Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Blaðsíða 12
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 20108
voru 634 (65%) og úr þeim voru unnar
upplýsingar um áreiðanleika, réttmæti
og aðra þætti sem eru mikilvægir fyrir
góð mælitæki. Áreiðanleiki reyndist vera
góður (Chronbachsalfa 0,88 fyrir listann
í heild og 0,690,80 fyrir undirflokka
listans). Réttmæti innihalds var fengið
með skoðun sérfræðinga (Benzein
o.fl., 2008a). Rannsókn höfunda listans
leiddi í ljós áhugaverðar niðurstöður.
Þar kom fram að kyn og lífaldur hefur
áhrif á viðhorf til fjölskylduhjúkrunar.
Kvenkynshjúkrunarfræðingar með
langa starfsreynslu höfðu jákvæðara
viðhorf en karlkynshjúkrunarfræðingar
og hjúkrunarfræðingar með stutta
starfsreynslu. Einnig hafði fyrri reynsla af
veikindum í fjölskyldunni áhrif á viðhorf
(Benzein o.fl., 2008b).
Fljótlega eftir heimkomu íslensku
hjúkrunar fræðinganna af fjölskyldu hjúkr
unarráðstefnunni, eða sumarið 2005, var
ákveðið að fara af stað með gæðaverk
efni til að efla fjölskylduhjúkrun á barna
sviði Landspítala. En hvernig átti að
mæla hvort átaksverkefnið hefði eitthvað
að segja? Það skipti miklu máli að geta
metið árangur verkefnisins. Þá kom upp
í hugann sænski spurningalistinn um
viðhorf starfsmanna til fjölskylduhjúkrunar.
Kannski gæti hann gagnast til að svara
spurningunni: „Er hægt að hafa áhrif
á viðhorf með fræðslu?“ Talið var að
sænski spurningalistinn væri raunhæfur
kostur sem mælitæki í þessu verkefni
þar sem hann hafði verið saminn í
menningarsamfélagi svipuðu og á Íslandi
og einnig vel prófaður sem mælitæki.
Spurningalistinn
FINCNA er spurningalisti í 33 atriðum.
Í sjö spurningum er spurt um bakgrunn
þátttakanda eins og kyn, aldur, stefnu
vinnustaðar varðandi fjölskylduhjúkrun
og reynslu þátttakanda af alvarlegum
veikindum fjölskyldu sinnar. Þá er spurt
hvað langt er síðan viðkomandi lauk
námi (í sinni starfsgrein) og við hvers
konar heilbrigðisþjónustu viðkomandi
hafi unnið. Viðhorf þátttakenda eru síðan
metin með 26 spurningum.
Viðhorfsspurningum er skipt í 4 flokka
(sjá töflu) og mynda þannig undirflokka
spurningalistans. Fyrsti flokkur, sem
kallast Fjölskyldan sem þátttakandi,
endurspeglar hversu jákvæðir þátt
takendur eru gagnvart fjölskyldum og
nærveru fjöl skyldunnar í umönnun. Í öðrum
flokki, Góð samskipti við fjölskylduna,
er spurt um mikilvægi þess að vita
hverjir tilheyra fjölskyldu skjólstæðinga og
mikilvægi góðra tjáskipta við fjölskylduna.
Þriðji flokkurinn nefnist Fjölskyldan sem
byrði og endurspeglar neikvæð viðhorf
gagnvart fjölskyldum. Í fjórða flokknum,
sem kallast Eigin úrræði fjölskyldu, er spurt
Flokkun spurninga um viðhorf til fjölskylduhjúkrunar
Flokkur 1. Fjölskyldan sem þátttakandi í umönnun
Nærvera fjölskyldu léttir mér störfin
Nærvera fjölskyldu veitir mér öryggistilfinningu
Nærvera fjölskyldu er mér mikilvæg sem hjúkrunarfræðingi
Fjölskyldan ætti að eiga þess kost að taka virkan þátt í umönnun sjúklings
Gefa ætti fjölskyldu kost á að taka virkan þátt í áætlun um umönnun sjúklings
Góð samskipti við fjölskyldu sjúklings auka starfsánægju mína
Samskipti mín við fjölskyldur veita mér þá tilfinningu að ég sé að gera gagn
Fjölskyldur veita mér mikilvæga þekkingu sem nýtist mér vel í starfi
Nærvera fjölskyldu er einnig mikilvæg fyrir fjölskylduna sjálfa
Mikilvægt er að sinna fjölskyldum
Flokkur 2. Góð tjáskipti/samskipti við fjölskyldu
Ég gef fjölskyldu kost á samræðum við útskrift
Þegar mér er falinn sjúklingur til umönnunar, fer ég strax fram á það við fjölskyldu hans að hún taki þátt í samræðum
Ég leita mér alltaf upplýsinga um fjölskyldu sjúklings
Ég gef fjölskyldu kost á að ræða um breytingar á líðan sjúklings
Ég gef fjölskyldu kost á að leggja sitt til málanna þegar ég er að gera hjúkrunaráætlun
Mikilvægt er að komast að því hver er nánasta fjölskylda sjúklings
Ég gef fjölskyldu kost á að taka virkan þátt í umönnun sjúklings
Samræður við fjölskyldu strax á fyrsta stigi umönnunar spara mér tíma í því starfi sem fram undan er
Flokkur 3. Fjölskyldan sem byrði
Nærvera fjölskyldu gefur mér þá tilfinningu að störf mín séu undir eftirliti
Nærvera fjölskyldu veldur mér streitu
Nærvera fjölskyldu tefur mig við störf mín
Ég hef ekki tíma til að sinna fjölskyldum
Flokkur 4. Eigin úrræði fjölskyldu
Ég hvet fjölskyldur til að nýta eigin úrræði svo að þær geti sjálfar tekist á við aðstæðurnar eins og kostur er
Ég tel mig vera stuðningsaðila fjölskyldna í viðleitni þeirra til að takast á við þær aðstæður sem þær standa frammi fyrir
Ég lít á fjölskyldur sem samstarfsaðila
Ég spyr fjölskyldur að því hvernig ég geti veitt þeim stuðning