Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Page 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Page 28
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 201024 Dr. Madrean Schober hefur í mörg ár rannsakað og skrifað um hlutverk sérfræðinga í hjúkrun. Hún kom annars vegar á ráðstefnuna til þess að tala um rannsókn sem hún gerði fyrir Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) fyrir um 10 árum. Í rannsókninni bar hún saman mismunandi framsetningu á fjölskylduhjúkrun. Madrean er hins vegar í forystu fyrir tengslanet fyrir sérfræðinga í hjúkrun rekið af ICN og var hún því einnig beðin um að sjá um umræðufund fyrir sérfræðinga í hjúkrun. Madrean byrjaði hjúkrunarferil sinn með því að vinna á sjúkrahúsi en fór fljótlega að vinna sjálfboðavinnu sem ráðgjafi um getnaðarvarnir og barneignir. Smám saman var hún farin að vinna með fleiri aðilum í forvarnastarfi og varð mjög hrifin af vinnu þeirra. Hún fékk þá áhuga á að vinna við heilsugæslu. Nú vinnur hún sjálfstætt sem alþjóðlegur ráðgjafi. Madrean segir að hjúkrunarfræðingar hafi beint sjónum allt of mikið að sjúkrahúsum. Þeir hafi alist þar upp að miklu leyti og eru vanir því að sinna veiku fólki á spítölum og að bæta þjónustuna þar. „Það er áberandi hvað hjúkrunarnámið er enn miðað við það að hjúkrunarfræðingar vinni á spítala. Í raun og veru eyðir fólk ekki það miklum tíma í að vera veikt á sjúkrahúsum,“ segir Madrean. „Sjúkrahús eru í eðli sínu hættuleg og ógestrisin. Ættingjunum finnst þeir oft ekki eiga heima þar. Hjúkrunarfræðingar ættu því í auknum mæli að leggja stund á heilsugæslu og forvarnavinnu. Við þurfum að samtvinna betur stóru Christer Magnusson, christer@hjukrun.is SÉRFRÓÐ UM SÉRFRÆÐINGSHLUTVERKIÐ Á ráðstefnunni um fjölskylduhjúkrun í Reykjavík í júní 2009 var mikil áhersla lögð á fjölskyldumats­ og meðferðarlíkanið sem smíðað var í Calgary í Kanada. Einn fyrirlesari, sem talaði um annað efni, var Madrean Schober frá Bandaríkjunum. Eftir að hafa haldið umræðufund fyrir sérfræðinga í hjúkrun settist hún yfir kaffibolla með ritstjóra Tímarits hjúkrunarfræðinga. Madrean Schober.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.