Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Side 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Side 18
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 201014 skipta yfir í dagvinnu og reyna eitthvað nýtt. Núna vinn ég á hjartaþræðingunni á Hringbraut. Það er öðruvísi starf en eigi að síður mjög skemmtileg. Frábærir vinnufélagarnir þar hafa svo sannarlega komið til móts við mig þegar mikið álag hefur verið í skólanum. Í augnablikinu er ég í námsleyfi til vors enda þótti mér sem börnin mín þyrftu meira á mér að halda en ég gat gefið með því að vera í námi, vinnu og öllu sem því fylgir.“ Sigríður Bryndís segist hafa skoðað ýmsa möguleika þegar hún ákvað að hella sér út í frekara nám. Rauði þráðurinn var samt sá að auka eigin víðsýni og skapa sér aukna möguleika. „Í grunninn snérist þetta einfaldlega um það að mig langaði að læra meira. Tímasetningin núna hentaði líka mér og fjölskyldu minni mjög vel,“ segir Sigríður Bryndís sem hóf námið á haustdögum 2008 og útskrifast nú í vor. Skemmtilegur og líflegur hópur „Þegar ég var að velta fyrir mér náms­ möguleikum kannaði ég fyrst meistara­ nám við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. En þegar á reyndi langaði mig að reyna eitthvað nýtt og skapa mér ný tækifæri. Ég fór því að skoða fleiri kosti, eins og verkefnastjórnun (MPM) við HÍ og MBA­nám. Ég vissi af nokkrum hjúkrunarfræðingum sem höfðu tekið MBA og maðurinn minn útskrifaðist árið 2007 með slíka gráðu. Hann var kannski helsti hvatamaður þess að ég sótti um MBA og það er aðdáunarvert þar sem hann vissi hve námið er stíft og hvað biði hans næstu tvö árin! Þegar að því kom sótti ég bæði um MPM­ og MBA­nám og komst inn á báðum stöðum en eftir mikið sálarstríð valdi ég síðarnefnda kostinn og hef ekki séð eftir þeirri ákvörðun,“ segir Sigríður Bryndís sem þykir námið hagnýtt. „Námið fer allt fram á ensku, bæði umræður í tímum sem og öll verkefni sem maður skilar. Það er mikið lagt upp úr hópastarfi og valið í hópa eftir ákveðinni mannlýsingu sem er búin til fyrir hvern og einn í upphafi náms. Við lærum að vinna með fólki sem kemur úr mismunandi áttum og hefur mismunandi grunn og lífssýn. Í nemendahópnum eru viðskiptafræðingar, hjúkrunarfræðingar, læknir, verkfræðingar, tölvunarfræðingar og svo framvegis þannig að fólk kemur víða að. Mikið er um verkefnaskil og álagið oft mikið. Við erum alls 53 á mínu ári og þetta er mjög skemmtilegur og líflegur hópur. Það er mikið lagt upp úr umræðum í tímum og oft er hluti einkunna byggður á framlagi í þessum umræðum.“ Samkeppnin mun aukast Viðskiptagreinar eru rauði þráðurinn í MBA­náminu. „Viðskipti varða okkur öll og það á ekki síst við nú á tímum þegar niðurskurður er mikill, sérstaklega í heilbrigðiskerfinu. Þá frekar en nokkru sinni fyrr er mikilvægt að hafa grunn til að meta hvort sparnaðaraðgerðir bera tilætlaðan árangur þegar allt er tekið til greina og hvaða þættir það eru sem skipta máli,“ segir Sigríður Bryndís sem finnst námið hafa gert sér gott, sama á hvern veg litið er á málið. „Almennt sagt er mín skoðun að allt nám sé til góðs og gerir manni kleift að vaxa sem starfsmaður og manneskja, óháð stöðu þjóðfélagsmála á hverjum tíma. Ég lauk diplómanámi í gjörgæsluhjúkrun á sínum tíma en það skilaði sér ekki nema að litlu leyti í launastiganum. Hins vegar á samkeppnin um störfin eftir að aukast í framtíðinni, sérstaklega í ljósi kreppunnar, og margir munu keppa um sömu störfin, til dæmis innan Landspítalans. Það er því mikilvægt að hjúkrunarfræðingar séu samkeppnisfærir og aukin menntun er ein leið til þess.“ „Mikilvægt að hjúkrunarfræðingar séu samkeppnis­ færir og aukin menntun er ein leið til þess.“ UMSÓKNIR Í B­HLUTA VÍSINDASJÓÐS FÉLAGS ÍSLENSKRA HJÚKRUNARFRÆÐINGA Umsóknarfrestur til að sækja um styrk í B­hluta vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkr unarfræðinga er til 15. mars 2010. Hlutverk sjóðsins er að styrkja sjóðsfélaga sem vinna að rannsóknum og fræðiskrifum sem gildi hafa fyrir hjúkrun. Sjóðsfélagar, sem eru í námi, geta sótt um styrk til að vinna rannsóknarverkefni til meistaragráðu (30 einingar ECTS hið minnsta) eða doktorsgráðu. Hægt er að sækja um styrk vegna rannsóknarverkefnis til meistaragráðu sem lokið var eftir 16. mars 2009. Aðild að sjóðnum eiga allir hjúkrunarfræðingar sem eru félagsmenn FÍH og launagreiðendur hafa greitt fyrir í vísindasjóð á árinu 2009. Nánari upplýsingar um B-hluta vísindasjóð er að finna á vef félagsins. Xtra personell Care er í fremstu röð ráðningar- stofa í Noregi á sviði heilbrigðis- og umönnunarstétta.Við leggjum mikla áherslu á góða eftirfylgni við okkar starfsfólk, bæði í starfi og á milli verkefna. Það er mikil þörf fyrir hjúkrunarfræðinga til afleysinga á sjúkrahúsunum í Noregi. Viltu vinna í fullu starfi, hlutastarfi, næturvaktir eða taka aukavaktir öðru hverju? Hafðu samband við okkur. Umsókn ásamt ferilskrá sendist til indridi@xtracare.is www.xtracare.is www.xtracare.is personell Care xtra Við gerum kröfu um: • Norskt hjúkrunarleyfi • Viðeigandi starfsreynslu • Sveigjanleika • Þjónustulund • Áreiðanleika • Ábyrgðartilfinningu Við bjóðum: • Mjög samkeppnishæf laun • Ókeypis ferðir og húsnæði • Góða og persónulega eftirfylgni ráðgjafa • Vinnu á sama stað yfir lengra tímabil • Spennandi og fjölbreytt verkefni

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.