Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Page 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Page 24
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 201120 Halla hélt fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík í febrúar þar sem hún kynnti niðurstöður rannsóknarverkefnisins sem var hluti af meistaragráðu hennar í lýðheilsufræðum (MPH). Í rannsókninni voru tekin viðtöl við einstaklinga sem nýlega höfðu misst vinnuna eða lent í veikindum. Niðurstöðurnar bentu til að jákvæðni, trú á eigin getu og hvatning skipti sköpun varðandi áframhaldandi þátttöku í samfélaginu. Halla upplifði sjálf skyndileg, alvarleg veikindi haustið 2008 sem síðar höfðu áhrif á verkefnaval hennar og lokaritgerð. Halla féllst á að segja lesendum sögu sína en það er með ólíkindum hversu vel hún hefur náð sér. Sjálf segist hún vera heilbrigðari nú og betur á sig komin heldur en fyrir veikindi. Námfús ljósmóðir Halla starfaði fyrst sem ljósmóðir en bætti við sig námi og lauk prófi frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1973. Hún starfaði um tíma á sængurkvennadeild Landspítalans en hélt síðan til Danmerkur í eitt og hálft ár. „Maðurinn minn, Þórarinn Hjaltason verkfræðingur, fór í framhaldsnám. Ég fékk inni í framhaldsnámi í hjúkrun þar í landi en þá stóðum við frammi fyrir því hvort við ættum að fara heim eða setjast að í Danmörku í nokkur ár í viðbót. Við ákváðum að fara heim. Síðan hefur alltaf blundað í mér að læra meira,“ greinir Halla frá þegar hún er spurð um starfsferilinn. „Mér finnst lífsnauðsynlegt að halda mér við í þessu fagi,“ bætir hún við. Eftir heimkomu frá Danmörku fékk Halla starf deildarstjóra á sængurkvennadeild þar sem hún starfaði í rúm ellefu ár. „Ég hafði starfað áður en að því kom sem kennslustjóri í Nýja hjúkrunarskólanum á meðan hann var og hét. Þar sá ég um skipulag á kennsluefni fyrir verðandi ljósmæður og kenndi einnig áður í Hjúkrunarskóla Íslands. Síðustu ár hef ég unnið á sýkingavarnadeild Landspítalans. Þegar ég var að skipuleggja námið í Nýja hjúkrunarskólanum var hjúkrunarnámið að byrja á háskólastigi. Ég tók BS-námið í hjúkrunarfræði þó miklu seinna, eða árið 2003. Það stundaði ég með fram hlutastarfi á Landspítalanum.“ Elín Albertsdóttir, elal@simnet.is Í LÍFSHÆTTU Í ÓKUNNU LANDI Halla Halldórsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, lét draum sinn um frekara nám rætast þótt hún væri komin nálægt sextugu. Hún fór í lýðheilsu­ og kennslufræði við Háskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan í janúar sl. þrátt fyrir að lífshættuleg veikindi hafi sett strik í reikninginn. Halla Halldórsdóttir var nær dauða en lífi en hefur náð sér að fullu og lokið meistaranámi. Eftir erfið veikindi er Halla nú loksins útskrifuð úr Háskólanum í Reykjavík með meistaragráðu í lýðheilsufræðum.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.