Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 58
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 201154 var marktækur munur (p<0,01) á sjúklingum með sár miðað við sjúklinga án sára hvað varðar alla áhættuþætti Bradenkvarðans að undanskildum raka og þvag­ og/eða hægðaleka. Í virkni og hreyfigetu féll miðgildi úr 4 hjá sjúklingum án sára niður í 2 hjá sjúklingum með sár og í núningi og togi úr 3 hjá sjúklingum án sára í 2 hjá sjúklingum með sár, sjá töflu 4. Áhætta og alvarleiki þrýstingssára Þegar könnuð var áhætta sjúklinga og alvarleiki sára kom fram að af þeim fjórum sjúklingum, sem voru með 4. stigs sár, töldust þrír í miðlungshættu og einn í mjög mikilli hættu. 1., 2. og 3. stigs þrýstingssár dreifðust á alla áhættuhópana. Af ellefu sjúklingum, sem ekki töldust í hættu, voru átta með 1. og 2. stigs sár, og þrír með 3. stigs sár. Áhættumat vantaði hjá tveimur sjúklingum með 1. stigs sár. Forvarnir Þegar borin voru saman áhættustig sjúklinga og tegund rúmdýna sem þeir lágu á kom fram að einn sjúklingur í mjög mikilli hættu (< 9 stig) lá á þrýstingsdreifandi dýnu og einn á loftskiptidýnu, fimm sjúklingar í mikilli hættu (10­12 stig) lágu á þrýstingsdreifandi dýnu og þrír á loftskiptidýnu, fjórtán sjúklingar í vissri eða miðlungshættu (13­18 stig) lágu á svampdýnum og fjórir sjúklingar utan hættu (Braden ≥ 19 stig) lágu á loftskiptidýnu. Við rúm sjúklinga fundust fimm snúnings­ og hagræðingarskemu. Þessir sjúklingar voru allir í hættu á myndun þrýstingssára, einn í mjög mikilli hættu, einn í mikilli hættu, tveir í miðlungshættu og einn í vissri hættu. Einum sjúklingi var hagrætt í hjólastól, var hann talinn í vissri hættu. UMRÆÐA Þrýstingssár eru nokkuð algeng á Landspítala, 21,5%, en sambærileg við ýmsar rannsóknaniðurstöður undanfarinna ára í Evrópu (Gunningberg, 2006; Lindgren o.fl., 2004; Vanderwee o.fl., 2006). Í Bispebjerg í Danmörku fengu 24% legusjúklinga þrýstingssár árið 2005 (Zimmerdahl o.fl., 2005). Sameiginlegt er með sjúkrahúsinu í Bispebjerg og Landspítala að vegna stærðar sinnar og sérhæfingar hefur það til meðferðar sjúklinga sem sendir eru af öðrum sjúkrahúsum vegna sjúkdóma sem minni sjúkrahúsin geta ekki sinnt, svo sem sérhæfðar æða­ og hjartaskurðlækningadeildir, lýtalækningadeild og endurhæfingu vegna alvarlegra slysa og áfalla. Hlutfall 1. og 2. stigs sára og 3. og 4. stigs sára er svipað niðurstöðum Vanderwee o.fl. (2006), þar sem hlutfall 3. og 4. stigs sára reyndist 31,8%, en er töluvert hærra en fram kom í rannsókn Thoroddsen (1999) þar sem 17% sjúklinga fengu fullþykktarsár. Fullþykktarsár voru víða innan við 20% (Gunningberg, 2004; Zimmerdahl o.fl., 2005) og í stöku rannsóknum fundust engin slík sár (Gunningberg o.fl., 2000; Lindholm o.fl., 2007). Erfitt er að átta sig á þessum tölulegu sveiflum og líklegt að ástæður séu margar, meðal annars ólík samsetning rannsóknarhóps og hvort sjúklingar voru með þrýstingssár við komu á spítalann eða komu jafnvel sérstaklega til meðferðar við þeim. Upplýsingar í rannsóknagreinum um samsetningu sjúklingahópa á stofnunum eru ekki nægilega nákvæmar til þess að hægt sé að fullyrða að rannsóknarhóparnir séu sambærilegir. Yngsti hópurinn var með hlutfallslega flest og alvarlegust sár. Þessum niðurstöðum ber saman við niðurstöður VanGilder og félaga (2008) sem sýna að alvarleg þrýstingssár voru algengust í aldurshópnum 30­40 ára. Í þessari rannsókn var sjúkdómsgreining ekki höfð til hliðsjónar en sjúklingarnir með alvarlegustu þrýstingssárin voru með enga eða mjög takmarkaða hreyfigetu og með takmarkaða skyntilfinningu. Þessir áhættuþættir eru þekktir meðal annars hjá einstaklingum með mænuskaða. Í rannsóknaniðurstöðum Ash (2002) meðal 144 mænuskaðaðra Breta reyndust 32% vera með þrýstingssár við komu á deild en jókst upp í 56% á legutíma. Ein skýring á þessum mikla fjölda getur verið að ungt fólk í hættu er ekki ætíð tilbúið að fara eftir settum reglum um hámarkslengd setu í hjólastól eða að hagræða sér reglubundið eins og það er hvatt til. Auk þess finna þeir sem eru með skerta eða enga skyntilfinningu ekki fyrir sársauka þegar blóðflæði skerðist til vefja með þeim afleiðingum að þrýstingssár eru algeng í þessum hópi (Consortium for Spinal Cord Medicine, 2000; Marta Kjartansdóttur, 2001). Athygli vekur hve lítill og ómarktækur munur er á myndun þrýstingssára eftir aldri og þessum niðurstöðum ber ekki saman Tafla 4. Áhættustig sjúklinga með og án sára samkvæmt Bradenkvarða og samanburður á áhættuþáttum milli hópa. Bradenkvarði Sjúklingar með sár n=47 (21%) Sjúklingar án sára n=172 (79%) Mann-Whitney- U-próf md (sf) md (sf) p Skyntilfinning (n=215) 4 (0,91) 4 (0,64) 0,004 Raki (n=216) 4 (0,90) 4 (0,84) 0,309 Virkni (n=218) 2 (1,06) 4 (0,88) 0,000 Hreyfigeta (n=215) 2 (0,83) 4 (0,83) 0,000 Næring (n=216) 3 (0,84) 3 (0,83) 0,005 Núningur / tog (n=215) 2 (0,79) 3 (0,55) 0,000 Samtals stig á Bradenkvarða (n=209) 16 (3,6) 21 (3,1) 0,000 Þvag­ og/eða hægðaleki (n=207) 4 (1,22) 4 (0,88) 0,162 md=miðgildi; sf=staðalfrávik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.