Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Síða 15
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 2013 11
„Því miður er heilsugæslan
alls ekki alltaf fyrsta val
fólks heldur sérfræðilæknar,
slysa- og bráðadeild og
svo læknavaktin. Það er
kominn tími til að ráðamenn
sjái þann þjóðhagslega
ávinning sem liggur í öflugri
heilsugæslu.“
„Nauðsynlegt er að gera góða könnun á
viðhorfi og skoðun almennings til starfsemi
heilsugæslustöðva og samskipta við
heilbrigðisstarfsmenn. Þær niðurstöður
yrði að nota í stefnumótunarvinnu. Ég er
að tala um almennilega könnun en ekki
þjónustukönnunina sem er gerð á vegum
Embættis landlæknis,“ bætir hún við.
Brynja telur að setja þurfi miklu meiri
fjármuni í grunnstoðir heilbrigðiskerfisins.
„Ef vel er fylgst með lífsstílseinkennum
og grunnur lagður að virkilega
heilsteyptri forvarnaþjónustu má koma í
veg fyrir dýrar innlagnir á sjúkrahús og
meðferðarstofnanir. Það er kominn tími
til að ráðamenn sjái þann þjóðhags-
lega ávinning sem liggur í öflugri
heilsugæslu. Það vita allir að það borgar
sig ekki að byrgja brunninn eftir að
barnið er dottið í hann. Við horfum
líka fram á hlutfallslega fjölgun aldraðra.
Heimahjúkrun á eftir að verða stærri og
stærri hluti heilsugæslunnar,“ segir hún
með áhersluþunga.
„Það þarf líka að efla störf skóla-
hjúkrunar fræðinga því í raun er hlutverk
þeirra gríðarlega mikilvægt. Skóla-
hjúkrunarfræðingar geta komið auga á
krakka í áhættuhóp og ef þeirra starf
væri styrkt betur væri hægt að grípa
inn í miklu fyrr og það myndu sparast
miklir peningar í framtíðinni,“ segir hún
og heldur svo áfram: „Ég tala mjög mikið
við notendur heilbrigðiskerfisins og fæstir
vita hvað hjúkrunarfræðingar gera á
heilsugæslustöðvum annað en að vera
í ung- og smábarnavernd og kannski í
heimahjúkrun. Flestir líta á heilsugæslu
sem læknamóttöku og of margir eru
óánægðir með þjónustuna því þeir fá ekki
tíma strax og eftirfylgnin mætti vera betri.“
„Það slær mig líka þegar ég fer á
heimasíðu heilsugæslunnar hvernig
þjónustan er skilgreind í yfirflokkum. Þar
er læknisþjónusta, mæðravernd, ung-
og smábarnavernd, heilsuvernd skóla-
barna og hjúkrunarþjónusta. Undir aðra
þjónustu kemur meðal annars geðheilsa
sem ég skil ekki af hverju er flokkuð undir
aðra þjónustu. Ég leitaði að forvörnum og
fann þær undir fræðslu en þær náðu að
mig minnir aðeins til níunda bekkjar. Að
vísu er fjallað um að hætta að reykja. Hér
þarf að stokka upp og flokka þjónustu
eftir vandamálum skjólstæðinga sem
leita til heilsugæslunnar en ekki eftir
innra skipulagi stofnana. Í fyrstu atrennu
detta mér í hug yfirflokkar eins og:
Sjúkdómar og meðferð; skyndimóttaka
smáslysa og sýkinga; heilsuvernd og
forvarnaþjónusta; fjölskylduþjónusta
og þroskagreining; heimahjúkrun og
heimaþjónusta; aðhlynning og sprautur;
mælingar og prufur“ og svo framvegis,
segir Brynja.
„Við þurfum að vera duglegri að finna
sláttinn í þjóðfélaginu – skoða hvaða
tæki og tól virka til að koma boðskap
heilbrigðis á framfæri. Það væri
athyglisvert að gera markhópagreiningu
á skjólstæðingum heilsugæslunnar og
fá þannig yfirsýn yfir hvernig þeir nota
heilsugæsluna og hvaða leiðir þeir nota
til að afla sér þekkingar. Sumir vilja helst
nota netið, aðrir bein samskipti og svo
framvegis,“ bætir hún við.
„Við þurfum að vera meiri talsmenn
heilbrigðis og tala fyrir lífsstílsbreytingum.
Heilsugæslan þarf að taka forystu og vera
faglegi fyrirliðinn í stað þess að vera alltaf
að bregðast við því sem gerist – snúast
frekar um að móta heilbrigðan lífsstíl
og leggja minni áherslu á veikindi og
sjúklinga,“ segir hún með þunga. Brynja
nefnir máli sínu til stuðnings nýlegan
forvarnadag þar sem margir aðilar tóku
höndum saman en hjúkrunarfræðingar
eða heilsugæslustöðvar voru ekki þar á
meðal. Eins nefnir hún hvernig bankar
hafa eignað sér maraþonshlaup og tengja
þannig ímynd heilbrigðis við starfsemi sína.
„Af hverju standa heilsugæslustöðvarnar
ekki fyrir heilsudögum, hlaupum, setja
upp matarblogg og heilsusamlegar
uppskriftir? Heilsugæslan þarf að byggja
upp ímynd sem fyrirmynd heilsuverndar
og þjóna því hlutverki af festu,“ segir hún.
„Heilsugæslan þarf að taka
forystu og vera faglegi
fyrirliðinn í stað þess að
vera alltaf að bregðast við
því sem gerist – snúast
frekar um að móta
heilbrigðan lífsstíl og leggja
minni áherslu á veikindi og
sjúklinga.“
Hvað þarf að hafa í huga ef heilsugæslan
vill auglýsa þjónustu sína?
„Þjónusta byggist á samskiptum við
viðskiptavininn og hann er drifkraftur
starfseminnar. Hann notar eðlilega
ekki þjónustu sem hann veit ekki að
er til staðar og því er spurning hvort
heilsugæslan þurfi hreinlega að auglýsa
starfsemi sína og kenna fólki hvernig það
getur nýtt sér þjónustu hennar,“ segir
Brynja.
„Kannski væri hægt að setja á stofn
Heilsustofu Íslands sem hefði það
hlutverk að halda utan um ýmislegt tengt
heilsugæslu og lífsstíl,“ segir Brynja
og fer á flug. „Stofan gæti haldið úti
miðlægri heimasíðu og gagnabanka með
fræðsluefni, haldið utan um ráðstefnur og
námskeið í faginu, verið með viðburðasíðu
og svo framvegis. Þarna væru myndskeið
og myndbönd og gagnvirk heilsu-
matstæki. Stofan myndi líka sjá um
Facebook og senda út fréttatilkynningar.
Hún myndi enn fremur vinna að íslensku
smáforriti um heilsuvernd og sjúkdóma,
eins og til dæmis iTriad. Þá myndi hún
halda utan um klúbba og sjúklingahópa
og framkvæma kannanir. Þar yrði
unnið af festu í „hagsmunagæslu“ fyrir
heilsugæsluna, ekki veitir af. Ég veit
að Lýðheilsustöð hefur sinnt þessu að
hluta en ég sé fyrir mér stofu sem
er greypt í grasrótina og notar miklu
fleiri miðla en prent og netið til að
ná eyrum skjólstæðinga sinna.“ Með
þessum kraftmiklu orðum Brynju lýkur
svo viðtalinu.