Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Page 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Page 43
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 2010 39 þeim og lækna til að þeir kæmust sem fyrst á vígvöllinn aftur. Forgangsröðunarkerfin, sem fyrst voru skipulögð fyrir slysa­ og bráðadeildir, voru þriggja flokka kerfi. Þau hafa nú vikið fyrir skilvirkari og traustari fimm flokka kerfum. Með fimm flokka kerfi er hægt að spá fyrir um hversu margir sjúklingar þarfnast innlagnar sem og líkurnar á að þeir deyi (Van Der Wulp o.fl., 2009). Markmiðið með forflokkun er umfram allt að tryggja öryggi sjúklinga. Það fæst með því að hjúkrunarfræðingar meta alla sjúklinga, sem leita sér hjálpar á slysa­ og bráðamóttöku, á kerfisbundinn hátt. Með því ná hjúkrunarfræðingar sem fyrst til þeirra sem eru alvarlega slasaðir eða veikir og koma þeim í réttan farveg á réttum tíma. Hjúkrunarfræðingur, sem forflokkar sjúklinga, gegnir lykilhlutverki í stýringu flæðis sjúklinga inn á spítalann og getur komið í veg fyrir að flöskuhálsar myndist. Meðferð sjúklinga verður markvissari eftir forflokkum þar sem þeir fara í réttar hendur og á viðeigandi stað (Gilboy o.fl., 2005). Hjúkrunarfræðingur, sem sinnir forflokkun, er í lykilstöðu til að koma upplýsingum til sjúklinga og aðstandenda. Upplýsingar um hvað sjúklingar og aðstandendur mega eiga í vændum, um meðferð sjúklinganna og um skipulag stofnunarinnar auðveldar þeim að gera sér grein fyrir hvað það er sem koma skal. Sjúklingar á biðstofunni hafa allir hitt hjúkrunarfræðing og hefur hann lagt mat á ástand þeirra. Hann fylgist með þeim á meðan þeir bíða frekari meðferðar. Þetta eykur öryggi þeirra sem bíða því að hjúkrunarfræðingurinn veit hverjir eru á biðstofunni – hver getur beðið og hver ekki. Ekki má gleyma að með forflokkun fást mikilvægar upplýsingar fyrir starfsemi spítalans. Forflokkun hefur að geyma mikilvægar upplýsingar um aðsókn og þýði sjúklinga sem á bráðamóttökuna leita. Hvernig sjúklingar skiptast hlutfallsleg á milli flokkanna fimm gefur tóninn um hvernig þjónustu spítalinn veitir og hvaða þjónustu sjúklingar þurfa sem leita á slysa­ og bráðadeild. Þessar upplýsingar má nota til að tryggja mönnun og tæki í samræmi við ástand sjúklinga sem til deildarinnar leita. Fjölmörg rannsóknartækifæri felast því í þeim upplýsingum sem forflokkunin gefur. Forflokkun á slysa- og bráðadeild LSH Eins og víða erlendis hefur sjúklingum á slysa­ og bráðadeild farið fjölgandi. Árið 1990 voru 41.556 komur (Borgarspítalinn, 1990), 53.802 árið 2000 og á síðasta ári, 2009, var heildarkomufjöldi 58.282 samkvæmt upplýsingum úr afgreiðslukerfi bráðasviðs LSH. Á slysa­ og bráðadeild (SBD) LSH hefur sjúklingum verið forgangsraðað formlega frá árinu 1993 þegar hjúkrunarfræðingar fóru að sinna innskrift sjúklinga ásamt móttökuriturum og flokka sjúklinga samkvæmt þriggja flokka kerfi. Það háði þó starfseminni að aðstaða var takmörkuð við staðsetninguna í móttökunni og erfitt að skoða annað en augljósa áverka. Mikill áhugi hefur verið á SBD að taka upp nákvæmara kerfi og farið var yfir helstu kerfi sem eru notuð á bráðamóttökum erlendis. Fjölmargt stendur til boða og hefur meðal annars verið litið til Manchester triage system, Canadian triage and acuity scale, Emergency severity index (ESI) og Australasian triage scale. Að lokum varð ESI­kerfið fyrir valinu því það reyndist heppilegast með tilliti til mannauðs, tölvukerfis og skráningarkerfis LSH. Sjúkraskýrslugerð á slysa­ og bráðadeild. Tafla 1. Hér sést hlutfallsleg skipting sjúklinga slysa­ og bráðadeildar í flokka samkvæmt ESI­kerfinu október 2009 til desember 2009. Athugið að tölur hafa verið námundað að einum aukastaf. Flokkur samkvæmt ESI Október 2009 Nóvember 2009 Desember 2009 1 0,5 % 0,7 % 0,6 % 2 6,5 % 8,4 % 8,0 % 3 40,9 % 40,9 % 41,9 % 4 38,9 % 38,6 % 37,3 % 5 12,7 % 11,1 % 11,6 % Heildarfjöldi sjúklinga 4.344 4.243 4.394

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.