Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Qupperneq 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Qupperneq 37
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 2010 33 mögnunarbúnaður á stöðum þar sem almenningur sækir sér þjónustu, upplýsingar, skemmtun eða fræðslu. Þarna er stórt hlutverk innan heilsugæslu og sjúkrahúsa sem ekki hefur verið sinnt sem skyldi. Landspítali­háskólasjúkrahús er okkar stærsta sjúkrastofnun og afar stór vinnu staður. Legu rúm árið 2008 voru tæplega 800 og auk þess eru göngu­ deildir og dag deildir sem saman lagt taka á móti rúmlega 2000 sjúklingum dag lega. Á þessari fjölmennu sjúkra­ stofnum má því gera ráð fyrir um eða yfir 300 verulega heyrnarskertum einstaklingum á degi hverjum. Mikilvægt Þegar þú talar við heyrnarskerta skaltu nota eðlilega rödd en muna að vera skýrmæltur. Alls ekki hrópa inn í eyrað og allra síst inn í heyrnartækið. Gættu þess alltaf að munnur þinn sjáist þegar þú talar við heyrnarskertan einstakling. Talaðu aldrei með „blaðið fyrir munninum“. er að heilbrigðisstarfsfólk verði betur meðvitað um þau úrræði sem til eru fyrir heyrnarskerta og aðstoði sjúklinga við að nýta þau. Þegar heyrnarskertir eru lagðir inn á sjúkrahús fylgir því tvöfalt álag. Veikindin, sem eru orsök innlagnar, eru aðeins hluti vandans, við bætist kvíði fyrir samskiptunum enda er ýmislegt sem gerir þau erfið. Má þar nefna álagið við að hafa samskipti við margt ókunnugt fólk sem hefur varahreyfingar og raddstyrk sem er viðkomandi framandi. Þegar stuðst er við varalestur skiptir góð lýsing máli og ekkert má hylja varir. Við ákveðnar aðstæður á sjúkrahúsum verður þó ekki hjá því komist að setja sótthreinsigrímur fyrir munn og nef og þarf starfsfólk að vera meðvitað um samskiptavandamálin sem það getur skapað. Bakgrunnshávaði þarf að vera í lágmarki og heyrnarskertum reynist erfitt eða ógerlegt að taka á móti skilaboðum eða upplýsingum sem gefnar eru á hlaupum. Augnsamband, svipbrigði og látbragð auðvelda samskiptin. Ótti við að misskilja fyrirmæli eða skilja ekki útskýringar hefur mikil áhrif á sjúklinginn. Sameiginlegt átak þarf að gera til að auðvelda þeim heyrnarskertu dvöl á sjúkrastofnunum og um leið gera starfsfólki auðveldara að sinna störfum sínum vel. Grundvallaratriði er að gerð sé Heilræði Vertu í augnsambandi og talaðu skýrt. Hækkaðu röddina í hófi og ekki hrópa. Láttu birtuna falla á andlit þitt. Dragðu úr umhverfishljóðum. Hafðu setningar stuttar. Endurtaktu með nýjum orðum ef þú skilst ekki. Ekki vera með neitt í eða fyrir munni þegar þú talar. Notaðu látbragð og svipbrigði í samskiptum. Bentu eða horfðu á þá hluti og fólk sem þú ert að tala um. Skrifaðu og vertu hugmyndaríkur í samskiptum. Búnaður sem hver deild ætti að hafa Leiðbeiningabæklingur fyrir starfsfólk um samskipti við heyrnar skerta. „Ég heyri illa“ – skilti til að setja á eða við rúm. Plastbox fyrir heyrnartæki sem auðvelt er að merkja. Tónmöskvar í móttöku, viðtalsherbergi og við sjónvarp. Skilti sem segja til um hvar tónmöskvar eru. Heyrnarmerki

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.