Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Qupperneq 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Qupperneq 9
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 2010 5 Það er auðvelt að taka tillit til sjúklings sem er með augljósa verki eða þarf að nota hjólastól en að sama skapi auðvelt að gleyma fötlun sem sést ekki. Í grein í þessu tölublaði kemur fram að líklega er tíundi hver Íslendingur með talsverða heyrnarskerðingu. Tökum við tillit til þess á heilbrigðisstofnunum? Það virðist ekki vera. Eins og kemur fram í greininni eru til dæmis tónmöskvar nánast óþekktir á heilbrigðisstofnunum. (Þá vantar víðar, í Íslenskri orðabók eru 43 orð sem byrja á tón­ en ekki tónmöskvi.) Á móttökum er starfsfólkið gjarnan bak við gler og þess vegna eiga heyrnarskertir mjög erfitt með að heyra hvað sagt er. Fleiri slík atriði eru reifuð í greininni. Það er gott framtak hjá Heyrnarhjálp að benda á þetta og mættu fleiri sjúklingasamtök gera sams konar úttektir. Til eru fyrirtæki sem bjóða upp á úttekt á aðgengi og ættu heilbrigðisstofnanir, eins og aðrar stofnanir ásamt einkafyrirtækjum, að líta á það sem sjálfsagðan hlut að hafa þessi mál í lagi. Ég geri ráð fyrir að nýr háskólaspítali verði hannaður með aðgengi í hávegum. Nú er kreppa í kjölfar bankahruns og kreppa leiðir af sér átök. Boðaður er niðurskurður og vitað er að ríkið þarf að spara enn meira á næstu árum. Á slíkum tímum þarf gott eftirlit en það er einnig skorið niður. Þá hafa verið lagðar til breytingar á heilbrigðislögum sem kunna að breyta stöðu hjúkrunarfræðinga verulega og skerða öryggi sjúklinga. Óvissan fer illa með fólk og reynslu­ og þekkingarleysi stjórnenda hvað varðar kreppustjórnun veldur því að þeir eiga erfitt með að takast á við ástandið. Það er því ljóst að ástæða er fyrir Tímarit hjúkrunarfræðinga að fylgjast vel með og upplýsa lesendur um gang mála. Í þessu tölublaði er fjallað um fjárframlög Landspítala og um boðaðar breytingar á heilbrigðislögum. Í ár eru 100 ár síðan Florence Nightingale lést. Hún er ein af okkar stóru hetjum og vel þess virði að halda upp á það. Í þessu tölublaði er kynnt bók um Florence Nightingale og seinna á árinu koma fleiri greinar. Það er ljóst að flestir hjúkrunarfræðingar vita í raun lítið um Florence Nightingale en hún var á margan hátt stórbrotin manneskja sem gaman er að kynnast betur. Tvenn aldamót hafa liðið síðan hún var sem virkust en mörg skilaboð hennar til okkar hljóma enn eins og glæný. Tímarit hjúkrunarfræðinga Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 6405 Bréfsími 540 6401 Netfang christer@hjukrun.is Vefsíða www.hjukrun.is Útgefandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Ritstjóri og ábyrgðarmaður Christer Magnusson Ritstjórnarfulltrúi Sunna K. Símonardóttir Tekið er á móti efni til birtingar á netfanginu christer@hjukrun.is. Leiðbeiningar um ritun fræðslu­ og fræðigreina er að finna á vefsíðu tímaritsins. Ritnefnd: Ragnheiður Alfreðsdóttir, formaður Auðna Ágústsdóttir Brynja Ingadóttir Dóróthea Bergs Herdís Sveinsdóttir Hildur Magnúsdóttir Sigríður Skúladóttir Ráðgjafi vegna handrits í ritrýni: Árún K. Sigurðardóttir Fréttaefni: Aðalbjörg Finnbogadóttir, Christer Magnusson, Jón Aðalbjörn Jónsson Ljósmyndir: CDC/ C.S. Goldsmith og A. Balish, Christer Magnusson, Fríða Björnsdóttir, Ingibjörg Árnadóttir, Jean Gagnon, Jim Gathany, Sigurður Bogi Sævarsson o.fl. Próförk: Ragnar Hauksson Auglýsingar: Þórdís Gunnarsdóttir, sími 866 3855 Hönnun: Þór Ingólfsson, grafískur hönnuður, FÍT Prentvinnsla: Litróf Upplag 4000 eintök Pökkun og dreifing: Pósthúsið AÐGENGI Á HEILBRIGÐISSTOFNUNUM Það er ástæða til að íhuga hversu vel er hugsað um aðgengi á mörgum heil brigðis­ stofnunum. Undanfarin ár hefur margt gott verið gert til þess að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða en margs konar fötlun er falin og margir sjúkdómar sjást ekki utan á fólki en geta samt hamlað aðgengi þess. Christer Magnusson. Ritstjóraspjall Bankastræti 7 • 101 Reykjavík Sími: 510 6100 • Fax: 510 6150 sereign@lsr.is • www.lsr.iswww.lsr.is Hlutverk LSR er að taka á móti iðgjöldum sjóðfélaga og ávaxta þau í sameiginlegum sjóði til að greiða elli-, örorku-, maka- og barnalífeyri. Séreign LSR tekur við frjálsum viðbótarsparnaði sjóðfélaga. Hvort sem þú greiðir í A- eða B-deild LSR ætti framlag í Séreign LSR að vera eðlileg viðbót. Á vef LSR, www.lsr.is, geta sjóðfélagar nálgast yfirlit og séð heildarstöðu lífeyrisréttinda sinna og iðgjaldaskil launagreiðenda. Traustur sjóður, örugg samfylgd

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.