Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 24
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 201120 Halla hélt fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík í febrúar þar sem hún kynnti niðurstöður rannsóknarverkefnisins sem var hluti af meistaragráðu hennar í lýðheilsufræðum (MPH). Í rannsókninni voru tekin viðtöl við einstaklinga sem nýlega höfðu misst vinnuna eða lent í veikindum. Niðurstöðurnar bentu til að jákvæðni, trú á eigin getu og hvatning skipti sköpun varðandi áframhaldandi þátttöku í samfélaginu. Halla upplifði sjálf skyndileg, alvarleg veikindi haustið 2008 sem síðar höfðu áhrif á verkefnaval hennar og lokaritgerð. Halla féllst á að segja lesendum sögu sína en það er með ólíkindum hversu vel hún hefur náð sér. Sjálf segist hún vera heilbrigðari nú og betur á sig komin heldur en fyrir veikindi. Námfús ljósmóðir Halla starfaði fyrst sem ljósmóðir en bætti við sig námi og lauk prófi frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1973. Hún starfaði um tíma á sængurkvennadeild Landspítalans en hélt síðan til Danmerkur í eitt og hálft ár. „Maðurinn minn, Þórarinn Hjaltason verkfræðingur, fór í framhaldsnám. Ég fékk inni í framhaldsnámi í hjúkrun þar í landi en þá stóðum við frammi fyrir því hvort við ættum að fara heim eða setjast að í Danmörku í nokkur ár í viðbót. Við ákváðum að fara heim. Síðan hefur alltaf blundað í mér að læra meira,“ greinir Halla frá þegar hún er spurð um starfsferilinn. „Mér finnst lífsnauðsynlegt að halda mér við í þessu fagi,“ bætir hún við. Eftir heimkomu frá Danmörku fékk Halla starf deildarstjóra á sængurkvennadeild þar sem hún starfaði í rúm ellefu ár. „Ég hafði starfað áður en að því kom sem kennslustjóri í Nýja hjúkrunarskólanum á meðan hann var og hét. Þar sá ég um skipulag á kennsluefni fyrir verðandi ljósmæður og kenndi einnig áður í Hjúkrunarskóla Íslands. Síðustu ár hef ég unnið á sýkingavarnadeild Landspítalans. Þegar ég var að skipuleggja námið í Nýja hjúkrunarskólanum var hjúkrunarnámið að byrja á háskólastigi. Ég tók BS-námið í hjúkrunarfræði þó miklu seinna, eða árið 2003. Það stundaði ég með fram hlutastarfi á Landspítalanum.“ Elín Albertsdóttir, elal@simnet.is Í LÍFSHÆTTU Í ÓKUNNU LANDI Halla Halldórsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, lét draum sinn um frekara nám rætast þótt hún væri komin nálægt sextugu. Hún fór í lýðheilsu­ og kennslufræði við Háskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan í janúar sl. þrátt fyrir að lífshættuleg veikindi hafi sett strik í reikninginn. Halla Halldórsdóttir var nær dauða en lífi en hefur náð sér að fullu og lokið meistaranámi. Eftir erfið veikindi er Halla nú loksins útskrifuð úr Háskólanum í Reykjavík með meistaragráðu í lýðheilsufræðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.