Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 51
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 2011 47 hjá þvottakonunum en hélt næsta dag ferðinni áfram til Balaklava á Krím. Hér fann hún stað stutt frá aðalstöðvum breska hersins og hófst handa við að byggja það sem hún kallaði Breska hótelið. Byggingarefni var af skornum skammti og því var notast við alls konar efni, eins og rekavið, trékassa og bárujárn ásamt ýmsu sem féll til úr húsum í niðurníðslu. Dóttir Karíbahafsins Mary Seacole hafði talsverða reynslu af því að reka gistiheimili. Faðir hennar var skoskur herforingi sem hafði orðið eftir í nýlendunni á Jamaíku. Móðir hennar var frá Jamaíku, starfaði sem grasalæknir og rak gistiheimili í Kingston þar á eyjunni. Margir gestir á hótelinu voru evrópskir hermenn sem höfðu fengið ýmsa hitabeltissjúkdóma. Mary Seacole byrjaði snemma að taka þátt í að hjúkra þessum hermönnum og einnig öðrum veikum. Hún lærði náttúrulækningar hjá móður sinni og læknisfræði að hætti Evrópubúa hjá herlæknunum á sjúkrahúsinu stutt frá heimili hennar. Hún ferðaðist einnig mikið. Sextán ára gömul fór hún til London og aftur ári seinna. Einnig ferðaðist hún um á Karíbahafinu og heimsótti meðal annars Bahamaeyjar, Kúbu og Haítí. Hún giftist 1836 en maðurinn hennar, sem sumir segja hafi verið launsonur Nelsons lávarðar, lést 1844. Stuttu seinna andaðist einnig móðir hennar. Mary Seacole tók þá við rekstri hótelsins og hélt áfram að sinna sjúkum. Eldraun sína fékk hún í kólerufaraldrinum 1850 en þá létust um 32.000 manns á Jamaíku. Frímerki gefið út í tilefni ráðstefnu Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga á Jamaíku 1991. Mary Seacole starfaði þó aldrei á sjúkrahúsinu í Skutari eins og gefið er til kynna. Ári seinna fór hún til borgarinnar Cruces í Panama að heimsækja bróður sinn. Þá kom upp kólerufaraldur í borginni og Mary Seacole tók að sér fyrsta tilfellið. Sjúklingurinn lífði veikindin af og margir komu til hennar í framhaldinu. Hún lét þá borga sem höfðu efni á þvi en öðrum sinnti hún ókeypis. Mary Seacole veiktist sjálf af kóleru en lifði það af. Hún opnaði þá Breska hótelið í borginni og rak þar aðallega veitingasölu. 1852 kom upp nýr faraldur og þá létust meðal annars margir á bandarísku herskipi sem kom þar við. Mary var þá reyndar flutt til borgarinnar Gorgona þar sem hún opnaði hótel eingöngu fyrir konur og hélt áfram að sinna sjúkum. Í lok ársins fluttist hún hins vegar aftur til Jamaíku en heilbrigðisyfirvöld höfðu óskað eftir aðstoð hennar við gulusóttarfaraldur. Hún skipulagði meðal annars hjúkrunarþjónustuna við hersjúkrahús stutt frá Kingston. 1854 snéri hún aftur til Panama til þess að sinna heilbrigðisþjónustu við gullnámu. Það var héðan sem hún fór til London þegar hún frétti af Krímstríðinu. Á Krím Á Breska hótelinu, sem stóð við aðalveginn milli uppskipunarhafnar Breta við Balaklava og vígstöðvanna nálægt Sevastopol, var boðið upp á gistingu, veitingar og jafnvel áfenga drykki. Einnig var veitt heilbrigðisþjónusta. Mary Seacole fór oft að víglínunni þar sem hún bæði seldi hermönnum vistir og sinnti særðum úr skotgröfunum. Hermennirnir kölluðu hana móður Seacole og fjallað var um hana í breskum blöðum. Hún lenti tvisvar í beinum stríðsátökum þar sem skotið var á hana, bæði við Sjernaja­fljótið og við Redan nálægt Sevastopol. Þegar Sevastopol féll í september 1855 var hún fyrsta konan sem fór inn í borgina. Hún dreifði veitingum til hermanna og heimsótti sjúkrahús við höfnina til þess að sinna særðum og dauðvona rússneskum hermönnum. Þegar stríðinu lauk í mars 1856 sat Mary Seacole uppi með mikið af óseldum varningi á hótelinu sínu. Sumt seldi hún Rússum fyrir lítið en við komuna til Bretlands var hún gjaldþrota og við slæma heilsu. Stofnaður var sjóður henni til stuðnings og margir þjóðþekktir menn létu fé af hendi rakna. Henni tókst að forðast formlegt gjaldþrot en dró fram lífið á fátæktarmörkum. 1857 reyndi hún að fara til Indlands til þess að sinna særðum í uppreisninni gegn Bretastjórn en náði hvorki að afla tilskilins leyfis né safna fé. Seinni árin Mary Seacole fluttist aftur til Jamaíku 1860 og varð þjóðþekkt þar í landi. Hún hélt tengslum við Bretland og tókst að endurlífga styrktarsjóðinn. Hún gat því keypt sér landspildu og byggt sér hús í Kingston. 1870 fór hún hins vegar enn til Bretlands. Talið er að hún hafi hugsað sér að veita heilbrigðisaðstoð í fransk­ prússneska stríðinu en það fór eins og með Indlandsförina 1857. Mary leitaði meðal annars til Harry Verney sem var mágur Florence Nightingale. Florence var tvíbent í afstöðu sinni til Mary Seacole. Hún skrifaði Harry Verney tvívegis vegna þessa. Henni þótti ekki mikið til Mary koma og sakaði hana um að hafa rekið „slæmt hús“, feluorð Florence fyrir gleðihús, á Krím. Í hennar augum var Mary Seacole ábyrg fyrir ölvun og ósiðlegri hegðun hermanna. Sagnfræðingar telja þetta tilhæfulaust og byggt á hugmyndum Florence Nightingale um samfélagsstöðu Mary Seacole. Á hinn bóginn gat Florence viðurkennt að Mary Seacole hefði verið góð við hermennina og gert ýmislegt gott í Krímstríðinu. Mary Seacole lést 1881 í London. Hún hefur síðar hlotið viður kenningu fyrir störf sín og jafnvel orðið táknmynd fyrir fórnar­ lömb kyn þátta fordóma og félagslegs óréttlætis þess tíma. Hörundslitur hennar gerði, sagði Salman Rushdie, það að verkum að hún sást illa í birtunni frá lampa Florence Nightingale. 1991 hlaut hún heiðurs merki Jamaíkuríkis. Höfuðstöðvar hjúkrunarfélagsins á Jamaíku og ein deild á almenningssjúkrahúsinu í Kingston bera nafn hennar. Gert er ráð fyrir að afhjúpa höggmynd af Mary Seacole við St. Thomas sjúkrahúsið í London á þessu ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.