Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Qupperneq 50
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 201346
Rannsóknarsnið og þátttakendur
Gerð var könnun með þverskurðarsniði þar sem lagðir voru fyrir
spurningalistar. Úrtakið var þægindaúrtak. Í því voru nemendur
sem stunduðu nám í sex deildum innan Háskóla Íslands á
tímabilinu janúar til maí árið 2005 (n=423). Þátttakendur tóku
sjálfviljugir þátt í rannsókninni og gátu þeir tekið þátt sem
skildu íslenskt tal- og ritmál. Rannsóknin var hluti af alþjóðlegu
rannsóknarverkefni International Sexuality Description Project
(2) (ISDP 2) sem Sóley S. Bender er þátttakandi í.
Spurningalistar
Spurningalistarnir, sem notaðir voru í þessari rannsókn, voru 5
af 21 spurningalista sem alþjóðlega rannsóknin byggðist á og
hafa verið þýddur á 30 tungumál en upprunalega tungumálið er
enska. Um þýðinguna sáu Sölvína Konráðsdóttir sálfræðingur
í samráði við Sóleyju S. Bender en farið var eftir alþjóðlegum
reglum um þýðingar. Eftirfarandi spurningalistar voru lagðir til
grundvallar þessari rannsókn.
Persónulegar upplýsingar og fjölskyldusaga þar sem notaðar
voru upplýsingar um kyn og aldur.
Sjálfsvirðing (self-esteem inventory). Með spurningalistanum
var skoðað heildarmat einstaklingsins á því hversu mikils virði
hann eða hún er sem manneskja (Pullman og Allik, 2000).
Spurningalistinn inniheldur tíu atriði þar sem fram koma
fullyrðingar um mat þátttakenda á sjálfum sér og merkja þeir
við á fjögurra gilda Likert-kvarða frá 1 (afar sammála) til 4
(afar ósammála). Dæmi: „Stundum finnst mér ég vissulega
vera einskis nýt(ur).“ Innri áreiðanleiki (internal reliability)
mælitækisins var mældur með Chronbach-alfa, α=0,84, og er
hann sá sami og hefur áður komið fram [α=0,84] (Pullman og
Allik, 2000).
Vingjarnleiki (agreeableness inventory). Þessi spurningalisti var
notaður til að kanna hvort einstaklingar hafa tilhneigingu til
að vera þægilegir og greiðviknir við félagslegar aðstæður og
hvort þeir líti á aðra sem heiðarlega, trausta og áreiðanlega
(Benet-Martínez og John, 1998). Spurningalistinn inniheldur
níu atriði þar sem fram koma fullyrðingar um mat þátttakenda
á sjálfum sér og merkja þeir við á fimm gilda Likert-kvarða frá 1
(afar ósammála) upp í 5 (afar sammála). Dæmi: „Er hjálpleg og
óeigingjörn gagnvart öðrum.“ Innri áreiðanleiki spurningalistans
var kannaður með Chronbach-alfa, α=0,67, en hann er
lægri en komið hefur fram í öðrum rannsóknum [α=0,80]
(Paulhus, 1998). Spurningalistinn var notaður til að kanna
hugsmíðaréttmæti tengslakvarðans og líkans Bartholomew
(1990) um tengsl.
Tengsl (relationship questionnaire). Með spurningalistanum var
könnuð tengslagerð einstaklinga (Bartholomew og Horowitz,
1991). Tengsl eru náið tilfinningalegt samband tveggja
einstaklinga sem einkennist af gagnkvæmri ást og löngun til að
viðhalda þessari nánd (Shaffer, 2002). Spurningalistinn byggist
á fjórum persónulýsingum og merkja þátttakendur við hversu
vel þeir telja hverja lýsingu eiga við sig á sjö gilda Likert-kvarða
sem nær frá 1 (lýsir mér ekki) til 7 (lýsir mér nákvæmlega). Því
fleiri stig, sem þátttakandinn fær, því betur telur hann ákveðna
tengslagerð eigi við sig. Dæmi um persónulýsingu er varðar
trausta tengslagerð: „Ég verð auðveldlega tilfinningalega
náin(n) öðru fólki. Mér finnst þægilegt að vera öðrum háð(ur) og
að aðrir séu háðir mér. Ég hef ekki áhyggjur af því að vera ein(n)
eða að aðrir samþykki mig ekki.“ Tengslakvarðinn var notaður
til að finna út líkanið af sjálfinu og líkanið af öðrum og kvíða
og hliðrun í tengslum. Það var gert á eftirfarandi hátt: Líkanið
af sjálfinu = (traust + losaraleg) – (ýkt + óttablandin) og líkanið
af öðrum = (traust + ýkt) – (losaraleg + óttablandin) (Schmitt
Mynd 1. Fjögurra flokka líkan Bartholomew af tengslum fullorðinna einstaklinga.
Jákvætt líkan
af öðrum
Neikvætt líkan
af öðrum
Jákvætt líkan
af sjálfinu
Traust
Losaraleg
Ýkt
Óttablandin
Neikvætt líkan
af sjálfinu