Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Side 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Side 25
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 2011 21 Lengi í bæjarpólitík „Ég var búin að velta lengi fyrir mér að fara í meistaranám. Það kom eiginlega ekkert annað til greina í mínum huga. Ég hef töluvert leiðst út í kennslu og stjórnun í gegnum tíðina. Stjórnmál hafa átt hug minn lengi og ég sat í bæjarstjórninni í Kópavogi í tólf ár. Almannaheill og forvarnir hafa alltaf heillað mig. Sérstaklega hef ég haft áhuga á því að gera fólk virkt á vinnumarkaðnum og í þjóðfélaginu. Maðurinn minn fór í MBA­nám í Bretlandi árið 2005 og þá var ég með annan fótinn þar úti. Ég velti heilmikið fyrir mér hvort ég ætti að hefja nám líka en það reyndist of dýrt fyrir okkur. Það varð því ekkert úr því. Þegar HR hóf kennslu í lýðheilsufræðum fór ég á kynningu á náminu og sótti um í kjölfarið. Ég byrjaði í meistaranámi í lýðheilsufræði haustið 2006 og átti að útskrifast 2008. Það fór á annan veg vegna þess að ég veiktist þá um vorið, fékk góðkynja æxli í hægri hönd,“ segir Halla og heldur áfram. „Ég var byrjuð á meistaraverkefninu sem fjallaði um óskir verðandi foreldra um þjónustu í barneignarferlinu, svo sem á meðgöngu, í og eftir fæðingu. Ég var búin að taka öll viðtölin en átti eftir að vinna úr þeim. Ég fór í uppskurð á hendi og ákvað í kjölfarið að leggja námið á hilluna til hausts og klára það ári seinna en ég hafði upphaflega ætlað. Ég leit á veikindin sem hvert annað verkefni og fannst ákjósanlegast að vinna úr þeim á sem bestan hátt.“ Einkarekið fæðingarheimili „Á þessum tíma var ég einnig nýbúin að stofna fyrirtæki. Við vorum nokkur sem ætluðum að opna einkarekið fæðingarheimili í gömlu Heilsuverndar­ stöðinni og höfðum lagt töluverða vinnu í undirbúning. Sumarið 2008 var ég í hlutastarfi á sýkingavarnadeildinni og skrifaði jafnframt lokaverkefnið eftir því sem ég treysti mér til. Um haustið ætluðum við að fara á fullt í nýja fyrir­ tækinu. Úr því varð ekki. Sonur minn starfar hjá Microsoft í Seattle þar sem hann býr með fjölskyldu sinni. Haustið 2008 átti hann von á sínu þriðja barni og ég var búin að lofa að koma og létta undir á heimilinu. Ég ætlaði að njóta þess að vera „au pair“ í nokkrar vikur. Ég hafði verið í iðjuþjálfun með höndina áður en ég fór út en þar sem ég er örvhent háði hún mér ekki svo mikið. Ég hélt til Bandaríkjanna 3. október, hálfum mánuði fyrr en til stóð þar sem sonur minn hringdi og sagði að það þyrfti að taka barnið með bráðakeisaraskurði. Þetta var nokkrum dögum áður en Geir Haarde bað Guð að blessa Ísland. Ég hafði dvalið ytra í fimm vikur þegar ég veiktist alvarlega. Maðurinn minn var kominn út en við ætluðum að taka frí og ferðast til Kaliforníu. Síðan átti leiðin að liggja heim þar sem ég ætlaði á fullt að klára lokaverkefnið mitt og vinna við nýja fyrirtækið.“ Á sjúkrahús í lífshættu „Daginn eftir að Þórarinn, maðurinn minn, kom fékk ég slæma kviðverki. Fyrst vildi ég ekkert gera í því en það endaði þó þannig að ég fór á nálæga heilsuverndarstöð. Þá var ég orðin mikið veik og ekki kom annað til greina en senda mig á sjúkrahús. Þar fór ég í gegnum miklar rannsóknir sem leiddu í ljós að það hafði komið gat á ristilinn. Auk þess var ég komin með lífhimnubólgu. Ég hef átt við sjúkdóm að stríða sem nefnist colitis ulcerosa (sár í ristli) sem hafði þó ekki hrjáð mig neitt sérstaklega. Ég var búin að ganga með sjúkdóminn í meira en 20 ár, var á lyfjum en fann ekki mikið fyrir honum,“ útskýrir Halla. „Ég hafði verið eins og hvítur stormsveipur þær fimm vikur sem ég hafði dvalið í Bandaríkjunum og ekki kennt mér neins. Það var hins vegar ekkert annað að gera en setja mig strax undir hnífinn. Þetta var stór og mikill skurður. Ekki var hægt að loka honum á eftir og því var sett upp dren og ég fékk stómíu. Í aðgerðinni fékk „Það var hins vegar ekkert annað að gera en setja mig strax undir hnífinn.“ ég alvarlega öndunarerfiðleika og var sett í öndunarvél. Ég var tengd við hana í fimm vikur.“ Í dái á gjörgæslu „Ég fór beint á gjörgæslu þar sem ég var lengi í dái. Ég vil gjarnan segja fagfólki í hjúkrun frá því að ég er hundrað prósent viss um að fólk, sem liggur í dái, skynjar það sem sagt er í kringum það. Gífurlega miklu skiptir að tala við fólk sem er meðvitundarlaust eða lesa fyrir það. Bæði sonur minn og eiginmaður lásu fyrir mig upphátt af mbl.is því ég hef alltaf verið mikill fréttafíkill og margt var að gerast á Íslandi á þessum tíma. Dóttir mín kom einnig í heimsókn en hún var þá að vinna lokaverkefni í lögfræði. Allir voru með áhyggjur og fjölskyldan stóð vel saman á þessum erfiða tíma. Ég var í lífshættu í 3 vikur en upp frá því voru læknarnir nokkuð vissir um að ég myndi hafa þetta af. Hins vegar fékk ég flestalla fylgikvilla sem hægt var að fá. Fyrst var það lífhimnubólga, síðan lungnabólga og loks ARDS (brátt andnauðarheilkenni). Þar fyrir utan fékk ég þarmasýkingar og hjartsláttatruflanir þannig að gefa þurfti mér hjartastuð. Maðurinn minn hélt dagbók á meðan þetta gekk yfir og skráði allt sem gerðist enda þurfti hann að láta fjölskyldu og vini fylgjast með fréttum af mér. Sonur minn, sem er tölvunarfræðingur, gat auk þess tengt hann við vinnuna heima á Íslandi en hann starfar hjá Almennu verkfræðistofunni. Ég var skorin upp 12. nóvember og Þórarinn, eiginmaður minn, var hjá mér fram í janúar svo þetta var ekki auðvelt fyrir fjölskylduna,“ segir Halla. Öðruvísi vinnubrögð „Ég er ansi hörð af mér og þoli mikið en mér var ráðlagt að lesa ekki sjúkraskýrsluna mína fyrr en seinna. Það gerði ég ekki fyrr en ári eftir að þetta gerðist. – Fannst þér vera önnur vinnubrögð á bandarísku sjúkrahúsi heldur en þú þekktir hér heima? „Hér á landi er einn hjúkrunarfræðingur á hvern sjúkling á gjörgæslu. Á sjúkrahúsinu

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.