Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Page 44
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 201340
spítalinn hækka laun hjúkrunarfræðinga
einhliða og eftir eigin geðþótta.
Eftir kynningu fulltrúa hjúkrunarfræðinga
í sam starfsnefndinni tóku fjölmargir
þátt í umræðum. Að umræðum og
fyrirspurnum loknum fór fram ráðgefandi
skoðanakönnun þar sem spurt var:
„Vilt þú að fulltrúar hjúkrunar fræðinga
í samstarfsnefnd Land spítala vegna
endurskoðunar stofnanasamnings
samþykki fyrirliggjandi tilboð frá Land-
spítala?“ Alls tóku 497 þátt í könnuninni.
Já sögðu 39 og nei sögðu 452 eða 91%.
Á fundi í samstarfsnefndinni daginn
eftir var fulltrúum Landspítala tilkynnt
að FÍH hafnaði tilboðinu. Framhaldið er
óljóst en Landspítalamenn hafa sagt að
hjúkrunarfræðingar, sem hafa sagt upp
störfum, þurfi að draga uppsagnirnar
til baka fyrir 12. febrúar til þess að
fá launahækkun. Endurskoðun á
stofnanasamningi var því komin í
pattstöðu sem sá ekki fyrir endann á
þegar þetta tölublað fór í prentun.
Hvað segja hjúkrunarfræðingar?
Tímarit hjúkrunarfræðinga heyrði í
nokkrum hjúkrunarf ræðingum en svo
virðist sem fáir hjúkrunarfræðingar muni
draga uppsagnir til baka. Heyrst hefur að
enn fleiri hafi sagt upp störfum í vikunni
eftir að tilboð Landspítalans var lagt fram
og svo hafnað af hjúkrunarfræðingum.
Mikil ókyrrð er einnig í öðrum stéttum og
hafa tæplega 50 geislafræðingar sagt
starfi sínu lausu. Lífeindafræðingar hafa
talað á svipuðum nótum. Á bæklunardeild
ákváðu síðustu deildarlæknarnir að segja
upp þar sem þeir sáu fram á að þurfa
að bera óbærilega vaktabyrði eftir að
aðrir deildarlæknar höfðu hætt. Nokkrum
dögum eftir fund hjúkrunarfræðinga
funduðu almennir læknar á Landspítala
og var þungt hljóðið í mönnum.
Eva Hjörtína Ólafsdóttir, aðaltrúnaðar-
maður hjúkrunarfræðinga á Landspítala,
segir það vera sína tilfinningu að
uppsagnir hjúkrunarfræðinga stafi bæði
af launakjörum og af vinnuálagi og
vinnuskipulagi. Allt árið 2012 var mikið
álag á starfsfólkinu og ekki hefur það
batnað í janúar. Hjúkrunarfræðingar hafi
misst trúna á að vinnuaðstæður muni
batna og þeim finnist ástandið frekar fara
versnandi. Stjórnendur virðist bregðast
við þegar vandi er á höndum en skipulag
og framtíðarsýn vanti. Til dæmis er vitað
að álagið er meira í janúar og febrúar
en ekki hafi verið gert ráð fyrir því í
mönnunaráætlunum.
Varðandi launamálin segir Eva Hjörtína
það vera ljóst að röðun hjúkrunarfræðinga
í stofnanasamningi sé ekki í samræmi við
menntun og vinnuframlag þeirra. „Við
hjúkrunarfræðingar erum þreyttir á að
heyra að við séum of mörg til þess
að geta fengið sæmileg laun. Það er
einfaldlega dýrt að hafa þrettán hundruð
manns í vinnu,“ segir hún.
Uppsagnir hjúkrunarfræðinga byrjuðu
sem mótmæli við hægagangi í stofnana-
samningaviðræðunum en er nú orðnar
að alvarlegu vandamáli fyrir Landspítala.
Eva Hjörtína hefur sjálf ekki sagt upp.
Hún er ein af fulltrúum hjúkrunarfræðinga
í samstarfsnefndinni en þeirra markmið
er að ná fram endurskoðun og viðbótum
á stofnanasamningi fyrir alla hjúkrunar-
fræðinga á Landspítala. Að hennar mati
hefur vinnuumhverfi spítalans breyst
það mikið sl. ár að endurskoðun á
stofnanasamningi er löngu tímabær.
„Uppsagnirnar eru eitthvað fyrir
Landspítala að kljást við og ekkert sem
kemur samningaviðræðunum beint við,“
segir hún.
Á næstu mánuðum mun svo koma í
ljós hvort niðurstaðan, sem næst við
endurskoðun stofnanasamningsins,
verður þannig að þeir sem hafa sagt
upp kjósi að draga uppsagnirnar til baka
eða ráða sig aftur. „Hver og einn verður
bara að taka ákvörðun fyrir sig,“ segir
Eva Hjörtína. Tímarit hjúkrunarfræðinga
náði tali af nokkrum hjúkrunarfræðingum
sem hafa nú þegar ákveðið að snúa ekki
aftur. Aðrir hafa ekki ákveðið sig og enn
aðrir eru að velta fyrir sér að bætast í hóp
þeirra sem hafa sagt upp.
Sólhildur Svava Ottesen starfar á blóð-
l ækningadeild Landspítala. Fjölskyldan
ákvað í fyrra að flytjast til Danmerkur
í sumar og gerði Sólhildur ráð fyrir að
vinna á Landspítala þangað til. Hún er
hins vegar ein af þeim sem sögðu upp í
lok nóvember og mun því hætta 1. mars
nk. „Tilboð ríkisstjórnarinnar kemur of
seint, hún hefur dregið það allt of lengi,“
segir Sólhildur. Hún hefur þegar fengið
vinnu í Noregi og mun að líkindum vinna
þar fram að hausti. „Í Noregi er vinnuvikan
styttri og ég mun fá um helmingi hærri
laun,“ segir hún. Á meðan mun hún leita
sér að vinnu í Kaupmannahöfn þar sem
fjölskyldan ætlar að setjast að. Maðurinn
hennar er Dani og eftir fjármálahrunið
finnst þeim þau ekki geta framfleytt sér á
Íslandi og hafa því ákveðið að fara utan.
Sólhildur hefur áður unnið í Noregi og
Danmörku og segist bara vera brött og
ánægð með þessa ákvörðun þó að hún
taki á. „Það er gefandi að starfa erlendis
og sjá hvernig aðrir vinna en nú fer ég út
vegna þess að ég neyðist til þess.“
Anna Gyða Gunnlaugsdóttir, hjúkrunar-
fræðingur á krabbameinslegu deild á
Landspítalanum, skrifaði nýlega pistil
á vefinn undir fyrirsögninni ÉG SEGI
UPP! Hún hafði þá fyrir stuttu ráðið
sig á Landspítala og er því einungis
með mánaðar uppsagnarfrest. Hún
segist ekki geta unnið áfram þar sem
vinnuálagið er gífurlegt og þjónustan,
sem hún og aðrir þurfa að láta nægja
að veita sjúklingunum, ekki sæmandi.
Þetta er í annað skiptið sem hún yfirgefur
Landspítalann en fyrir nokkrum árum
vann hún á öldrunardeild á Landakoti en
gat ekki sætt sig við þjónustuna sem þar
var í boði.
„Það er með mikilli eftirsjá að ég segi
upp. Ég get þó ekki annað, slíkt er
vinnuálagið. Mér ofbauð á Landakoti og
ætlaði ég að yfirgefa hjúkrun til framtíðar
og fór í ljósmyndanám árin 2010-2012.
Ég hef alltaf haft afar gaman af hjúkrun
og finnst ég hafa mikið að gefa þar.
Ég er með haldgóða menntun, víðtæka
starfsreynslu og langan starfsaldur. Ég
átti því mjög erfitt með að yfirgefa hjúkrun
alveg, ákvað að prófa að sameina hjúkrun
og ljósmyndun og réði mig því í 80%
starfi.
Eftir að ég byrjaði á deildinni hef ég varla
snert myndavél, milli vinnutarna geri ég
lítið annað en að hlaða upp fyrir næstu
törn. Ég skríð heim úr vinnunni. Nú finnst
mér þjónustan við sjúklingana á deildinni
orðin slík að ekki er lengur við unað. Ég