Lifandi vísindi - 04.04.2016, Page 49
| Lifandi vísindi | 4 · 2016
DÝR
SAUR Í VARNARSKYNI
Úrgangur skjaldbjöllulirfunnar er notaður til að fæla
burtu soltin rándýr. Lirfan festir saurinn annað hvort við
bakið á sér með sveigjanlegum, uppréttum endaþarm-
inum og líkist þannig einna helst gangandi skítahaug,
ellegar hún festir saurinn með sérlegri töng aftast á
búknum sem gerir henni kleift að veifa illa lyktandi
skítahrúgunni framan í óvini sína. Gyðlur frauðtifunnar
beita svipaðri aðferð en þær íklæðast eins konar vernd-
arhólk úr saur. Gyðlurnar blása lofti gegnum skítinn með
þeim afleiðingum að hann fyllist af loftblöðrum og
freyðir. Gyðlurnar eru inni í miðjunni, þar sem þær eru
vel varðar gegn fuglum sem missa fljótt matarlystina.
Lirfur íklæðast
brynjum úr saur
Gammar eru hræætur og verja
mestöllum tíma sínum hoppandi
á og í hálfúldnum hræjum og fyrir
vikið eru fæturnir stöðugt þaktir
varasömum bakteríum. Þetta hefur
ekki mikil áhrif á fullorðnu fuglana
en ungarnir eru viðkvæmari og í
meiri hættu. Gammarnir uppræta
bakteríuvandann með því að skíta
á lappirnar á sér áður en þeir fljúga
heim. Saurinn drepur bakteríurnar
og tryggir ungana.
Marabústorkur skítur á fótleggi
sína og fæturna þótt ástæðan sé
raunar sú að hann notar saurinn til
að kæla sig. Fugladritið er tiltölu-
lega fljótandi og þegar vökvinn
gufar upp kólnar næsta umhverfi
hans, þ.e. blóðið í fótum fuglsins.
Þegar blóðið svo streymir upp í búk
fuglsins kælist hann allur.
Saur er unnt að sjá og þefa uppi og fiðrildalirf-
ur losa sig við mikinn skít. Fyrir vikið gæta þær
þess að skilja úrganginn eftir í töluverðri fjar-
lægð frá sjálfum sér. Lirfur þverhausafiðrilda
hafa þróað með sér einstakan rakettumaga. Í
hvert sinn sem þær hafa hægðir mynda þær
svo mikinn þrýsting inni í búknum að þær
geta skotið skítnum um langa vegalengd, líkt
og skotið sé úr byssu. Skíturinn lendir á stað
sem er allt að 40 líkamslengdum frá fiðrildinu
sem gerir það að verkum að óvinurinn finnur
ekki lirfuna og étur hana því ekki.
Gammar sótt-
hreinsa lapp-
irnar með skít
Rakettumagi leynir
fiðrildalirfu
Gammar eru sífellt með fæturna í rotnunarbakteríum
sem eru fjarlægðar með sótthreinsandi skít.
Lirfur þverhausafiðrilda skilja úrganginn
eftir í rösklega eins metra fjarlægð.
Skjaldbjöllulirfan
notar sveigjanlegan
endaþarm sinn til að
festa illa þefjandi skít
við bakið.
Fótur með saur
á
AL
AM
Y/
IM
AG
ES
EL
EC
T
W
. L
YN
CH
&
ZZ
A
US
CA
PE
/G
ET
TY
IM
AG
ES
M
. A
N
D
I. D
. W
AL
LA
CH
/
SP
L
GE
OR
GE
G
RA
LL
/G
ET
TY
IM
AG
ES
Sveigjanlegur
endaþarmur
48