Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Page 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Page 24
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 201320 BREYTINGAR Á ÚTHLUTUNARREGLUM STYRKTAR- OG SJÚKRASJÓÐS Guðbjörg Pálsdóttir og Gunnar Helgason, gudbjorgpals06@gmail.com Hinn 1. febrúar sl. tóku gildi nýjar úthlutunarreglur fyrir styrktar- og sjúkrasjóð Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga en reglurnar voru samþykktar í lok janúar af stjórn FÍH og stjórn styrktar- og sjúkrasjóðs. Breytingarnar eru mjög umfangsmiklar og hafa mikil áhrif á réttindi sjóðsfélaga úr sjóðunum. Meginástæðan fyrir breytingunum er afar slæm fjárhagsstaða sjóðanna þrátt fyrir breytingarnar sem gerðar voru á úthlutunarreglunum 1. júlí 2012. Sú breyting hefur ekki skilað tilætluðum árangri og því þörf á frekari aðgerðum. Gerðar voru eftirfarandi breytingar á úthlutunarreglum sjóðanna frá og með 1. febrúar 2013: 1. Einungis verða veittir sjúkradag- peningar vegna ólaunaðrar fjarveru frá vinnu í sex mánuði úr báðum sjóðunum og fæðingarstyrkur úr styrktarsjóði. 2. Hætt verður að taka við umsóknum um aðra styrki vegna útgjalda sem getið hefur verið um í núgildandi úthlutunarreglum sjóðanna og falla til eftir að breyttar úthlutunarreglur taka gildi 1. febrúar 2013. Ákveðið var að gera þessar breytingar með mjög stuttum fyrirvara til þess að þær hefðu tilætlaðan árangur. Styrktarsjóður og sjúkrasjóður voru stofnaðir til bráðabirgða í byrjun árs 2010 eftir úrsögn FÍH úr BHM. Sjóðsfélagar í styrktarsjóði (opinberir starfsmenn) eru 2817 og í sjúkrasjóði (almennur markaður) 145. Vegna málaferla FÍH við BHM lánaði vinnu deilusjóður FÍH sjóðunum fyrir úthlutunum fram til apríl 2011. Úthlutunar reglur þessara bráða- birgðasjóða hafa heimilað ýmsa styrki til sjóðsfélaga og voru reglurnar nánast þær sömu og gilt höfðu um styrktar- og sjúkrasjóð BHM. Hins vegar eru einu tekjur sjóðanna iðgjöld greidd af launa- greiðendum (0,75% af heildar launum í styrktarsjóð og 1% af heildarlaunum í sjúkrasjóð). Árið 2012 voru iðgjöldin fyrir hvern félagsmann að meðaltali:

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.