min). x er afbrot sem tilheyrir stærðinni Si (x ∈Si). μi er óþekkt miðja í hópnum Si. Heitir reitir staðsettir Forritin nýta oft reikningsaðferð sem nefnist „K-means clustering“ til að flokka tilteknar gerðir afbrota, t.d. þjófnaði og líkamsárásir. Þannig myndast nokkrir hópar með sambærilegum afbrotum. Fá afbrot eru þannig greind í ljósum litum meðan dökkir litir vísa til auk- innar hættu á afbrotum. Algrímið spýtir út tölu Svokölluð smættunarregla er nýtt til þess að framkalla stærfræðilega forsögn um hvar næsta afbrot muni eiga sér stað. For- sögnin gæti t.d. hljóðað: „Miklar líkur eru á því að sjö innbrot eigi sér stað á Nørrebro í Kaupmannahöfn í næstu viku. Hættan á því að innbrotin verði milli 3 og 12 er 90%.“ FORSAGNIR UM HAND- TÖSKUÞJÓFNAÐ Í WAS- HINGTON D.C. Handtöskuþjófnaðir í júní – júlí 2008 Svæði sem forritið metur áhættusömust varðandi töskuþjófnaði skv. gögnum frá júní – júlí. Handtöskuþjófnaðir í ágúst – september 2008 4 5 AN N H ER M ES /A P/ PO LF OT O PETER BORISSOW
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Lifandi vísindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lifandi vísindi
https://timarit.is/publication/1174

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.