Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Qupperneq 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Qupperneq 20
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 201016 Í mars og apríl 2009 bárust fréttir af inflúensuveikindum fólks í Mexíkó sem ágerðust fljótt með alvarlegum afleiðingum. Á sama tíma greindist í Bandaríkjunum ný tegund inflúensuveiru úr hálsstrokssýnum sem tekin voru hjá einstaklingum með einkenni sem bentu til inflúensu og smit breiddist hratt út. Þessi nýja gerð inflúensuveiru innihélt erfðaefni úr inflúensuveirum manna, fugla og svína og hafði aldrei áður greinst. Við þá uppgötvun hófust aðgerðir Alþjóðaheil­ brigðismálastofnunarinnar og þjóða heims til að verjast nýrri inflúensuveiru. Inflúensufaraldrar Inflúensa er bráður öndunarfæra sjúk­ dómur sem orsakast af inflúensuveirum af veirufjölskyldunni Orthomyxoviridae. Þessar veirur eru af tveimur megin­ stofnum, A og B. Inflúensuveirur geta sýkt menn og dýr en mismunandi undirstofnar veiranna sýkja mismunandi dýrategundir og verður oftast lítil blöndun á milli veira ólíkra dýrategunda. Á hverju ári breyta veirurnar sér lítillega og valda stöðugt nýjum faröldrum sem leiða til umtalsverðra veikindaforfalla meðal almennings (5­10%) og dauðsfalla meðal aldraðra og fólks með langvinna sjúkdóma. Sagan hefur sýnt að með nokkuð reglulegu millibili stökkbreytast veirurnar og valda þá mun alvarlegri faröldrum sem geta blossað upp á hvaða árstíma sem er, fara um heiminn eins og eldur í sinu og margfalt fleiri (30­50%) smitast en í árstíðabundnum inflúensufaraldri. Slíkir heimsfaraldrar urðu fjórum sinnum á SVÍNAINFLÚENSAN Á ÍSLANDI Fyrir fjórum árum hófu sótt­ varnalæknir og almanna­ varnadeild ríkis lögreglustjóra gerð viðbragðs áætlunar vegna yfir vofandi heims­ faraldurs inflúensu. Hvað hefur gerst síðan? Ása St. Atladóttir, asa@landlaeknir.is síðustu öld, árin 1918, 1957, 1968 og 1977. Faraldurinn, sem varð 1918, spánska veikin, var sá langalvarlegasti og er talið að allt að 50 milljónir manna hafi látist í heiminum af hans völdum. Þar sem langt er liðið frá síðasta heims­ faraldri hafa heilbrigðisyfirvöld um allan heim á undan förnum árum, fyrir áeggjan Alþjóða heilbrigðismálastofnunar innar, búið sig undir nýjan heims faraldur. Vegna við varandi fuglainflúensu í Asíu undan­ farinn áratug voru mestar líkur taldar á að nýr heimsfaraldur myndi eiga upptök sín í Asíu og breiðast þaðan út um heiminn. Sú hætta er áfram til staðar þó heimsfaraldur svínainflúensunnar hafi átt upptök í Ameríku og standi enn yfir. Viðbúnaðaráætlanir vegna inflúensufaraldra Í febrúar 2006 ákvað ríkisstjórn Íslands að markvisst yrði unnið að undirbúningi viðbragða ef til heimsfaraldurs inflúensu skyldi koma og var ráðist í að kaupa birgðir inflúensulyfjanna Oseltamivír (Tamiflu®) og Zanamivír (Relenza®), kaupa hlífðarbúnað og tryggja kaup á bóluefni. Tvær nýjar reglugerðir voru samþykktar árið 2007 sem lutu að styrkingu sóttvarna. Annars vegar var ákveðið að skipta landinu í átta sóttvarnaumdæmi og yfirlæknar tiltekinna heilsugæslustöðva gerðir ábyrgir fyrir sóttvörnum í sínu umdæmi undir stjórn sóttvarnalæknis. Hins vegar var sett reglugerð um sérfræðiþekkingu og aðbúnað á Landspítala til að einangra og veita meðferð vegna sýklaógna og um að deildarskiptum sjúkrahúsum bæri skylda til að sinna skipulögðu sýkingavarnastarfi. Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hófust handa við að gera viðbragðsáætlun en markmið hennar eru að tryggja skipulögð og samræmd viðbrögð allra aðila þegar til inflúensufaraldurs kemur. Áætlunin styðst við lög um almannavarnir nr. 94/1962 og sóttvarnarlög nr. 19/1997 og til hennar skal grípa þegar hluti þjóðarinnar verður rúmfastur vegna veikinda og dauðsföll verða umfram það sem búast má við í venjulegu árferði og atvinnulíf í landinu riðlast í ákveðinn tíma. Sóttvarnalæknir

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.