Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 59

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 59
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 2011 55 Ritrýnd fræðigrein RESEARCH PAPER við ýmsar rannsóknir sem gerðar hafa verið (Lindgren o.fl., 2004; Wann­Hansson o.fl., 2008). Þegar borin voru saman kyn sjúklinga og algengi þrýstingssára kemur á óvart að rúmlega helmingi fleiri karlar en konur greindust með þrýstingssár auk þess sem sárin voru alvarlegri hjá körlunum. Aðeins fáar rannsóknaniðurstöður benda til hins sama en kynjamunur er ekki svo mikill (Baumgarten o.fl., 2006; Stausberg o.fl., 2005). Hins vegar sýndu fleiri rannsóknaniðurstöður að þrýstingssár eru algengari hjá konum (Barrois o.fl., 2008; Lindgren o.fl., 2004). Í öðrum rannsóknum var kynjamunur ekki marktækur (Gunningberg o.fl., 2000; Gunningberg, 2006). Algengasta staðsetning þrýstingssára var á spjaldhrygg og hælum líkt og í mörgum öðrum rannsóknum (Gunningberg, 2006; Vanderwee o.fl., 2006). Í stöku rannsóknum voru hælsár þó fleiri en sár á spjaldhrygg (Barrois o.fl., 2008). Fimmtungur þrýstingssára var fyrir ofan mitti og um 80% neðan mittis en það er svipað og í rannsókn Thoroddsen (1999). Athygli vekur einnig hve mörg sár fundust á olnbogum (n=8). Rannsókn Bermark o.fl. (2003) sýndi einnig að þrýstingssár voru algeng á olnbogum (n=16) og full ástæða er til að ítreka við starfsfólk deilda mikilvægi þess að hlífa olnbogum, sérstaklega ef sjúklingar þurfa stöðugt að lyfta sér eða hagræða í rúmi. Meðaltal áhættustiga á Bradenkvarða, 19,1 stig, er sam­ bærilegt við rannsókn Bours o.fl. (2002). Marktækur munur í áhættuþáttunum virkni, hreyfigetu og núningi eða togi meðal sjúklinga með og án sára er sambærilegar við niðurstöður Wann­ Hanson o.fl. (2008). Í þessari rannsókn var ekki marktækur munur á aldri sjúklinga og áhættu og ekki var heldur marktækur munur á kyni sjúklinga með tilliti til áhættu en þetta er ekki í samræmi við hve algeng þrýstingssár reyndust meðal karla. Ósamræmi í áhættumati og myndun þrýstingssára, sem fram kom í rannsókninni, þar sem ellefu sjúklingar töldust ekki í hættu en greindust með þrýstingssár, er ekki einsdæmi í rannsóknum. Rannsóknaniðurstöður Lahmann o.fl. (2006) sýndu að 14,6% sjúklinga, sem ekki voru flokkaðir í hættu samkvæmt Bradenkvarða, greindust með þrýstingssár. Níu af þessum ellefu sjúklingum voru yfir sjötugu og sjúklingar með 19 stig virtust vera í heldur meiri hættu á að fá þrýstingssár. Einkum á það við um sjúklinga sem voru rúmfastir eða bundnir hjólastól eða höfðu aðra áhættuþætti, svo sem undirliggjandi sjúkdóma sem rannsóknin tók ekki til. Á það skal bent, að í október 2009 komu út klínískar leiðbeiningar frá sameiginlegum vinnuhópi bandarísku og evrópsku ráðgjafarsamtakanna um þrýstingssár (EPUAP/NPUAP, 2009) þar sem meiri áhersla er lögð á hættu sem fylgir vissum sjúkdómum, til dæmis hjarta­ og æðasjúkdómum. Einnig ber að nefna að ein af ástæðum ósamræmis milli áhættu og algengis þrýstingssára að mati Lahmann o.fl. (2006) var að sjúklingar, sem fengu þrýstingssár í bráðaveikindum, voru á batavegi og hlutu fleiri stig á Bradenkvarða en þeir fengu meðan þeir voru veikastir og sárin mynduðust. Í þessu samhengi má benda á að sumir greiðendur heilbrigðisþjónustu erlendis eru farnir að beita aðhaldi og neita að greiða fyrir lengingu legutíma sem orsakast af þrýstingssárum sem mynduðust í sjúkrahúsdvölinni. Annars staðar er þess krafist að starfsfólk sjúkrahúsa upplýsi um öll 3. og 4. stigs þrýstingssár sem upp koma eftir innlögn (Ayello og Lyder, 2007). Þegar litið er til áhættu sjúklinga í okkar rannsókn er erfitt að fullyrða að hún hafi verið nákvæmlega rétt metin þar sem starfsfólk hafði ekki áður notað Bradenkvarðann, en einnig má líta jákvætt á að margir sjúklingar í hættu voru án sára, trúlega vegna góðrar umönnunar og forvarna. Varðandi tegund undirlags kom fram að þeir 14 sjúklingar, sem voru í miðlungshættu eða vissri hættu samkvæmt Bradenkvarða, hefðu átt að liggja á betra undirlagi en svampdýnu, samanber klínískar leiðbeiningar um áhættumat og forvarnir gegn myndun þrýstingssára (Landspítali, 2008), auk þess sem einn sjúklingur í mikill hættu lá á þrýstingsdreifandi dýnu en hefði átt, á sömu forsendum, að liggja á loftskiptidýnu. Misræmi í tegund undirlags kom einnig fram í rannsóknum Wann­Hanson o.fl. (2008). Starfsháttum sjúkrahússins í Bispebjerg í Danmörku var breytt í kjölfar rannsóknar á algengi þrýstingssára á þann hátt að áhætta sjúklings er metin strax við komu á deild og hann settur á undirlag í samræmi við niðurstöður áhættumats. Árangurinn varð að 3. og 4. stigs þrýstingssárum fækkaði jafnvel þótt þrýstingssárum fækkaði ekki í heild sinni (Zimmerdahl o.fl., 2005). Öll klínísk svið Landspítala áttu loftskiptidýnur til að setja undir sjúklinga sem þörfnuðust þeirra mest. Hins vegar lágu fjórir sjúklingar, sem ekki töldust í hættu, á loftskiptidýnum og er það umhugsunarvert. Má velta fyrir sér hvort ekki sé æskilegt að loftskiptidýnur, sem eru mjög dýrar, eigi frekar að hafa miðlægt á spítalanum, deildum til útlána, þegar sjúklingar í mikilli hættu koma til meðferðar á deild eða þegar ástand sjúklinga versnar. Annar möguleiki væri að gera skammtímaleigusamninga við umboðsaðila þar sem loftskiptidýnur eru vandmeðfarnar og þarfnast viðhalds og eftirlits. Of fá snúningsskemu fundust miðað við áhættuhópinn. Þetta er engin nýlunda því fleiri rannsóknir benda til slakra vinnubragða við að snúa eða hagræða sjúklingum (Gunningberg, 2006; Wann­Hansson o.fl., 2008). Einnig hefur verið bent á að loftskiptidýna dugir ekki ein og sér til varna, sjúklingum þurfi einnig að snúa og hagræða og fylgjast mjög vel með húð við hvern snúning (Gunningberg, 2006; Landspítali, 2008). Notkun hagræðingarskema við hjólastóla var of lítil og ómarkviss, en setsár af völdum þrýstings við setu í hjólastól, það er sár yfir setbeini, fundust hjá níu sjúklingum í rannsókninni. Þar sem eingöngu var rannsakað algengi þrýstingssára en ekki nýgengi er ekki hægt að gera greinarmun á þeim sárum sem sjúklingar voru með við komu á deild og voru jafnvel lagðir inn til meðferðar þeirra vegna eða sára sem komu upp í sjúkrahúslegunni. Helsti veikleiki þessarar rannsóknar var mikið brottfall, 33,2%. Brottfallið var mest í yngsta aldurshópnum, 18­39 ára, eða 54,5% en einungis 11 sjúklingar voru í þessum aldurshópi rannsóknardaginn. Líklegt má telja að sjúklingar í þessum aldurshópi hafi verið hvað best á sig komnir líkamlega þrátt fyrir sjúkrahúslegu. Á hitt ber jafnframt að líta að þessi aldurshópur var með alvarlegustu þrýstingssárin. Ástæðan fyrir miklu brottfalli getur verið of þunglamalegt ferli við öflun upplýsts samþykkis svo og ófullnægjandi kynning á rannsókninni í þeim tilgangi að vekja áhuga starfsfólks á henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.