Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Side 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Side 33
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 2010 29 meðferðina fyrr en þverfaglegu námi í hugrænni atferlismeðferð var hrundið af stað á Reykjalundi 1997 af þáverandi yfirlækni geðsviðs, Pétri Haukssyni (Pétur Hauksson, 2000). Námið var þriggja anna nám ásamt handleiðslu en útskrifað var úr HAM­skóla Reykjalundar þrisvar. Síðustu nemendurnir útskrifuðust árið 2003, af þeim sem útskrifuðust úr náminu voru hjúkrunarfræðingar fimmtán talsins. Nú er hugræn atferlismeðferð kennd á vegum Félags um hugræna atferlismeðferð og Endurmenntunar HÍ. Þar hefur hjúkrunarfræðingum verið veittur takmarkaður aðgangur og boðið upp á styttra nám (eins árs nám) sem veitir ekki réttindi. Þó er að verða breyting þar á og hefur einn hjúkrunarfræðingur lokið tveggja ára námi og fjórir eru í tveggja ára náminu nú í vetur. Auk þess hafa nokkrir hjúkrunarfræðingar lokið eins árs náminu. Tveir hjúkrunarfræðingar hafa útskrifast úr meistaranámi í geðhjúkrun við Háskóla Íslands og unnið rannsóknir í tengslum við hugræna atferlismeðferð í lokaverkefnum sínum. Hjúkrunarfræðingar á Reykjalundi hafa notað HAM við meðferð sjúklinga sinna frá árinu 1997, eða alveg frá því að HAM­nám hófst á Reykjalundi. Til að byrja með voru það eingöngu hjúkrunarfræðingar á geðsviði sem veittu meðferðina, en meðferðarformið breiddist út til fleiri sviða Reykjalundar. Kom í ljós að meðferðarformið nýttist mjög vel í hjúkrun og féll vel að annarri vinnu hjúkrunarfræðinga. Á geðdeild Landspítalans eru það fyrst og fremst hjúkrunarfræðingar göngudeildar sem veita HAM. Gera má ráð fyrir að þetta breytist því verið er að undirbúa kennslu í HAM á vegum spítalans fyrir hjúkrunarfræðinga á bráðadeildum geðdeildar sem þeir geta nýtt við hjúkrun. Í framhaldinu er stefnt að því að teknar verði í notkun ákveðnar aðferðir byggðar á hugrænni atferlismeðferð inni á deildum. Rannsóknir Mikilvægt er að skoða þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á HAM þar sem hjúkrunarfræðingar eru meðferðaraðilar með það að markmiði að þeir hljóti viðurkenningu sem meðferðaraðilar. Það getur síðan leitt til þess að sjúklingar fái enn betri meðferð en nú er veitt. HAM fyrir geðklofasjúklinga Í rannsókn Turkington og félaga (2006) veittu hjúkrunarfræðingar geð­ klofasjúklingum HAM í sex skipti á tveggja til þriggja mánaða tímabili. Úrtakið var tilviljunarkennt (n=422) og var með ferðin sameinuð reglubundnum heim sóknum hjúkrunarfræðinga til sjúkl­ inga nna. Hjúkrunar fræðingarnir sóttu tíu daga nám skeið í hug rænni atferlis­ meðferð. Niður stöður benda til þess að með ferðarhópurinn hafi notið góðs af með ferðinni. Þeir sem fengu með­ ferð þurftu marktækt færri innlagnir en samanburðarhópurinn, sem fékk venjubundnar heimsóknir, og innlagnir voru styttri. Einnig sýndu niðurstöður að innsæi var marktækt meira hjá meðferðarhópnum. Meðferðarhópurinn mældist lægri á þunglyndiskvarða í lok meðferðar en sá munur var ekki við eftirfylgd tólf mánuðum síðar. Niðurstöður sýndu ekki marktækan mun á hlutfalli sjúklinga sem hófu störf að lokinni meðferð. Hugsanleg ástæða þess að rannsókn Turkington o.fl. (2006) sýndi minni árangur en margar aðrar rannsóknir getur verið að þarna er um veikari einstaklinga að ræða en í mörgum öðrum rannsóknum þar sem skoðaður er árangur HAM fyrir geðklofasjúklinga. Önnur möguleg skýring er að úrtakið var lítið. Meðferðin var einnig mjög stutt eða eingöngu sex skipti og athyglisvert að árangur mælist eftir svo stuttan tíma með þennan hóp sjúklinga. Kosturinn við þetta rannsóknarsnið var að allir hjúkrunarfræðingarnir fóru á sama tíu daga námskeiðið. Þetta námskeið verður þó að teljast mjög stuttur tími til að læra hugræna atferlismeðferð miðað við það nám sem meðferðaraðilar, sem vilja sérhæfa sig í hugrænni atferlismeðferð, hafa farið í á Íslandi. Árangur HAM var einnig skoðaður í annarri rannsókn hjá sjúklingum með geðklofa en þar voru fimm hjúkrunar­ fræðingar meðferðaraðilar og var úrtakinu (n=66) skipt í þrjá hópa. Einn hópurinn fékk HAM, annar fékk stuðningsmeðferð og þriðji hópurinn fékk sömu meðferð og áður hjá geðteymi. Hjúkrunarfræðingarnir sinntu meðferðinni sem hluta af sinni hefðbundnu vinnu. Þarna var um einstaklinga að ræða þar sem lyfjameðferð hafði ekki skilað nægilegum árangri. Niðurstöður sýndu að hugræna atferlismeðferðin skilaði árangri. Í hópnum, sem fékk hugræna atferlismeðferð, dró marktækt meira úr einkennum en hjá hinum hópunum og sá munur hafði aukist við eftirfylgd. Þeir sem voru í hópnum, sem fékk hugræna atferlismeðferð, voru einnig marktækt ánægðari með meðferðina. Samt sem áður benda höfundar á að árangur sé heldur minni en í sumum fyrri rannsóknum á sjúklingum sem þjást af geðklofa. Þeir velta fyrir sér hvort ástæðan geti verið mismunandi áherslur í hugrænni atferlismeðferð og telja mikilvægt að rannsaka það nánar (Durham o.fl., 2003). HAM fyrir krabbameinssjúklinga Doorenbos og félagar (2005) könnuðu árangur hugrænnar atferlismeðferðar þar sem hjúkrunarfræðingar voru með­ ferðaraðilar. Bæði var horft á minnkun sálrænna einkenna vegna krabba­ meins og eins hvort meðferðin hefði bætt almenna líðan. Einkennin voru sársauki, þreyta, flökurleiki, uppköst, svefnleysi, öndunarörðugleikar, niður­ gangur, lystarleysi, særindi í munni og einbeitingarerfiðleikar. Úrtakinu var raðað tilviljunarkennt í tvo hópa, tilraunahóp (n=118), sem fékk HAM í tíu skipti, fimm sinnum í gegnum síma og fimm sinnum í einstaklingsviðtölum, og samanburðarhóp (n=119), sem fékk hefðbundna meðferð. Meðferðin fór fram á átján vikna tímabili hjá báðum hópum. Niðurstöður gáfu til kynna að hugræn atferlismeðferð gerði töluvert gagn meðal krabbameinssjúklinga því þeir sem fengu HAM höfðu marktækt minni einkenni í lok meðferðar en áður en meðferð hófst. Í ljós kom marktækt betri árangur hjá yngri krabbameinssjúklingum en þeim eldri, bæði minnkuðu einkenni þeirra meira og almenn líðan þeirra batnaði meira en hjá samanburðarhópnum. Ekki er hægt að lesa úr greininni hvort um hefðbundna hugræna atferlismeðferð hafi verið að ræða byggða á kenningum Beck eins og í hinum greinunum. Eins vantar lýsingu á menntun meðferðaraðilanna og þjálfun þeirra. Árangur var einnig athyglisverður þar sem meðferðin var stutt og helmingur viðtala í gegnum síma og því kemur árangurinn í raun á óvart.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.