Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 41
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 2011 37 í sumum tilfellum eru lagðir til fleiri en einn stuðningsfulltrúi út af sömu beiðni – einn sem er með svipaðan bakgrunn á einu sviði og annar stuðningsfulltrúi með svipaðan bakgrunn á öðru sviði. Allt er gert til að uppfylla þarfir þeirra sem óska eftir stuðningi. Miðað er við að stuðningsfulltrúi sé búinn að hafa samband við þann sem óskar eftir stuðningnum innan sólarhrings. Um hvað er rætt? Á skráningarblöðunum má sjá að rætt er um allt það sem kemur fram í töflu 2 en þó mest um greininguna, meðferðina, tilfinningar, samskipti við aðra, fjármál og batahorfur. Einnig er rætt um dauðann en stuðningsfulltrúar hafa óskað eftir viðbótarfræðslu um það efni. Af hverju jafningjastuðningur? Í íslenskri rannsókn á jafningjastuðningi frá 2008 nýttu einungis um 3% þeirra (Usher o.fl., 2006; Weber o.fl., 2005; Weber o.fl., 2007). Jafningjastuðningur kemur ekki í stað stuðnings fagfólks en virðist bæta við hann. Þeim sem þiggja stuðninginn finnst ómetanlegt að bera sig saman við aðra manneskju sem hefur sigrast á sjúkdómnum. Þannig kemur í ljós að báðir aðilar hafa upplifað svipaðar tilfinningar, jafnvel brugðist við á sama hátt og staðið frammi fyrir svipuðum aðstæðum og spurningum. Dæmisaga Ung kona, sem nýlega hafði greinst með krabbamein, hafði samband við ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins og ræddi þar við Ragnheiði Alfreðsdóttur, hjúkrunarfræðing og forstöðumann þjónustunnar. Meðal annars sem farið var yfir í samtali þeirra var að konan gæti óskað eftir stuðningi frá stuðningsneti Krafts. Konan ætti að byrja í lyfjameðferð daginn eftir og óskaði eftir að fá að tala við einhvern sem hafði fengið sama krabbamein. Einmitt þá var einungis hægt að útvega karlkyns stuðningsfulltrúa sem hafði átt í sömu veikindum og ræddu þau saman um klukkustund eftir að beiðnin barst Gyðu. Þremur vikum síðar óskaði hún eftir því að fá að ræða við konu sem hefði átt við sama krabbamein að stríða og var þá hægt að verða við þeirri bón. Stuðningsfulltrúinn kom í heimsókn til hennar og hafði konan þetta um heimsóknina að segja: „Hún kom inn, brosandi og falleg. Með sítt hár og aðlaðandi. Ég fór að gráta því léttirinn var svo mikill. Hún leit eðlilega út og leit út fyrir að vera hamingjusöm. Hún sýndi mér örið sitt. Ég fékk trú á að ég gæti komist í gegnum þetta og það yrði allt í lagi með mig. Þetta var svona hallelúja­móment.“ sem greinast með krabbamein slíkan stuðning (Gunnjóna Una Guðmundsdóttir og Ragnheiður Alfreðsdóttir, 2008) og af þeim óskuðu 89% eftir að fá að hitta sjálfboðaliðann aftur. Í rannsókn Gunnjónu Unu frá 2006 (sjá í fyrrnefndri rannsókn) kom fram að tæp 40% sjúklinga á krabbameinsdeild LSH töldu að það væri hjálplegt að tala við jafningja. Það er óljóst hvers vegna svo lítill hluti þeirra sem telur að jafningjastuðningur geti verið hjálplegur, sækir sér slíkan stuðning. Ef til vill vita sjúklingar ekki hvert er hægt að leita. Erlendar rannsóknir sýna að jafn­ ingjastuðningur minnkar þunglyndi, eykur stjórn, flýtir fyrir aðlögun að krabba­ meinsferlinu, eykur trú einstaklingsins á því að hann geti tekist á við krabbameinið, minnkar álag á aðstandendur og þeim krabba meinsgreinda finnst hann tilheyra hópi annarra krabbameinsgreindra. Að auki virðist stuðningurinn geta lengt þann tíma sem sjúklingur á eftir ólifaðan VIÐ ERUM TIL STAÐAR FYRIR ÞIG Stuðningsfélag fyrir fólk á aldrinum 18 – 40 ára sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra Stuðningsnet Krafts Sími: 470 2700 Skógarhlíð 8 105 Reykjavík www.kraftur.org kraftur@kraftur.org 470 2700 KRAFTUR.ORG w w w . k r a f t u r. o r g Nokkrir stuðningsfulltrúar Krafts. Þeir lesendur Tímarits hjúkrunar fræð inga, sem eiga snjallsíma, geta nú náð í slóð að rafrænni útgáfu tímaritsins hér í blaðinu. Þá er hægt að lesa allar greinar í Tímariti hjúkrunarfræðinga beint í símanum. Tekin er mynd með myndavél símans af merkinu hér til hliðar. Síminn les svo myndina og býr til netslóð að efnisyfirliti þar sem finna má öll tölublöð frá 2003. Þetta er gert á mismunandi hátt eftir gerð símans en að jafnaði þarf fyrst að sækja forrit sem getur lesið svokölluð tvívídda QR-strikamerki. Tímarit hjúkrunarfræðinga í snjallsíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.