Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Side 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Side 34
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 201030 Árangur eftir hæfni meðferðaraðila Rannsókn þeirra Kingdon og félaga (1996) var unnin upp úr eldri rannsókn sem gerð var á árangri hugrænnar atferlismeðferðar meðal sjúklinga með kvíða, felmtur (ofsahræðsluköst) og þunglyndi (n=210). Sjúklingunum var raðað tilviljunarkennt í þrjá hópa, hóp sem fékk lyfjameðferð (n=84), hóp sem fékk HAM (n=84) og sjálfshjálparhóp (n=42). Ákveðið var að skoða árangur meðferðar eftir hæfni meðferðaraðila þar sem höfundar töldu að lítinn mun á hópum í upprunalegu rannsókninni mætti hugsanlega skýra að hluta með því að óvissa var um hæfni meðferðaraðila. Rannsakendur veltu fyrir sér hve mikla þjálfun meðferðaraðilar þyrftu og skiptu meðferðaraðilunum í tvo hópa, hæfa meðferðaraðila (n=4) og hóp þar sem „óvíst var um hæfni“ (n=7). Flestir meðferðaraðilarnir voru hjúkrunarfræðingar en ekki var tilgreint hve margir meðferðaraðilar voru það ekki. Ekki kemur fram hve mikla þjálfun í HAM meðferðaraðilarnir fengu ef nokkra, eingöngu var talað um óþjálfaða meðferðaraðila þar sem óvissa var um hæfni þeirra. Niðurstöður gáfu vísbendingar um að sjúklingar þeirra meðferðaraðila, sem töldust hæfir, sýndu marktækt betri árangur fljótlega í meðferðinni. Munurinn hélst við tveggja ára eftirfylgd, bæði á kvörðum sem mældu þunglyndi og sjálfsmat. Ekki mældist marktækur munur á hópum á kvörðum sem mældu kvíða við eftirfylgd. Höfundar fjalla ekki um ástæður þess að ekki mældist munur á kvíða við eftirfylgd. Velta má fyrir sér skýringum, svo sem að kvíði sé eðlislægari eða djúpstæðari en þunglyndi og því hafi munurinn ekki verðið sýnilegur við eftirfylgd. Fæðingarþunglyndi og HAM Cooper og félagar (2003) rannsökuðu árangur mismunandi meðferðar meðal kvenna sem þjást af fæðingarþunglyndi. Einnig voru skoðuð áhrif meðferðaraðila sem voru annars vegar læknar og sál­ fræðingar og hins vegar hjúkrunar­ fræðingar sem vanir voru að sinna venjubundnu ungbarnaeftirliti. Úrtakið var markmiðsúrtak og var því raðað tilviljunarkennt í fjóra hópa, konur sem komu í venjubundið ungbarnaeftirlit, hóp sem fékk óbeina ráðgjöf (non­directive counseling), hóp sem fékk HAM og hóp sem fékk „dýnamíska“ (psychodynamic) meðferð. Konunum var fylgt eftir í fimm ár. Sá hluti niðurstaðnanna, sem snýr að bata sjúklinga eftir meðferðaraðilum, benti til þess að þeir sjúklingar, sem hjúkrunarfræðingar veittu meðferð, náðu betri árangri í öllum þrem meðferðar­ formum hópanna heldur en þeir sjúklingar sem læknar eða sálfræðingar veittu meðferð, en sá munur hvarf við eftirfylgd (Cooper o.fl., 2003; Murray o.fl., 2003). Þessar niðurstöður benda til að hjá konum, sem þjást af fæðingarþunglyndi, sé æskilegt að fella meðferðina inn í hefðbundið ungbarnaeftirlit. Nálgun hjúkrunarfræðinga, sem sinna eftir­ litinu, er hugsanlega ólík annarra fag­ aðila. Ef til vill hefur það þýðingu að hjúkrunarfræðingar hafa meiri þjálfun í meðferð í heimahúsum. Eins má leiða getum að því að tengsl hjúkrunarfræðings og hinnar nýorðnu móður séu önnur og meðferðarsambandið annars eðlis en annarra fagaðila. Það er hins vegar erfitt er að draga ályktanir um það þar sem þetta er eina klíníska rannsóknin á hugrænni atferlismeðferð í geðheilsugæslu sem hér er fjallað um. Sálfræðingar og hjúkrunarfræðingar bornir saman Rannsókn Brosan og félaga (2006) laut að því að bera saman fagmennsku sálfræðinga og hjúkrunarfræðinga í viðtölum. Um þægindaúrtak var að ræða þar sem illa gekk að fá þátttakendur í rannsóknina. Var miklum fjölda meðferðar aðila boðin þátttaka í þessari rannsókn eða um 3200 einstaklingum, en aðeins 47 samþykktu þátttöku og af þeim skilaði eingöngu um helmingur gögnum. Skoðaðir voru einstaklingsbundnir þættir meðferðaraðila og bornir saman meðferðaraðilar með meiri þjálfun og reynslu í HAM meðferð við þá sem höfðu minni reynslu og þjálfun. Einnig voru bornir saman meðferðaraðilar eftir faghópum. Niðurstöður sýndu að ekki mældist marktækur munur nema á einum undirkvarða þess mælitækis sem notað var (cognitive therapy scale), það er á persónuþáttum meðferðaraðila (interpersonal effectiveness subscale). Sá þáttur kvarðans metur hve opinn meðferðaraðilinn er og hve mikla samhygð meðferðaraðilinn sýnir. Sálfræðingar mældust hærri á þessum undirkvarða. Hins vegar kom fram marktækur munur á fleiri þáttum mælitækisins þegar bornir voru saman fagaðilar með meiri reynslu miðað við minni reynslu án tillits til stétta. Þar mældist marktækur munur í heildarútkomu á kvarðanum, einnig í heildarútkomu viðtalsins og tækni (cognitive­behavioural techniques). Ekki kom fram marktækur munur á árangri eftir því hve oft meðferðaraðilar fengu handleiðslu. Ekki fannst marktækur munur á meðferðaaðilum þegar þeir voru bornir saman eftir því hvort þeir hefðu viðurkenningu sem hugrænir meðferðaraðilar eða ekki. Ástæður telja höfundar vera að algengt sé að mismiklar kröfur eru gerðar til þess að meðferðaraðilar fái viðurkenningu og einnig sæki oft og tíðum færir meðferðaraðilar ekki um viðurkenningu. HAM í geðendurhæfingu á Íslandi Í meistaranámi mínu gerði ég rannsókn (lokaverkefni til MS­prófs) á árangri hugrænnar atferlismeðferðar eftir fagaðilum og var hún kynnt á ráðstefnunni Hjúkrun 2007. Rannsóknin var gerð á geðsviði Reykjalundar. Sjúklingarnir (n=62) voru allir inniliggjandi og voru í hefðbundinni endurhæfingu ásamt því að fá HAM í einstaklingsmeðferð. Allir meðferðaraðilar höfðu farið í HAM­skóla Reykjalundar, sem áður var nefndur, og notuðu allir sömu meðferðarhandbókina. Allir meðferðaraðilar höfðu því svipaða kunnáttu í HAM. Meðferðaraðilarnir voru geðlæknir, sálfræðingur, sálfræði­ menntaður félagsráðgjafi, iðjuþjálfi og hjúkrunarfræðingar. Meðferðin tók sex vikur eða tólf skipti samtals. Notaðir voru þunglyndis­, kvíða­ og vonleysiskvarðar Becks, ásamt kvarða sem metur ósjálfráðar neikvæðar hugsanir, í upphafi og við lok meðferðar. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu tilhneigingu til betri árangurs hjá þeim sjúklingum sem hjúkrunarfræðingarnir meðhöndluðu á þunglyndiskvarða Becks, kvíðakvarða Becks og kvarða sem mat ósjálfráðar neikvæðar hugsanir, en sá munur var ekki marktækur. Hjá öðrum fagaðilum var tilhneiging til betri árangurs á vonleysiskvarða Becks, en sá munur var heldur ekki marktækur (Sylvía Ingibergsdóttir, 2007).

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.