Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Síða 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Síða 45
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 2010 41 Hverjir forflokka? Kröfur til hjúkrunarfræðinga, sem vinna við forgangsröðun, eru miklar enda eru þeir lykilaðilar með mikla ábyrgð. Af þeim sökum er gerð sú krafa að aðeins hjúkrunarfræðingar með að minnsta kosti eins og hálfs árs starfsreynslu á slysa­ og bráðadeild sinni forgangsröðuninni. Hjúkrunarfræðingar verða að ljúka námskeið í forflokkun, sérhæfðri endur­ lífgun og móttöku á fjöláverkasjúklingum. Auk þess þurfa hjúkrunarfræðingar, sem sinna forgangsröðun, að vera mjög færir í mannlegum samskiptum. Jafnframt þurfa þeir að hafa góða yfirsýn, geta unnið undir miklu álagi, hafa gott klínískt innsæi, verið skipulagðir og átta sig auðveldlega á hvað er það sem skiptir máli hverju sinni (Newberry, 2003). Nú er verið að gera úttekt á innleiðingunni og kerfinu sjálfu. Skilvirkt gæðaeftirlit á forflokkun er framkvæmt reglulega. Hafinn er undirbúningur að rannsóknarvinnu úr þeim upplýsingum sem þegar liggja fyrir. Kerfið gefur mjög góða möguleika á nýjungum í vinnulagi á bráðamóttöku, til dæmis hvernig best er að breyta verkferlum um verkjalyfjagjafir og inngrip eða rannsóknir sem sjúklingar þurfa að gangast undir. Með þessu er hægt að stytta biðtíma og auka ánægju sjúklinga miðað við reynsluna erlendis (Ekwall o.fl., 2008). Lokaorð Með tilkomu nýrrar bráðadeildar í Fossvogi mun grundvallarbreyting verða á núverandi starfsemi bráðasviðs LSH. Sjúklingum í Fossvogi mun fjölga og kallar það á enn markvissari stýringu þeirra milli eininga spítalans. Því er sérstaklega mikilvægt að staðið sé vel að forgangsröðun. Hjúkrunarfræðingur sér og metur alla sjúklinga sem koma inn á slysa­ og bráðadeild. Húsnæðið verður stækkað og aðstaða til forflokkunar mun batna mikið. Með markvissri og góðri forflokkun stuðla hjúkrunarfræðingar að öryggi sjúklinga. Þeir tryggja að sjúklingar eru skoðaðir og færðir til meðferðar á slysa­ og bráðadeild samkvæmt alvarleika veikinda eða áverka þeirra en ekki eftir því hver hefur hæst eða hefur beðið lengst. Ágústa Hjördís Kristinsdóttir er hjúkrunar- fræðingur, M.Sc., og Ingibjörg Sigurþórs- dóttir er hjúkrunarfræðingur og aðstoðar- deildarstjóri á slysa- og bráðadeild á Land- spítala í Fossvogi. Heimildir Borgarspítalinn (1990). Ársskýrsla. Reykjavík: Borgarspítalinn. Eitel, D.R., Travers, D.A., Rosenau, A.M., Gilboy, N., og Wuerz, R.C. (2003). The Emergency Severity Index triage algorithm version 2 is reliable and valid. Academic Emergency Medicine, 10 (10), 1070­1080. Ekwall, A., Gredtz, M., og Manias, E. (2008). The influence of patient acuity on satisfaction with emergency care: Perspectives of family, friends and carers. Journal of Clinical Nursing, 17 (6), 800­809. Emergency Nurses Association (2005). Crowding in the emergency department – Position Statement. http://multivu.prnewswire.com/ mnr/ena/26785/docs/Position_Statement_ Emergency_Department_Crowding.doc. Gilboy, N., Tanabe, P., og Travers, D. (2005). Emergency Severity Index, version 4: Implementation handbook. Rockville: Agency for Healthcare Research and Quality. Newberry, L. (2003). Sheehy´s emergency nursing: Principles and practice (5. útgáfa). St.Louis: Mosby og Emergency Nurses Association. Van Der Wulp, I., Schrijvers, A.J.P., og Van Stel, H.F. (2009). Predicting admission and mortal­ ity with the Emergency Severity Index and the Manchester Triage System: A retrospective observational study. Emergency Medicine Journal, 24 (7), 506­509. Fimm flokka forgangsröðun Slysa-og bráðadeild Þarf tafarlausa meðferð? Á þetta við: Yfirvofandi hættuástand? Skert meðvitund eða rugl? Mikið andlegt álag? Verkur 7 á VAS? Fjöldi inngripa Upphaf mats 1Já 0 1 >2 Lífsmörk/ Hættumörk? 3 45 2 Nei Nei Nei Já Já Já íhuga <1 mín að meðferð <10 mín að meðferð Endurmat:30 mín. Endurmat:120 mín. Endurmat:60 mín. Aldur <3 mán. 3m-3 ára 3-8 ára >8 ára Púls >180 >160 >140 >100 Öndun >50 >40 >30 >20 SpO2 < 92% Heimild: Emergency Severity Index Version 4. Ábyrgðarmenn Á. Hjördís Kristinsdóttir & Ingibjörg Sigurþórsdóttir. Apríl 2009. Mynd 1. Fimm flokka forgan srö un á slysa- og bráðadeild.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.