Lifandi vísindi - 04.04.2016, Page 54

Lifandi vísindi - 04.04.2016, Page 54
 4 · 2016 | Lifandi vísindi | Fall á reiðhjóli, fastur bolti í höfuðið eða árekstur við lágan dyrakarm. Högg þessi hrista heilann og geta leitt til skorts á einbeitingu og minnkaðri andlegri getu í nokkra daga eða jafnvel vikur. En þrátt fyrir að mað- ur finni vel fyrir slíkum einkennum á eigin líkama verður heilinn fyrir mun langvinnari áhrifum. Um áraraðir geta afleiðingarnar af jafnvel minniháttar heilahristingi magnast upp og verði maður svo óheppinn að fá enn eitt höfuðhögg geta afleiðingarnar verið skelfilegar. Þúsundir af bandarískum fótboltaleik- mönnum hafa eftir langan feril greinilega fundið fyrir hvernig þessi ofbeldisfulla íþrótt setur greinilegt mark sitt á frammistöðu heil- ans. Niðurstöður úr bandarískri rannsókn frá árinu 2015 sýna að því fyrr sem leikmenn hefja æfingar á þessari íþróttagrein, þess alvarlegri geta afleiðingarnar verið: Tauga- læknirinn Robert Stern við Boston University komst að því að sá sem byrjar æfingar við 12 ára aldur má eiga von á 8% lægra skori í greindarvísitöluprófi hvað varðar mál og stærðfræði en hjá þeim sem byrja mun seinna. Getan til að gera flóknar áætlanir og bara yfirleitt að einbeita sér að tilteknu viðfangsefni getur orðið allt að 13% minni. Heilastöðvar rýrna En fótboltamenn eru hreint ekki þeir einu sem eiga á hættu að fá alvarlegan krónískan skaða af völdum heilahristings. Hvers konar íþróttaiðkun leiðir til um einungis 20% af öll- um heilahristingum meðan fall og bílaá- rekstrar hafa mun fleiri tilvik á samviskunni. Börn og unglingar er síðan sérstakur áhættu- hópur, þar sem þau lifa almennt hættulegra lífi vegna uppátækja sinna. Mesta hættan felst þó í að verða endurtek- ið fyrir höfuðhöggum, óháð því hvort þau eru svo léttvæg að maður taki nánast ekki eftir neinum einkennum í kjölfar þeirra. Þegar málum er svo háttað fer heilavefurinn nefni- lega að hrörna. Einn af öðrum deyja taug- ungarnir í m.a. ennisblöðunum, þar sem æðri hugsun fer fram, og einnig í drekanum þar sem geymsla minninga fer fram. Fyrirbæri þetta er nefnt Chronic Traumatic Encephalopati eða einfaldlega CTE. Með því að vega heilann hjá látnum sjúklingum hefur Robert Stern reiknað út að þyngd hans getur fallið niður undir 1 kg meðan eðlilegur heili vegur jafnan um 1,5 kg. Í annarri rannsókn frá árinu 2015 mældi taugasálfræðingurinn C. Munro Cullum við University of Texas Gorm Palmgren Króníski sjúk- dómurinn CTE leiðir til stöðugt fækkandi taugunga í heilanum. Heilastúka og mandla rýrna sem dregur úr greind sjúklings. Heilahristingur skaðar tvisvar sinnum Höfuðhögg veldur oft tvöföldum skaða þar sem hann hristir heilann þannig að hann skellur á höfuðkúpunni á tveimur stöðum. Heilinn liggur í verndandi vökvahjúp. Við höfuð- högg skellur hann fyrst á innanverðri höfuðkúp- unni við árekstrarstað. Eftir þetta skellur heilinn fram á við á gagnstæðum stað. Við bæði höggin gegn höfuðkúpunni rifna í sundur smáæðar meðan við- kvæmir taugaþræðir inni í heilanum togna og snúast með tilheyrandi skaða. Meiðslin breyta jafnvægi jóna, boðsameinda og næringarefna í heilanum. Þetta leiðir til eins konar orkuskorts sem að hluta til lamar efna- skipti heilans og drepur taugunga. 1 2 4 3 Í amerískum fótbolta eru höfuðhögg mjög algeng og geta leitt til sjúkdómsins CTE. Verndandi vökvi Höfuðkúpan Heilinn Æð ANN C. MCKEE/UNI OF BOSTON CLAUS LUN AU BILL FRAKES/ SP. ILLUS./GETTY IMAGES Fyrsti höggstaður Annað höfuðhögg Print: m ea Status: 750 - Sprog godkendt Layout:M EA Red.sek:M KP EÐLILEGUR HEILI SJÚKUR HEILI  53

x

Lifandi vísindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lifandi vísindi
https://timarit.is/publication/1174

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.