Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 32
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 201128 eru aðalhvatinn að nýjum verkferlum sem sérfræðingar okkar í hjúkrun hafa staðfært og síðan innleitt í daglegt starf okkar á deildunum með það að leiðarljósi að gera gott starf betra. Það hefur svo sannarlega verið gefandi að vera hluti af þessum samstillta hóp í yfir 20 ár og sjá hve mikil breyting hefur orðið á hugmyndafræði krabbameinshjúkrunar á þessum tíma. Fyrir 20 árum var það ekki sjálfgefið og þótti jafnvel hallæris­ legt ef skráð var eitthvað um líðan aðstandanda í framvindunni. Reynslunni ríkari skilgreinum við nú vinnu okkar á allt annan hátt. Fjölskyldan veitir sjúklingnum ómetanlegan stuðning í veikindunum og því er mikilvægt að hlúa að henni í sjúkdómsferlinu og sorginni. Fjölskylduhjúkrun er samofin öllu starfi á 11­E og notkun meðferðarferlis fyrir deyjandi sjúklinga (LCP ) sömuleiðis. Má líta á ákveðna þætti eins og fræðsluna og bætt upplýsingaflæði sem forvarnarstarf vegna þeirra jákvæðu áhrifa sem það hefur á heildræna líðan sjúklingsins og fjölskyldu hans í sjúkdómsferlinu og ekki síður í úrvinnslu sorgarinnar. stuðningur settur í þann farveg sem við á og endurmat á þörfum gert reglulega. Teymisvinna er öflug á deildinni í þeim tilgangi að styðja fjölskylduna sem best frá upphafi og sinna síðan þörfum hennar eftir því sem líður á sjúkdómsferlið og efla þannig öryggiskennd og tryggja sem besta líðan bæði sjúklings og aðstandenda. Hjúkrunarfræðingur, sem sinnir fjölskyldu­ hjúkrun, er sjálfur mikilvægt verkfæri. Ef hann er ekki heill og allur í samtalinu og þeirri vinnu sem fjölskylduhjúkrun krefst myndast hvorki tengsl né það traust sem er grundvöllur fyrir sam vinnu hjúkrunarfræðings, sjúklings og fjölskyldu til að ná þeim árangri sem við óskum eftir í fjölskylduhjúkrun. Að vinna með sjúklingum sem greinst hafa með lífshættulegan sjúkdóm eins og krabbamein, er mjög krefjandi og kallar á mikla nánd. Aðstæður geta komið upp sem auðveldlega geta valdið hjúkrunarfræðingnum óöryggi ef hann hefur ekki vel skilgreinda verkferla til að vinna eftir og veit hvert hann getur leitað ef upp koma vafaatriði. Allir hjúkrunarfræðingar á 11­E fara á Fjölskylduhjúkrun og LCP–með- ferðar ferlið Fjölskylduhjúkrun út frá skilgreiningu Calgary­líkansins (Wright og Leahey, 2009) var innleidd á 11­E árið 2005. Það var þá löngu orðið ljóst hve mikil­ vægt það var að sinna sjúklingnum og fjölskyldunni sem einni heild út frá líkam legum, andlegum, félagslegum og trúarlegum þáttum og það höfum við gert með öflugri teymisvinnu í gegnum tíðina. Fjölskylduhjúkrunin samkvæmt skilgreiningum Calgary­líkansins gerir okkur sem hjúkrunarfræðinga þessa sjúklingahóps meðvitaða um hve mikilvægu hlutverki við gegnum á degi hverjum (Wright og Leahey, 2009). Við höfum mikil samskipti við fjölskylduna í gegnum sjúklinginn. Hið svonefnda fimmtán mínútna samtal og gerð fjölskyldutrés er árangurssrík leið til upplýsingasöfnunar og mikilvægt að það sé gert á fyrstu dögum legunnar (Wright og Leahey, 2009). Sjúklingurinn og nánasti aðstandandi hans eru með hjúkrunarfræðingnum í samtalinu og notaðar eru opnar spurningar við upplýsingaröflun. Styrkur og veikleikar fjölskyldunnar eru greindir í samtalinu og www.ils.is Borgartúni 21, 105 Reykjavík Sími : 569 6900, 800 6969 Aukalán vegna sérþarfa Þeir sem hafa skerta starfsorku, eru fatlaðir eða hreyfihamlaðir geta fengið aukalán til að gera breytingar á íbúðarhúsnæði eða til að kaupa eða byggja húsnæði vegna sérþarfa sinna. Lánið kemur til viðbótar 20 milljóna króna hámarksláni Íbúðalánasjóðs eða öðrum fasteignaveðlánum að hámarki 20 milljónum. Einnig er heimilt að veita aukalán til forsvarsmanna þeirra sem búa við sérþarfir. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs www.ils.is, ils@ils.is eða í síma 569 6900 og 800 6969. 90% af kaupverði eða byggingarkostnaði 90% af viðbótar- og endurbótakostnaði Lánamöguleikar vegna sérþarfa: Hámarksupphæð 8 milljónir Fastir vextir án uppgreiðsluákvæðis Lántökugjald 0,5% af lánsupphæðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.