Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Qupperneq 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Qupperneq 29
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 2010 25 heilbrigðisstofnanirnar og fyrirbyggandi starf úti í samfélaginu,“ segir hún. En til þess þurfi þeir sem ráða yfir fjármagninu að sýna áhuga og hann hafi ekki verið nægilega mikill hingað til. Stefnur í fjölskylduhjúkrun Í fyrirlestri á fjölskylduráðstefnunni sýndi Janice Bell hreyfimyndadæmi um fjölskyldumeðferð þar sem hjúkrunar­ fræðingurinn sat með sjúklingnum og fjölskyldu hans í samtals herbergi. Er það framtíð hjúkrunar að störf hjúkrunar­ fræðinga muni fara fram í viðtalsher­ bergjum frekar en við rúmstokkinn? „Við eigum að sinna andlegum og sálfræðilegum þörfum sjúklinganna en það á ekki að vera meginstefið í hjúkrun,“ segir Madrean. „Þegar við sinnum sjúklingnum við rúmstokkinn segir hann okkur frá erfiðleikum, leyndarmálum og svo framvegis. Hvenær er betra fyrir sjúklinginn að ég takist á við slík mál og hvenær á ég að vísa honum til annarra stétta? Hver hjúkrunarfræðingur þarf að þekkja takmörk sín,“ segir hún og bætir við að mikilvægt sé að þjálfa sérfræðinga í hjúkrun í þessu. Hér er umræðan komin inn á sérkenni hjúkrunar. Í rannsókn Madrean um birtingarmyndir fjölskylduhjúkrunar er ályktað að ekki sé að finna mikil merki um fjölskyldukenningu sem einkenni hjúkrun sérstaklega. Hún sagði á ráðstefnunni frá úttekt sinni á hvernig fjölskylduhjúkrun sé veitt og kenningum um þetta. Niðurstaða hennar var að til væru fjórar mismunandi tegundir af fjölskylduhjúkrun. Flest viðhorfin eru skyld kerfishugsun og lýsa fjölskyldunni sem opnu kerfi með innbyrðis víxlverkun og verkun við umhverfið. Munur er á hvort horft er á fjölskylduna með augum einstaklinganna innan kerfisins eða utan frá, með augum samfélagsins eða heilbrigðisstarfsmannsins. Í einni tegund fjölskylduhjúkrunar er frekar litið á fjölskylduna frá þroskasjónarmiði. Þá er skoðað hvernig fjölskyldan hefur breyst við það að takast á við tiltekna atburði. Það er ljóst að flestar hugmyndirnar eiga rætur sínar að rekja til félagsfræði og sálfræði. Madrean segist efast um að við þurfum yfirhöfuð að hafa sérstaka hjúkrunarkenningu um fjölskylduna. Vaxandi fjöldi sérfræðinga í hjúkrun Helsta áhugamál Madrean er hins vegar efling sérfræðinga í hjúkrun. Síðan 2000 hefur hún fyrir hönd ICN tekið virkan þátt í að búa til alþjóðlegt tengslanet fyrir sérfræðinga. Verkefni tengslanetsins er að safna saman og koma á framfæri upplýsingum um aðstæður sérfræðinga alls staðar í heiminum. Fjöldi vinnuhópa vinnur að því að skoða málefni sérfræðinga frá ýmsum sjónarhornum, svo sem samskipti og vinnufundi, menntun og starfssvið sérfræðinga, staðla og eftirlit stjórnvalda og rannsóknir. Í vinnuhópunum eru þátttakendur frá mörgum löndum. Tengslanetið heldur úti vefsíðu og gefur úr fréttabréf. Madrean skrifaði ásamt Fadwa Affara bókina „Advanced practice nursing“ og byggist hún meðal annars á vitneskju sem þær öðluðust við að vinna í tengslanetinu. Bókin kom út 2006 á vegum ICN. Á umræðufundi fyrir sérfræðinga í hjúkrun, sem haldinn var í sambandi við fjölskylduhjúkrunarráðstefnuna, sagði Madrean meðal annars að fjöldi sérfræðinga hefði vaxið mikið undanfarin ár. Hlutverk sérfræðinga væri hins vegar ekki alveg ljóst. Með því að búa til sérfræðinga væri hjúkrun að teygja sig í átt að verksviði annarra starfsstétta. Bandarísku læknasamtökin hefðu til dæmis greint frá áhyggjum sínum og sakað sérfræðinga í hjúkrun um að stunda skottulækningar. Spurningin, sem allir sérfræðingar þurfa að geta svarað, væri nú: „Hvað getur þú lagt af mörkum, hver er virðisaukinn af vinnu þinni?“ Madrean heldur áfram að leggja sitt af mörkum til þess að sérfræðingar geta sýnt fram á virðisauka. Undanfarin ár hefur hún verið ráðgjafi við uppbyggingu sérfræðináms í Hong Kong, Óman, Barein og Pakistan á vegum ICN. Nú starfar hún í háskólanum í Singapore þar sem hún kennir og veitir ráðgjöf við þjálfun sérfræðinga. Fyrir nokkrum árum ákvað heilbrigðisráðherra Singapore, öllum að óvörum, að búa til nokkur hundruð stöður sérfræðinga í hjúkrun og nú er verið að svara því kalli. Hlutverk Madrean er einnig að rannsaka hvað hefur áhrif á framgang sérfræðinga í hjúkrun í Singapore. Fróðlegt verður að fylgjast með niðurstöðum þessara rannsókna. Þær munu eflaust hafa áhrif á umræðuna um hlutverk sérfræðinga í hjúkrun. Madrean stýrði umræðufundi um sérfræðinga í hjúkrun sem haldinn var í sambandi við fjölskylduhjúkrunarráðstefnuna.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.