Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Page 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Page 30
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 201026 „Hér ætti að vera mynd yfir hvernig skrokkur er hlutaður niður,“ segir sænskur krabbameinssjúklingur um aðalinngang sjúkrahússins í Lundi. „Líkamshlutarnir eiga að fara á mismunandi staði þegar maður finnur til í þeim.“ Þannig endar bók Åsu Moberg um Florence Nightingale. Það er á margan hátt viðeigandi þar sem tilvitnunin er góð samantekt á skoðunum Florence Nightingale á sjúkrahúsum og meðferð. Åsa Moberg er sænskur rithöfundur og kvenréttindasinni. Hún var búin að ganga með þessa bók í maganum í 15 ár. Áður hafði hún skrifað bók um Simone de Beauvoir en var ekki viss um hvort hún myndi getað skrifað eins bók um Florence Nightingale. Vinir hennar héldu að það yrði ekki mikið mál að setja sig inn í efnið, Florence hefði varla skrifað eins mikið og Simone. En annað kom í ljós þegar Åsa fór að rannsaka málið. Skrif Florence munu þegar upp er staðið fylla 16 bækur í ritsafni sem nú er verið að gefa út í Kanada. Einhvern veginn átti Åsa Moberg erfitt með að átta sig á hvernig hún vildi fjalla um Florence Nightingale. Bókin um Simone de Beauvoir var vitsmunalegt ævintýri en Åsa gat erfiðlega hugsað sér að tengjast á sama hátt Florence Nightingale, gamalli siðlátri konu frá Viktoríutímanum. Slík var myndin af Florence Nightingale sem hún sá fyrir sér. Þessi mynd átti eftir að breytast töluvert. Eitt af því sem er áhugavert við bók Åsu er að fylgjast með hvernig skoðun hennar á Florence breytist eftir því sem hún kynnir sér málið. Fyrri helmingur bókarinnar er ævisaga í tímaröð fram að Krímstríðinu. Kaflarnir, sem koma þar á eftir, eru einnig að miklu leyti í tímaröð en fjalla gjarnan um ákveðin mál, eins og skrif Florence Nightingale um fátækt, kvennabaráttu og guðfræði. Hon var ingen Florence Nightingale. Kvinnan bakom myten. Höfundur: Åsa Moberg. Útgefandi: Natur & Kultur, Stokkhólmi 2007. ISBN: 978­91­27­ 11482­1. Bókin er 266 bls. Åsa Moberg er sjálf mikil kvenréttindakona og lýsir vel og ýtarlega hvernig Florence Nightingale tókst að brjóta sér leið til sjálfstæðis. Í bókinni er mikið talað um samband Florence við móður og systur og hvernig þær mæðgur lögðust veikar í hvert skipti sem Florence tók skref í áttina að því að verða hjúkrunarkona. Florence Nightingale hafði greinilega mjög sterkan persónuleika og henni tókst að standa á móti kvöðum fjölskyldunnar og samfélagsins. Að þeirra mati hafði hún allt til að bera til þess að geta fundið sér góðan maka, gift sig og lifað þægilegu yfirstéttarlífi. Haldið hefur verið fram að Florence Nightingale hafi verið á móti kvenréttindabaráttunni en Åsa Moberg sýnir í bókinni fram á að það er ekki rétt. Sumt af því sem Florence skrifaði og sagði mætti túlka þannig, að það hafi verið fjandsamlegt í garð kvenna en var frekar gagnrýni á hegðun yfir­ og millistéttarkvenna. Þá sinnti hún ekki ítrekuðum beiðnum um að skrifa undir kröfu um kosningarétt kvenna. Það var ekki af því að hún væri á móti honum, enda var hún það ekki, heldur vegna þess að henni fannst forgangsröðunin röng. Til dæmis fannst henni rétturinn til þess að stunda atvinnu og lifa af vinnu sinni mikilvægari en kosningarétturinn. Åsa Moberg er ekki trúuð en skrifar fordómalaust og af nærgætni um trúarskoðanir Florence. Hún var eins og foreldrar hennar únítari og því í hálfgerðu stríði við ensku biskupakirkjuna. Í öllu sem hún gerði sótti hún leiðsögn í Biblíuna Christer Magnusson, christer@hjukrun.is BÓKARKYNNING FLORENCE VAR ALLS ENGIN FLORENCE Florence Nightingale er ein af okkar stærstu hetjum. En eins og fer með flestar hetjur, sérstaklega kvenhetjur, hafa skapast ýmsar goðsagnir um hana og vanþekkingin er mikil þó að okkur finnist við þekkja hana. Í ár eru 100 ár síðan hún lést og gott tækifæri að rifja upp kynni okkar við hana. Í Svíþjóð kom fyrir nokkrum árum út bók þar sem tekin er fyrir staðalmyndin af Florence og reynt að gefa raunsærri mynd.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.