Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Side 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Side 48
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 201044 European Federation of Nurses Associa tions eða Evrópusamtök félaga hjúkrunarfræðinga (EFN) er samráðs­ vettvangur evrópskra hjúkrunar félaga. EFN var stofnað 1971 til að sinna hags­ munagæslu hjúkrunarfræðinga gagnvart stofnunum Evrópusambandsins (ESB), það er framkvæmdastjórn, Evrópuþingi og ráðherraráði, einkum vegna hjúkrunar­ námsins og Evróputilskipunar um frjálsa fólksflutninga þvert á landamæri sem verið var að vinna drög að á þeim tíma. Aðildarfélög EFN eru frá 27 aðildarlöndum ESB auk Króatíu, Íslands, Noregs og Sviss. Auk þess hafa Samtök evrópskra sérfæðinga í hjúkrun (ESNO), Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN), Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Félag evrópskra hjúkrunarnema (ENSA) áheyrnaraðild á aðalfundum EFN. EFN ákvað árið 1997 að opna samtökin fyrir evrópskum félögum hjúkrunarfræðinga í löndum utan ESB. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) þáði boðið 1998 og varð fullgildur aðili að samtökunum vorið 2003. FÍH hefur tekið mjög virkan þátt í starfsemi EFN frá þessum tíma og fulltrúi þess starfar á fundum EFN í fastanefndum samtakanna, einkum í nefnd um vinnuafl. Innan EFN er breið þekking sem nýtist vel við þátttöku í mótun heilbrigðisstefnu ESB. EFN styður við umræðu og hefur bein áhrif á ákvarðanatöku Evrópusambandsins um allt sem hefur eða kann að hafa áhrif á hjúkrunarstéttina. Samtökin, sem reka skrifstofu í miðri hringiðu ákvarðanatökuferlisins í FÍH Í ALÞJÓÐASTARFI: HJÚKRUNARFRÆÐINGAR EVRÓPU VINNA SAMAN AÐ HAGSMUNAGÆSLU Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga tekur þátt í margvíslegu alþjóðasamstarfi. Í þessari grein er Evrópa í kastljósinu en hér er ýtarlega sagt frá störfum EFN. Kemur það lesendum örugglega á óvart hversu mikil áhrif hjúkrunarfræðingar geta haft á ákvarðanir innan Evrópusambandsins. Jón Aðalbjörn Jónssson, jon@hjukrun.is Brussel, eru sterkur málsvari sem talar einni röddu fyrir alla hjúkrunarfæðinga aðildarfélaganna. Þau kynna og hafa í frammi gildi hjúkrunar hvar sem þau koma að og styrkja auk þess tengsl hjúkrunarfélaga og annarra heilbrigðisstarfsmanna innan Evrópu. Í framkvæmdanefnd EFN eru forseti, varaforseti, gjaldkeri og fjórir EFN­fulltrúar, kosnir á aðalfundi úr hópi fulltrúa félaga með fulla aðild. Framkvæmdanefndin fer með æðsta vald milli aðalfunda og undirbýr aðalfund EFN í náinni samvinnu við framkvæmdastjóra samtakanna. Aðalfundir EFN eru tveir á ári. Þar hittast fulltrúar aðildarfélaganna og sitja saman í vinnunefndum. Þrjár fastar vinnunefndir starfa innan EFN, nefnd um vinnuafl, fagnefnd og nefnd um opinbera stefnu. Markmiðið með starfsemi nefndanna er að geta unnið betur þau mál sem aðalfundir, framkvæmdnefnd eða umræða innan ESB kallar á hverju sinni. Nefndirnar byggja starf sitt á skýrslu framkvæmdastjóra og fyrirliggjandi aðgerðaáætlun EFN við mótun tillagna um framkvæmdir og forgangsröðun EFN og skrifa tillögur fyrir aðalfundinn sem síðan leggur grunninn að því hvernig hagsmunagæslu hjúkrunarfræðinga skuli háttað á vettvangi ESB. Nefndirnar geta skipað vinnuhópa eftir þörfum og gert sjálfstæðar tillögur til aðalfundar. Í nefndunum sitja að jafnaði 7­10 fulltrúar aðildarfélaga. Vorfundur EFN árið 2011 verður haldinn í Reykjavík. Opinber tungumál EFN eru franska og enska. Fagnefnd er ráðgefandi og gerir tillögur um fagleg málefni og viðbrögð EFN. Það er á ábyrgð nefndarinnar að vinna við stefnuyfirlýsingar sé í samræmi við stefnu og starfsáætlun EFN. Hún gerir áætlanir um verkefni til lengri og skemmri tíma. Fagnefnd er framkvæmdanefnd til ráðgjafar og henni ber að fylgjast náið með þeim faglegu málefnum sem eru í deiglunni hverju sinni innan stofnana Evrópu. Aðalfundur felur nefndinni að sinna hagsmunagæslu um fagleg málefni milli funda. Stefnumál, sem nefndin vinnur að nú, eru: • Að mæla fyrir öryggi sjúklinga og gæðum í hjúkrun. • Að yfirfara þær afleiðingar sem frumvarp um tilskipun um heilbrigðis­ mál felur í sér og undirbúa umsögn til ESB. • Að fara yfir alla þætti tengda Bologna­ ferlinu og gera tillögur um viðbrögð. • Að móta stefnu um faglega símenntun. • Að yfirfara afleiðingar stækkunar ESB með hliðsjón af tilskipun um jafna viðurkenningu réttinda, við haldi staðla og búferlaflutningum hjúkrunar­ fræðinga og gera tillögur um viðbrögð EFN í þessum málum.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.