Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Page 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Page 7
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 2011 3 „Hjúkrun á hjúkrunarheimili beinist að því að tryggja vellíðan íbúa og viðhalda færni þeirra eins og frekast er unnt ásamt því að draga úr framþróun sjúkdóma og fylgikvillum samfara þeim. … Hjúkrunarfræðingur skal í samráði við íbúa og samstarfsfólk skipu leggja, stjórna og meta hjúkrunar­ þjónustu fyrir sérhvern íbúa.“ Svo segir í riti Landlæknisembættisins, Áherslur í heil brigðisþjónustu á hjúkrunarheimilum frá 2008. Nokkur umræða hefur verið undanfarið um hjúkrun og aðbúnað aldraðra á hjúkrunarheimilum. Ingibjörg Hjaltadóttir kynnti nýlega hluta doktorsrannsóknar sinnar um gæði umönnunar á íslenskum hjúkrunar heimilum. Niðurstöður rann­ sóknar Ingi bjargar eru sláandi og fram hjá þeim geta stjórn endur hjúkrunar heimila og stjórn völd ekki horft enda liggur vönduð og yfirgrips mikil rannsóknarvinna að baki. Meðal þess sem fram kemur í rannsókn Ingibjargar er að um helmingur íslenskra hjúkrunar heimila á í viðvarandi vanda þegar kemur að gæðum umönnunar. Líkam­ legum þörfum íbúanna virðist vel sinnt, til dæmis varðandi næringu og meðferð við þvag leka. Á um helmingi heimilanna eru þó þrýstingssár of algeng. Þegar kemur að andlega og félagsþega þættinum blasir hins vegar við önnur og dekkri mynd. Um 49% íbúa hjúkrunarheimila eru með einkenni þunglyndis, 39% eru með hegðunarvanda og 53% íbúa eða fleiri hafa litla eða enga afþreyingu. Tveir af hverjum þremur íbúum taka níu eða fleiri lyf! Rannsókn Ingibjargar leiðir í ljós að átta til tíu hjúkrunarheimili hér á landi eiga í verulegum vanda og veita ekki viðunandi þjónustu. Sú spurning, sem hlýtur að vakna við svo sláandi upplýsingar, er hvernig þetta megi vera, hvernig hjúkrunarheimili, sem rekin eru að mestu fyrir opinbert fé, geti veitt svo mismunandi þjónustu? Að mínu mati liggur vandinn í því að sú þjónusta, sem hjúkrunarheimilin eiga að veita, hefur ekki verið skilgreind nægilega vel. Aðeins eitt hjúkrunarheimili hefur fullburða þjónustusamning við ríkið, það er Sóltún. Er það boðleg stjórnsýsla að ríkið afhendi rekstraraðilum hjúkrunarheimila allt að 15 milljarða árlega án þess að skilgreina hvað verið er að kaupa, hvaða þjónustu ríkið vill fá fyrir þetta mikla fé? Nei, það er með öllu óviðunnandi. Þegar Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) voru settar á stofn 2008 var gert ráð fyrir að stofnunin annaðist alla samningsgerð um kaup á heilbrigðisþjónustu. Gert var ráð fyrir að samningar við þá sem reka hjúkrunarheimili kæmu til framkvæmda eigi síðar en 1. janúar 2010. Í árslok 2009 var gildistökunni frestað um eitt ár. Í frumvarpi, sem lagt var fram á Alþingi í desember sl., var síðan lagt til að samningum við rekstraraðila hjúkrunarheimila yrði frestað til 1. janúar 2014. Í athugasemdum við frumvarpið segir beinlínis að SÍ fái ekki nægar fjárveitingar til að geta gert slíka þjónustusamninga um rekstur hjúkrunarheimila! Í umsögn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um frumvarpið var frestuninni mótmælt harðlega. Þar sagði meðal annars: „Stjórnin telur mikilvægt að farið sé vel með almannafé og skýrt sé hvaða þjónustu ríkið og ríkisstofnanir eru á hverjum tíma að kaupa af sveitarfélögum og öðrum rekstraraðilum hjúkrunarheimila. Einnig er brýnt að heimilismenn og aðstandendur geti fengið upplýsingar um hvaða þjónustu beri að veita og hvaða viðmiðanir eru í gildi varðandi þann mannafla sem þjónustuna veitir á hverju heimili. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að skýrir þjónustusamningar séu í gildi á milli aðila. Stjórn FÍH leggst því gegn því að gildistöku umrædds ákvæðis verði frestað.“ Þessi mótmæli FÍH báru þann árangur að málinu var einungis frestað um eitt ár í stað þriggja. Viljaleysi stjórnvalda til að gera þessa þjónustusamninga liggur í því að þeir leggja skyldur á beggja herðar, þeirra er reka heimilin að standa undir skilgreindum þjónustukröfum og stjórnvalda að standa við umsamdar greiðslur fyrir þjónustuna. Þar stendur hnífurinn í kúnni! Gæði þjónustu á hjúkrunarheimilum, eins og annarrar heilbrigðisþjónustu, fara að stærstum hluta eftir hver sinnir þjónustunni. Heilsufar íbúa hjúkrunarheimila er nú mun lakara en fyrr, meðalaldur íbúanna er 84 ár og þeir eiga við margþætt líkamleg og andleg vandamál að etja. Ef raunverulegur vilji er til þess að auka gæði þjónustunnar og gera hana um leið hagkvæmari er eina ráðið að fjölga mjög hjúkrunarfræðingum sem starfa á hjúkrunarheimilum. Aðeins þannig er hægt að tryggja heildræna þjónustu sem miðast við þarfir hvers og eins, og aðeins þannig er hægt að auka hagkvæmni þjónustunnar með því að fyrirbyggja heilsufarsvandamál fremur en meðhöndla þau eingöngu. Hjúkrunarfræðingar eiga að skipuleggja, stjórna og meta hjúkrunarþjónustu fyrir sérhvern íbúa hjúkrunarheimila. Rannsókn Ingibjargar Hjaltadóttur sýnir að skilgreina þarf kröfur um gæði þjónustu á hjúkrunarheimilum, veita meira fé til rekstrarins og fjölga mjög hjúkrunarfræðingum. Þess er óskandi að stjórnvöld taki niðurstöður rannsóknarinnar alvarlega og fái Ingibjörgu til að stýra vinnu við að auka gæði umönnunar á íslenskum hjúkrunarheimilum. Ég óska hjúkrunarfræðingum gleðilegs sumars og þakka gott og árangursríkt samstarf á liðnum vetri. GÆÐI UMÖNNUNAR Á ÍSLENSKUM HJÚKRUNARHEIMILUM Formannspistill Elsa B. Friðfinnsdóttir. H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Decubal húðvörur fyrir þurra og viðkvæma húð • Húðin okkar er viðkvæm og veðráttan á Íslandi getur verið húðinni erfið. • Decubal viðheldur heilbrigði og ferskleika húðarinnar – allt árið um kring. • Vörurnar henta bæði börnum og fullorðnum. Decubal húðvörurnar fást í apótekum Án: • parabena • ilmefna • litarefna

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.