Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Síða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Síða 54
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 201050 Útdráttur Umræða um hjúkrun er oft einsleit og snýst oft um annríki hjúkrunarfræðinga. Mikilvægt er að koma með fleiri sjónarhorn í þá umræðu, greina í hverju annríkið felst og gefa skýra mynd af fjölbreyttum störfum hjúkrunarfræðinga. Störf hjúkrunarfræðinga á skurðlækningadeildum fela í stórum dráttum í sér að annast sjúklinga sem þarfnast skurðaðgerðar. Ekki er þó vitað með vissu hvað starfið felur nákvæmlega í sér enda hefur það lítt verið kannað hérlendis. Markmið rannsóknarinnar var að greina hvað felst í störfum hjúkrunarfræðinga á skurðlækningadeildum. Gagnasöfnun var eigindleg en myndaður var einn rýnihópur með tíu hjúkrunarfræðingum frá átta deildum á skurðlækningasviði. Hópurinn hittist tíu sinnum þar sem þátttakendur greindu nákvæmlega frá einni vakt í starfi sínu og atvikum sem þar höfðu komið upp, staldrað var við ákveðin atriði og kafað dýpra í þau. Umræður hópsins voru teknar upp á segulband, afritaðar, þemagreindar og þemun borin undir þátttakendur. Greind voru fimm meginþemu og eitt yfirþema: „Í hringiðu faglegrar færni“ og stendur það fyrir fjölbreytt störf hjúkrunarfræðinga sem unnin eru af fagmennsku í síbreytilegu umhverfi. Meginþemun eru: 1) að vinna margslungin verk af færni, 2) að finna hið sérstæða meðal hins almenna, 3) að fást við flæði upplýsinga og samskipti, 4) að hrærast í síbreytilegu umhverfi og láta hlutina ganga og 5) að nýta starfsþroskann og njóta hans. Þemun endurspegla að þungamiðjan í starfi hjúkrunarfræðinga á skurðlækningasviði er samskipti við sjúklinga, aðstandendur og samstarfsfólk. Starfið felur einnig í sér að beita tæknilegri færni, hafa eftirlit með hugsanlegum fylgikvillum aðgerða og óeðlilegu ástandi, svo og að bregðast sífellt við breyttu ástandi á deildinni. Lykilorð: hjúkrun, inntak hjúkrunar, rýnihópur. INNGANGUR Umræða um hjúkrun er oft einsleit og snýst oft um annríki hjúkrunarfræðinga. Mikilvægt er að koma með fleiri sjónarhorn í þá umræðu og greina í hverju annríkið felst, gefa skýra mynd af störfum hjúkrunarfræðinga og draga upp fjölbreyttari mynd af starfinu. Upplýsingar um í hverju sérstaða hjúkrunar aðgerðarsjúklinga felst má nota til að greina álag í starfi hjúkrunarfræðinga og til endurskoðunar á störfum hjúkrunarfræðinga, til dæmis hvaða störfum megi útdeila til annarra stétta þannig að dýrmætum tíma hjúkrunarfræðinga sé að mestu varið í störf sem taka mið af þörfum sjúklinga. Upplýsingar um hvað gefur starfinu gildi gætu bætt undirbúning á skurðlækningadeildum og verið mikilvægt innlegg í starfsþróun hjúkrunarfræðinga. Katrín Blöndal, Landspítala, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Bergþóra Eyjólfsdóttir, Landspítala, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, Landspítala AÐ VINNA MARGSLUNGIN VERK AF FAGMENNSKU Í BREYTILEGU UMHVERFI: Um störf hjúkrunarfræðinga á skurðlækningadeildum ENGLISH SUMMARY Blondal, K., Eyjolfsdottir, B., Sveinsdottir, H. The Icelandic Journal of Nursing (2010), 86 (1), 50-56 Working proficiently in an ever-changing environment: Nurses in surgical wards Discourse about nursing often concentrates on the workload of nurses. It is important to introduce a different perspective on that discourse by presenting a clear picture of the diversity of their work. Being a nurse within a surgical division includes caring for surgical patients. As this aspect has not been studied in great detail in Iceland, it is unclear what precisely the work encompasses. The aim of this study was to identify what the practices of nurses within the surgical wards of Landspítali ­University Hospital comprise. Data were collected by qualitative methods. One focus­group was formed with ten nurses who worked at eight wards within the surgical division of Landspítali ­University Hospital. The group met ten times and each participant described in detail one shift and the eventful incidences that took place during their working day. The discussions were tape­recorded, analysed, themes detected and verified by the participants. Five main themes emerged with the overarching theme “in the flow of professional competence” entailing a multifaceted and complex work, performed in a ever­changing environment. The main themes are 1) Performing manifold nursing tasks proficiently; 2) To find the particular within the ordinary; 3) To master the flow of information and communication; 4) Existing within an unpredictable environment and getting the work done; 5) To make use of and enjoy one’s professional development. These themes reveal that the essence of the nurses’ practice is communication with patients, relatives and co­workers. However, applying technological competency, surveillance, management and constant adaptation to altered circumstances is also a part of their work. Key words: nursing practice, nursing mandate, focus group. Correspondance: katrinbl@landspitali.is

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.