Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 28
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 201124 Valgerður Jónsdóttir, ugla@internet.is Minningavinna er ný aðferð í öldrunar­ þjónustu. Hér er sagt frá nýrri bók á íslensku en í bókinni er aðferðin útskýrð og ýmsir sögulegir atburðir rifjaðir upp. Árið 2009 gaf Bókaútgáfan Salka út bókina Þegar amma var ung. Höfundur er Sigrún Huld Þorgrímsdóttir hjúkrunar­ fræðingur. Hún vann að gerð þessarar bókar í framhaldi af meistaraverkefni sínu. Þetta er handbók fyrir fólk sem vinnur að minningavinnu með öldruðu fólki. Höfundur ræðir í upphafi bókar um það hvað minningavinna er. Orðið minningavinna er þýðing höfundar á orðinu reminiscence. Þetta hugtak er notað þegar rifjaðar eru upp minningar og er aðferð þessi einkum notuð til að bæta líðan fólks. Þegar amma var ung. Mannlíf og atburðir á Íslandi 1925­1955. Höfundur: Sigrún Huld Þorgrímsdóttir. Útgefandi: Salka, Reykjavík, 2009. ISBN: 978­ 9979­650­95­9. Bókin er 192 bls. Höfundur segir í formála að minninga­ vinna sé starf sem unnið er með skjólstæðingum í hópum, svokölluðum minningahópum, og er oftast notuð í félags­ eða heilbrigðisþjónustu. Þessi aðferð hefur ekki verið notuð lengi á Íslandi en um miðja 20. öld var sú skoðun ríkjandi í öldrunarþjónustu í Bandaríkjunum að hún gæti jafnvel verið skaðleg og stæði í vegi fyrir því að aldrað fólk gæti aðlagast aðstæðum sínum. Það þurfti því áræði til að berjast gegn þessum fordómum og segja að slík vinna gæti jafnvel haft aðlögunargildi, en þetta gerði bandaríski geðlæknirinn Robert Butler í grein sem birtist í tímaritinu Psychiatry árið 1963. Eftir að greinin birtist fór af stað minningavinna sem varð að blómlegri starfsemi í öldrunarþjónustu í Bandaríkjunum. BÓKARKYNNING ÞEGAR AMMA VAR UNG Fróðleg, gagnleg og skemmtileg bók Ráðstefna um hugræna atferlismeðferð í Hörpu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.