Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Blaðsíða 23
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 2010 19 voru í forskólanum bjuggu þær úti í bæ en fluttu svo inn á þriðju hæð Landspítalans. Fyrsta árs nemar voru fjórir saman í herbergi en aðeins tveir eftir það. Engin móttökunefnd „Í forskólanum, sem stóð í þrjá mánuði, var kennt í sal uppi í risi sem kallaður var kirkjan. Námið var bóklegt en einnig fór fram margs konar sýnikennsla og við vorum með brúðu og margvísleg tæki í höndunum sem við áttum að læra á. Okkur var líka sýndur spítalinn og við fengum að vera einn og einn dag á deild þar sem við gátum fylgst með því sem fram fór.“ Þegar námið sjálft hófst tók svo sannarlega ekki nein móttökunefnd á móti stúlkunum. „Manni var bara hent inn á deildarnar. Fyrst var ég í sex vikur úti á sjöttu deild. Það var auðvelt enda sjúklingarnir ekki margir. Svo fór ég á lyfjadeildina þar sem mér var varla heilsað þegar ég byrjaði. „Farðu inn á skoðun,“ sagði einhver við mig. „Þar er maður að deyja og þú átt að taka púlsinn og væta varir hans. Þú lætur okkur svo vita þegar þetta er búið.“ Maðurinn var meðvitundarlaus. Ég var með klút til að leggja á varir hans og svo tók ég púlsinn sem ég var ekkert vön að gera. Síðan átti ég bara að láta vita þegar hann væri dáinn.“ Sigrún segir að vinnuálagið á nemana hafi verið ótrúlegt. „Það var svo mikið að ég skil ekki núna að maður skyldi komast yfir þetta. Vinnutíminn átti að vera 10 tímar en hann var alltaf lengri, stundum 12 tímar og jafnvel tvöfaldar vaktir. Við vorum hálfan mánuð á næturvakt og stundum mánuð og þetta voru ekki stuttar vaktir. Fyrsta árið fengum við 30 krónur á mánuði en síðan 40 og loks 50 krónur síðasta árið. Ég vil nú vera svolítið jákvæð og viðurkenna að allir voru að gera sitt besta. Ég verð þó að segja að kennslan var mjög misjöfn en reynt var að hafa aðbúnaðinn eins góðan og mögulegt var. Til dæmis var alveg einstaklega gott fæði á Landspítalanum og við fengum alltaf að taka matarhlé og kaffitíma þótt ekki væri ætlast til að við værum lengi frá.“ Vinnuföt fengu nemarnir að sjálfsögðu og Sigrún og hollsystur hennar voru þær síðustu sem notuðu bláröndótta búninga en síðan komu bláir, einlitir kjólar. „Mér fannst það svolítið fallegt en efnið í gömlu búningunum var þó betra.“ Fyrirlestrar eftir langan vinnudag Um námið segir Sigrún að læknarnir hafi haldið fyrirlestra við og við og hjúkrunarkonurnar Sigríður Backmann og Kristín Thoroddsen kenndu almenna hjúkrun. Bóklegu tímarnir voru oftast eftir vinnu og reynt að haga því svo að nemarnir væru þá búnir að vinna klukkan fjögur. Sumar vaktir voru frá sex á morgnana svo kannski hafa ekki allir verið jafnvel upplagðir að setjast þá niður og hlusta á fyrirlestra. Annars var vaktafyrirkomulagið yfirleitt þannig að unnið var frá átta til tólf og aftur frá fjögur til átta. Annars árs nemar voru sendir út á land og voru allt upp í ár í burtu frá Landspítalanum. „Ég var á Akureyrarspítala sumarið 1943 og fram í nóvember. Við vorum sendar í flugvél og hjúkrunarkonunum fannst nú fullmikill spandans að senda þessar stelpur í flugvél, af hverju ekki í bíl eða skipi? Þetta var þó bara gert til að spara tíma því við fórum norður á frídeginum okkar og byrjuðum að vinna strax næsta dag.“ Mikið álag á Akureyrarspítala „Það var alveg svakalega mikið að gera á Akureyrarspítala. Ég var ansi mikið á næturvöktum og alltaf var verið að framlengja vaktina. „Þú verður að vera á vakt eina viku í viðbót,“ var sagt og þá var ég stundum búin að vera allt upp í mánuð. Oft komu líka skilaboð þegar ég átti að vera sofandi um að ég yrði að mæta á vakt kl. 6 síðdegis og vera fram á næsta morgun og stundum var ég ekki laus fyrr en klukkan 10. Neminn var einn á nóttunni með 30 sjúklinga og geðsjúklingana að auki á annarri hæð. Nýi spítalinn var í byggingu og þar úti voru sængurkonur og ofan á allt annað þurftum við að hlaupa til þeirra eftir löngum gangi og sinna þeim.“ Sigrún fór ekki á Vífilsstaði eða Kristnes þar sem hún reyndist „negatív“ fyrir berklum en á Akureyrarspítala voru reyndar margir berklasjúklingar. „Þar voru allir höggsjúklingarnir hans Guðmundar Karls Péturssonar. Við þurftum að aðstoða við aðgerðirnar og hvar hefðum við getað smitast ef ekki þar? Ég slapp en það voru þónokkrar sem smituðust og heltust úr lestinni.“ Að Akureyrardvölinni lokinni lá leiðin suður á Landspítalann. Þar var Sigrún á ýmsum deildum, meðal annars á fæðingardeildinni sem var þá á þriðju hæð spítalans, og á lyfjadeild og röntgendeild en áhersla var lögð á að nemarnir kæmust á allar deildir spítalans á meðan á náminu stóð. Margt undarlegt og öðruvísi í þá daga Nútímahjúkrunarnemum fyndist eflaust margt undarlegt sem fram fór á nema­ árunum hér áður. Sigrún hlær þegar hún segir frá þvottinum. Allt óhreint tau var sett í kistur úti á svölum og tveir nemar voru sendir út til að telja hverja einustu spjör og sortera í poka. Allt varð að passa við listana yfir það sem komið hafði frá þvottahúsinu. „Ef eitthvað fór á milli mála fengum við það óþvegið í þvottahúsinu og væri eitthvað rifið varð að taka það frá og gera grein fyrir því sérstaklega.“ Stéttaskipting var líka mikil á þessum tíma og allir þéruðust. „Okkur var upp á lagt að væru skilaboð til yfirlæknanna um að koma í símann þá mætti ekki segja: „Það er sími til yðar,“ heldur skyldi segja: „Það er síminn til prófessors Guðmundar Thoroddsen.“ Fyrir utan þessi hátíðleg heit voru hjúkrunarkonurnar aldrei nefndar með fornafni einu saman heldur alltaf sem frú eða fröken þetta og hitt. „Þegar ég byrjaði að vinna á húðsjúkdómadeildinni kallaði deildarhjúkrunarkonan mig alltaf fröken Sigrúnu og kunni ég því nú frekar illa.“ Maturinn kom allur tilbúinn inn á deildirnar á vögnum, í pottum og skálum. Vagnarnir voru svo dregnir inn á gang og þar var skammtað á diskana. Sigrún segir að með þessu móti hafi verið hægt að spyrja sjúklingana hvað þeir vildu og ræða við þá um matinn og hafi það verið mjög gott.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.