Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 20
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 201116 Lifrarbólga B er algeng meðal fíkla á Íslandi (SÁÁ, 2007). Á árinu 2007 greindust 45 einstaklingar með lifrarbólgu B sem er óvenjumikið miðað við undanfarin ár. Vitað var með vissu að 8 þeirra höfðu notað sprautu (Landlæknisembættið, 2008a). Enn meiri aukning varð árið 2008 en þá greindust 38 einstaklingar með veiruna á fyrstu 6 mánuðum ársins á móti 19 einstaklingum á sama tímabili árið 2007. Þessi aukning er talin benda enn frekar til meiri samnýtingar sprautubúnaðar (Landlæknisembættið, 2008b). Áhættuhegðun og skaðaminnkun Skaðaminnkun (harm reduction) er viðmið þar sem áhersla er lögð á að draga úr skaða sem hlýst af tiltekinni áhættu hegðun tengdri áfengis­ og vímuefnaneyslu einstaklinga í sam­ félaginu. Almennt séð vísar orðið áhættu­ hegðun til hegðunar einstaklings sem stofnar heilsu sinni og jafnvel annarra í hættu. Slík hegðun getur haft lífshættu­ legar afleiðingar í för með sér og valdið samfélaginu miklum kostnaði (Golub o.fl., 2007). Áhættuhegðun tengd sprautunotkun fíkla felst meðal annars í því að nota sama sprautubúnaðinn oft (endurnýting) eða að deila honum með öðrum (samnýting), stunda áhættusamt kynlíf eða afbrotahegðun. Slík hegðun getur verið mjög afdrifarík fyrir heilsu fíkilsins og annarra. Fíklar samnýta sprautur og annan sprautubúnað en samkvæmt erlendum rannsóknum gera á bilinu 30­100% þeirra það og fer það meðal annars eftir löndum og landsvæðum (Shapatava o.fl., 2006, og Stajduhar o.fl., 2004). Viðmið skaðaminnkunar hafa verið notuð til að skilgreina stefnur, þjónustu og inngrip sem miða að því að draga úr eða lágmarka þann heilsu­, félags­ og fjárhagsskaða sem einstaklingar, samfélög og þjóðfélagið í heild verður fyrir vegna áfengis­ og vímuefnaneyslu. Slík þjónusta og úrræði eru til dæmis nálaskiptiþjónusta, sprautuherbergi, viðhaldsmeðferð og færanleg heilsuvernd. Mikilvægt er að rugla ekki skaðaminnkun saman við hugmyndir um lögleiðingu vímuefna (Erickson o.fl., 2005) en efnistökin ættu að vera hlutlaus er kemur að þeirri umræðu. Saga skaðaminnkunar Í nágrannalöndum okkar er skaða­ minnkun lögð til grundvallar skipulagðri þjónustu fyrir sprautufíkla þar sem markmiðið er að draga úr hættu á blóðsmiti HIV, lifrarbólgu B og C ásamt öðrum vandamálum sem geta hlotist af áhættuhegðun út af sprautunotkun (Erickson o.fl., 2005; O´Hare, 2007; Marlatt, 1998). Úrræði skaðaminnkunar eru sveigjanleg og leitast er við að hafa þau sem fjölbreyttust til að koma til móts við mannlegan breytileika. Sögu skaðaminnkunar má skipta í nokkur skeið. Á tímabilinu fyrir 1980 fólst skaðaminnkun aðallega í metadon­ viðhaldsmeðferð og enn þann dag í dag er boðið upp á slíka viðhaldsmeðferð í nágrannalöndum okkar. Árið 1999 hófst slík meðferð á Vogi­SÁÁ og síðan hefur umfang meðferðarinnar sífellt vaxið (SÁÁ, 2006). Samkvæmt viðmiðum skaðaminnkunar er vímuefnaneysla óhjákvæmileg og að upp að vissu marki er hún eðlileg í samfélaginu, það er þó misjafnt eftir löndum og menningarlegum gildum að hve miklu leyti. Með skaðaminnkun er því leitast við að draga úr beinum og áþreifanlegum skaða sem hlýst af vímuefnaneyslu en ekki að draga úr vímuefnaneyslunni sjálfri (Erickson o.fl., 2005). Við skaðaminnkun nota menn forgangsröðun þar sem raunhæf og áríðandi markmið eru sett í forgang og eru fyrstu skrefin í átt að áhættuminni neyslu eða, ef við á, bindindi (Marlatt, 1998). Ljóst er að áhættuhegðun er algeng meðal íslenskra fíkla og skaðinn sem af henni hlýst töluverður. Því eru skaðamildandi aðgerðir nauðsynleg viðbót við núverandi forvarnir er miða að því að efla lýðheilsu í íslensku samfélagi. Í staðinn fyrir hjólhýsið verður framvegis notaður gamall sjúkrabíll en nýbúið er að breyta honum þannig að hann henti fyrir nálaskiptiþjónustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.